Fréttablaðið - 21.04.2011, Side 29

Fréttablaðið - 21.04.2011, Side 29
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2011 Páskarnir eru stærsta hátíð kristn- innar. Af því tilefni er hvarvetna talsverður viðbúnaður í kirkjum landsins. Dómkirkjan býður til helgihalds samkvæmt venju. „Dómkirkjan er langelsta kirkjan hér í Reykjavík. Í 215. sinn er geng- ið til helgihalds dymbilvikunnar og páskanna innan veggja hennar. Stór hluti heimsins minnist atburðanna árlega og svo hefur verið á Íslandi í rúm 1000 ár. Þarna eru dimmustu skuggarnir sem föstudagurinn langi tjáir og svo undrið mesta, upprisa Jesú á páskum. Það er stærsti dag- urinn í hátíðarhaldi kristinna um allan heim,“ segir sr. Hjálmar Jóns- son, sóknarprestur Dómkirkjunnar. „Víða eru altarisgöngur á skírdag og á föstudaginn langa er píslarsagan lesin og Passíusálmar sr. Hall- gríms Péturssonar lesnir og sungn- ir. Í Dómkirkjunni eru tvær messur hvern þessara helgidaga.“ Séra Hjálmar segir vel tekið á móti öllum. Auk hefðbundins helgi- halds er fitjað upp á fleiru. „Í há- deginu á þriðjudögum er fyrir- bænastund. Við göngum svo yfir í safnaðarheimilið þar sem húsmóð- irin, Dagbjört Óskarsdóttir, hefur undirbúið hollan og góðan máls- verð. Sama dag er TTT-starfið, en skammstöfunin merkir „tíu til tólf“. Á fimmtudögum er opið hús fyrir eldra fólk í safnaðarheimilinu og öll fimmtudagskvöld Kvöldkirkja. Í vetur hefur Ólafur Elíasson píanó- leikari leikið prelúdíur og fúgur eftir J.S. Bach á flygil. Undir stjórn Kára Þormar organista starfa við kirkjuna Dómkórinn og Kammer- kór Dómkirkjunnar. Þá eru mess- ur í Kolaportinu klukkan 14 síðasta sunnudag hvers mánaðar, en næsta Kolaportsmessa verður á annan í páskum klukkan 14. Þar hlýðir fólk á söng og leik Þorvalds Halldórsson- ar og tekur þátt í guðsþjónustunni.“ Sjá www.domkirkjan.is. Vel tekið á móti öllum Í Dómkirkjunni er vel tekið á móti öllum. Hér er samankominn hópur sem hittist í hádegisverði að lokinni bænastund í vikunni. MYND/STEFÁN ● LITUR PÁSKANNA Litir kirkjuársins eru hvítur, rauður, fjólu- blár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (stundum líka gylltur) er notaður á stórhátíðum á borð við jól og páska. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu. Litur hvítasunnunnar er rauður sem er litur heilags anda. Fjólublár er litur föstu og iðrunar og klæðast prestar fjólubláu á aðventunni og sjö vikum fyrir páska. Grænn er litur sumarsins og sunnudaganna eftir hvítasunnu. Svartur litur er einungis notaður á föstudaginn langa og svo við útfarir. „Við erum einmitt með páskasöfn- un núna vegna þeirra breytinga sem standa fyrir dyrum í innan- landsaðstoðinni,“ segir Anna Ólafs- dóttir, verkefnastjóri hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar, innt eftir því hvað sé efst á baugi í því starfi núna. „Reyndar höfðum við aldrei safnað fyrir innanlandsaðstoð fyrr en eftir hrunið og fyrst á eftir deild- um við því þannig að féð sem safn- aðist skiptist til helminga á milli innanlandsaðstoðar og erlendra verkefna, en nú er sem sagt í gangi fyrsta söfnunin sem er eingöngu fyrir innanlandsstarfið.“ Söfnunin fer þannig fram að valgreiðsla birtist í heimabönkum landsmanna, nema þeirra sem eru eldri en 65 ára, þeir fá heimsenda gíróseðla. Anna segir þörfina fyrir aðstoð innanlands hafa aukist gríð- arlega. „Frá og með 1. maí verð- ur aðstoðin í formi inneignarkorta í stað matarpokanna áður. Jafn- framt verður sú breyting á að hvað varðar mataraðstoðina munum við eingöngu sinna barnafjölskyldum þannig að einstaklingum sem leita eftir mataraðstoð er vísað annað varðandi það. Öll önnur aðstoð sem við veitum stendur öllum til boða.“ Hjálparstarfið hefur auk þess til sölu fermingargjafabréf sem einn- ig er hægt að kaupa á vefsíðunni gjöfsemgefur.is. „Annars vegar er um að ræða fermingarskeyti í hefð- bundnum stíl,“ segir Anna. „Og fyrir þá kveðju fást fjórar hænur sem jafnaldri fermingarbarnsins í einhverju þróunarlandi fær. Fólk kaupir bara skeytið og þarf ekkert að gera meira, en andvirðið fer til að kaupa hænur fyrir munaðarlaus börn sem fá þá egg í matinn, sem breytir mjög miklu upp á mataræði þeirra. Hins vegar eru dýrari gjafa- bréf, upp á fimm þúsund krónur, og rennur andvirði þeirra til frekari stuðnings við munaðarlaus börn í þeim löndum sem hjálparstarfið nær til.“ - fsb Safna nú eingöngu fyrir innanlandsaðstoð Þörfin fyrir innanlandsaðstoð hefur aukist gríðarlega, að sögn Önnu Ólafsdóttur, verkefnastjóra hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. MYND: ANTON Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki Ipod Webcam Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn: Messur um bæna- daga og páska Skírdagur. Fermingarmessa kl. 11 Sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Kvöldmessa kl. 20 sr. Þórir Stephensen prédikar. Fyrir altari þjóna sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson og sr. Sveinbjörn Bjarnason auk sr. Hjálmars Jónssonar sóknarprests Einsöngvari er Einar Clausen.Organisti er Kári Þormar. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Krossferill Krists kl. 14. Lesarar, Einari Gottskálksson, Auður Garðarsdóttir, Ólöf Guðrún Helgadóttir auk sr. Hjálmars Jónssonar sóknarprests. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 8. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar Hátíðarmessa kl. 11 sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar,sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dóm- kórinn syngur,organisti er Kári Þormar 2. páskadagur Messa kl. 11 sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur organisti er Kári Þormar. Messa kl. 14 í Kolaportinu. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar ásamt sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdótt- ur. Þorvaldur Halldórsson syngur og leikur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.