Fréttablaðið - 21.04.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 21.04.2011, Síða 6
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR6 EFNAHAGSMÁL Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjöl- far atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raun- vextir Seðlabankans hafi lækk- að umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krón- unnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peninga- mála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu pen- ingastefnunefndar sagði Már Guð- mundsson horfur á að mæld verð- bólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólgu- álagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slök- un í aðhaldsstigi peningastefnunn- ar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peninga- málum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endur- Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreytt- um. Með lægri raunvöxtum jafngilda óbreyttir vextir slökun í stjórn peninga- mála. Verðbólguhorfur hafa versnað. Verðbólgumarkmið nást aftur á næsta ári. Í nýjum Peningamálum, efnahagsriti Seðlabankans, kemur fram að hagvaxtar- horfur landsins hafi versnað síðan í febrúar. Breytingin er til komin vegna kröftugs vaxtar á innflutningi. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að efnahagssamdráttur í fyrra var meiri en talið var. Þá er útlit fyrir minni hagvöxt en vænst var á næstu tveimur árum. Yfirskrift Peningamála nú er: „Lakari efnahagshorfur og meiri óvissa.“ Fram kom í kynningu Þórarins G. Péturs- sonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, að lakari hagvaxtarhorfur geri einnig að verkum að horfur á vinnumarkaði hafi versnað. Hann segir ráð fyrir því gert að atvinnuleysi nái hámarki á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en verði að jafnaði 7,7 prósent á þessu ári. Atvinnuleysi verði svo komið í fimm prósent árið 2013 og um fjögur prósent um mitt ár 2014. „Hættan er sú að atvinnuleysi festist meira í sessi en við höfum áður talið,“ sagði Þórarinn. ÞÓRARINN G. PÉTURSSON Lakari efnahagshorfur og meiri óvissa ARNÓR SIGHVATSSON OG MÁR GUÐMUNDSSON Í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra kom fram að fundir sem stjórnvöld hefðu átt með matsfyrirtækjum um helgina hefðu verið gagnlegir, jafnvel þótt þau kynnu að lækka lánshæfi landsins. Komið hefði verið á framfæri upplýsingum sem ykju líkur á betra mati síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sérfræðingar í bílum Vinningshafar í spurningaleik Chevrolet Ert þú á benni.is? Chevrolet er 100 ára. Bílabúð Benna stendur fyrir alls konar uppákomum á afmælisárinu; Ári slaufunnar. Nú er lokið spurningaleiknum Veistu Chevrolet svarið, sem fór fram á þremur stöðum á landinu: í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16 heppnir þátttakendur hafa verið dregnir úr pottinum. Bílabúð Benna þakkar frábærar móttökur og óskar vinningshöfum til hamingju. Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - Reykjavík - sími 590 2000 Gæði í 100 ár Ár slaufunnar Nöfn vinningshafa eru birt á benni.is Er nafnið þitt þar? spegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrir- tækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útláns- vextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækk- unum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækk- anir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peninga- stefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verð- bólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjara- samningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað ger- ist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is BJÖRGUN Lítill grásleppubátur komst í hann krappann úti fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi eftir hádegi í gær. Báturinn fékk í skrúfuna og rak í kjölfarið stjórnlaust að landi. Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar kallaði á nærstaddan bát, sem brást snöggt við og tókst að draga grásleppubátinn frá landi á síðustu stundu. „Þetta stóð tæpt,“ segir Halldór B. Nellett, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Björgunarbátar Landsbjargar voru sendir á staðinn og tóku bátinn í tog eftir að honum hafði verið bjargað. Þyrla Landhelgis- gæslunnar fór einnig á staðinn. Farið var með bátinn í Reykja- víkurhöfn. - sh Bátur fékk í skrúfuna: Þetta stóð tæpt DREGINN AÐ LANDI Björgunarbátar Landsbjargar aðstoðuðu bátinn til hafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dópaðir undir stýri Lögreglan stöðvaði för þriggja öku- manna á höfuðborgarsvæðinu í fyrra- dag, því þeir voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru allt karlmenn á aldrinum 30 til 50 ára. Tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og var annar þeirra á stolnum bíl. LÖGREGLUFRÉTTIR Brotist inn í Lundann Brotist var inn í veitingastaðinn Lund- ann í Vestmannaeyjum aðfaranótt miðvikudags. Rúða í húsinu var brotin og áfengisflöskum var stolið. Talið er að tveir menn hafi brotist inn og var annar þeirra enn fyrir utan þegar lögreglan kom á staðinn. Útkall vegna hávaða Lögregla var kvödd að heimahúsi í höfuðborginni í fyrrinótt vegna hávaða. Ungir tölvuleikjaspilarar munu hafa lifað sig um of inn í leik sem þeir voru að spila. Þeir tóku tiltali lögreglu vel og lofuðu að taka tillit til nágranna sinna. LANDHELGISGÆSLAN TF Líf aftur komin í gagnið Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, er aftur komin í gagnið eftir mikla skoðun og hefur gæslan nú tvær þyrlur til afnota -- en aðeins eina þyrluáhöfn eins og stendur. Þá er eftirlitsvélin Dash komin frá Kanada þar sem hún var í viðgerð. LANDBÚNAÐUR Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að í stað þess að fjölga kjúklingaframleiðendum hér á landi til þess að auka samkeppni á markaðnum, eigi að auka innflutning á erlendum kjúklingi. „Það liggur fyrir að það er fákeppni í þess- ari framleiðslu og slíkt er ekki til góðs fyrir neytendur,“ segir Jóhannes. „Hins vegar á ég eftir að sjá hvort það standist atvinnufrelsi stjórnarskrárinnar að setja hömlur á atvinnu- rekstur með þeim hætti að mælast til þess að fjölga búum og minnka þau. Um það hef ég efasemdir.“ Starfshópur á vegum sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins gaf nýverið út skýrslu um alifuglarækt á Íslandi. Niðurstöður skýrsl- unnar voru meðal annars þær að með því að minnka og fjölga búum, myndi skapast heil- brigðari samkeppni á markaðnum og sporna við alvarlegum salmonellusýkingum, sem koma frekar upp í stærri búum. Jóhannes segir smærri bú dýrari í rekstri sem geri þau óhagstæðari neytendum. Fákeppni ríki bæði á kjúklinga- og svínakjöts- markaðnum og aukinn innflutningur sé ein leið til þess að sporna við því vandamáli. „Í stað þess að gera framleiðsluna óhag- kvæmari með minni búum, ætti þá ekki að viðra samkeppnina betur með auknum innflutningi?“ spyr Jóhannes. - sv Formaður Neytendasamtakanna segir smærri kjúklingabú óhagstæð fyrir neytendur: Vill sjá aukinn innflutning á kjúklingi KJÚKLINGAFRAMLEIÐSLA Formaður Neytendasam- takanna telur að með fjölgun kjúklingabúa muni markaðurinn verða óhagstæðari fyrir neytendur þar sem smærri bú eru dýrari í rekstri. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hafa fréttir af brotum fyrir- tækja á samkeppnislögum áhrif á neytendahegðun þína? Já 67% Nei 33% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga borgaryfirvöld að taka harðar á vanrækslu húseigenda í miðborginni? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.