Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 16
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR16 Byrjum á byrjuninni. Hvað vitið þið hvort um annað? Sigríður: „Það eina sem ég veit um þig, Stefán Máni, er að þú semur bækur og þær eru oftast úr undirheimum. Dálítið svart efni. Ég hef aldrei lesið neitt eftir þig, en mig langar til þess. Er þetta rétt hjá mér?“ Stefán Máni: „Já, það verður að segjast. Ég veit að þú ert prestur í Grafarholti, hjá Þjóðkirkjunni væntanlega, en svo veit ég ekki meira. Nema það að ég hef heldur ekki lesið predikanirnar þínar.“ Sigríður: „Svo sagðirðu mér að þú hefðir alist upp í Ólafsvík.“ Stefán Máni: „Já, og meðal ann- ars þess vegna finnst mér gott að koma hingað á Kaffivagninn. Ég finn jarðtengingu hér við höfnina.“ Sigríður: „Ég get ekki sagt að hafið sé mér í blóð borið. Ég er fædd á Seltjarnarnesi og ólst upp við sjó, en ég er líka algjört höfuðborgarbarn. Ég skrifaði doktorsritgerð sem heitir Djúp guðdómsins, en ástæðan fyrir áhuga mínum á djúpinu er lík- lega sú að ég bjó við Ísafjarðar- djúp um tíma. Í Bolungarvík. Svo var ég líka prestur á Suðureyri og í Ólafsfirði.“ Stefán Máni: „Bolungarvík er magnaður bær. Þangað hef ég komið oft. Þú vissir líklega held- ur ekki að ég er kaþólskur og Bol- ungarvík er einmitt eitt sterkasta vígi kaþólskunnar á Íslandi.“ Sigríður: „Ég tók eftir því að þú ert með róðukross um hálsinn.“ Stefán: „Já. Siðaskiptin urðu mjög seint þarna fyrir vestan og það eimir enn af kaþólskunni þar.“ Sigríður: „Vestfirðirnir eru auð- vitað svo fjölþjóðlegir núna vegna allra innflytjendanna.“ Stefán Máni: „Já. Eitt það magn- aðasta við kaþólska söfnuðinn hér á Íslandi er hversu miklu máli hann skiptir fyrir innflytjendur. Fyrir mig er það mjög dýrmætt að kynnast heilu fjölskyldunum af Pólverjum og Filippseying- um. Það er alveg frábært. Þetta fólk hitti ég hvergi annars staðar. Nema þá sem afgreiða í Bónus.“ Óhlýðnin er veikleiki Hvað segið þið um páskana? Sigríður: „Það sem mér finnst best við páskana er að ganga inn í ákveðinn söguþráð. Og ég nýti kirkjuna til að undirstrika þenn- an söguþráð. Ferð þú í messu?“ Stefán Máni: „Já, ég fer í messu á páskadag og fasta á föstudeg- inum langa. Það að taka föstuna alvarlega er einn skemmtilegasti hlutinn við þetta.“ Sigríður: „Ég les alltaf Passíu- sálmana á föstudeginum langa. Byrja klukkan tíu um morgun- inn og sit við til tvö eða þrjú um daginn. Til að byrja með er ofboðslega erfitt að sitja undir svona löngum lestri en það verð- ur léttara eftir því maður þekkir sálmana betur.“ Stefán Máni: „Það finnst mér mjög góður íslenskur siður. Allt sem maður leggur eitthvað á sig fyrir er gott.“ Sigríður: „Endurtekningin skipt- ir líka máli. Í nútímasamfélagi er svo mikil áhersla á allt sem er nýtt og spennandi að stund- um gleymist það jákvæða við samhengi og endurtekningu.“ Stefán Máni: „Já. Það fer fram svo mikil mötun. Fólk horfir á sjónvarpsþætti um fólk sem er í megrun og heldur að það sé að upplifa tilfinningar í gegnum fjöl- miðla, en gerir ekki neitt sjálft.“ Sigríður: „Svona vil ég hafa páskana því svona henta þeir mér. En það þarf ekki öllum að líða þannig. Til dæmis hefur verið töluverð umræða um helgidaga, hvort löggjafinn eigi að vernda þessa hátíð og þá hvernig.“ Stefán Máni: „Þarna kemurðu inn á góðan punkt, því óhlýðnin er einn af veikleikum Þjóðkirkj- unnar. Ég er harður á því að það eigi að virða helgina, því hún er dýrmæt.“ Sigríður: „En það eru ekki allir í Þjóðkirkjunni. Kannski er þetta spurning um hver eigi að sjá um agann. Er það kirkjan eða lög- gjafinn?“ Stefán Máni: „Ég segi kirkjan. Kirkjan er söfnuðurinn, söfnuð- urinn hefur höfuð og líkaminn á að hlýða höfðinu. Á hinn bóginn á löggjafinn auðvitað að skipta sér af atvinnulífinu, því þar hlýðir enginn nema til staðar séu lög og refsingar.“ Sigríður: „En ef fólk vill vinna, til dæmis á föstudaginn langa? Þetta er dálítið erfið glíma. Ég er mjög ánægð með að þessir dagar skuli vera til, því þeir skipta mig miklu máli.“ Stefán Máni: „Mig líka. Það verða að vera helgidagar því annars verða allir dagar eins. Ég kaupi til dæmis ekki í matinn og vinn ekki á sunnudögum.“ Sigríður: „Ég vinn alltaf á sunnu- dögum.“ Umburðarlyndi og linkind Haldið þið að Íslendingar, og sér í lagi ungt fólk, hugsi alla jafna mikið um tilgang páskanna og hvers er verið að minnast? Stefán Máni: „Mín tilfinning er sú að fjölskyldur fari almennt ekki í kirkju eða lifi einhverju alvarlegu trúarlífi.“ Sigríður: „Það er reyndar mjög misjafnt.“ Stefán Máni: „Jú, eflaust er það rétt.“ Sigríður: „Það komu krakkar úr Ingunnarskóla í heimsókn í kirkjuna um daginn. Þau voru mjög vel inni í málunum og vissu alveg hvers vegna dagarnir heita pálmasunnudagur, skírdagur og svo framvegis. Svo spurði ég þau hvað Júdas hefði fengið fyrir að svíkja Jesú og þá svaraði eitt barnið: Þrjátíu evrur!“ Stefán Máni: „Já. Það eru nú bara örfáir mánuðir síðan rætt var um að prestar mættu ekki heimsækja skóla og fleira rétttrúnaðarrugl undir formerkjum jafnréttis. Þetta fannst mér alveg magnað. Við erum kristin þjóð, fáninn okkar er kross, við höfum Þjóð- kirkju og þar fram eftir götun- um, en svo fer svona taugaveikl- un í gang. Við erum flest kristin og það á að bera virðingu fyrir því. Ég get ekki ímyndað mér að þetta skaði nokkurn.“ Sigríður: „Ég hef dálítið aðra sögu að segja gagnvart þessu. En ég er líka í því alla daga að reyna að standa vörð um köllun mína og það sem ég ber virðingu fyrir, og jafnframt að bera virðingu fyrir fjölhyggjunni og því að ekki hugsi allir eins. Þarna kemur líka til sögunnar réttur fólks til að hafa áhrif á það hvers konar trúar- brögð börnunum þeirra eru inn- rætt. Foreldrarétturinn er mjög sterkur.“ Stefán Máni: „En það er ekkert trúboð í skólum. Bara trúar- bragðafræðsla. Flestir eru afslappaðir með þessi mál en þeir tjá sig ekki um þau. Það eru alltaf minnihlutahópar sem ná að breyta svona stórum hlutum með hávaða. Þetta er bara taugaveikl- un. Það á ekkert að gefa eftir því þá er erfitt að snúa til baka. Það vantar meira trúarofstæki. Hér er allt of mikið umburðarlyndi og linkind.“ Sigríður: „En eru umburðarlyndi og linkind það sama? Ég er ekki sammála því.“ Stefán Máni: „Það er túlkunar- atriði eins og með öll hugtök. Í dag er umburðarlyndi notað sem afsökun fyrir að láta vaða yfir sig.“ Sigríður: „Umburðarlyndi er oft ruglað saman við að nenna ekki að pæla í hlutunum eða taka afstöðu. Ég held að það sé líka hægt að vera heitt og innilega umburðarlyndur. En við stönd- um auðvitað frammi fyrir þjóð- félagi sem er allt öðruvísi en það var fyrir tíu eða tuttugu árum.“ Stefán Máni: „Hárrétt.“ Sigríður: „Og þetta eru líka spennandi tímar sem gæti komið eitthvað gott út úr. Eftir því sem kröfurnar verða meiri um minni kristindóm í skólum, þá held ég að heimilin verði að hysja upp um sig buxurnar. Kannski er fólk orðið of vant því að skólinn sjái um allt fyrir það.“ Stefán Máni: „Einmitt. Margir telja að skólinn eigi að sjá um uppeldi og ýmsa hluti. Ég var mjög ánægður í vetur þegar sett- ar voru reglur um viðeigandi klæðnað á grunnskólaböllum.“ Sigríður: „Já, þegar sex ára stelpur eru komnar í g-streng?“ Stefán Máni: „Það fannst mér alveg meiriháttar. Stundum fara hlutirnir úr böndunum og þá er gott að tekið sé á því á heilbrigð- an hátt. Þannig að foreldrarnir fái stuðning utan frá. Svona lagað er rosalega auðvelt að stimpla sem fasisma og kúgunarvald en í þessu tilfelli var þetta mjög skyn- samlegt.“ Sigríður: „Já. Í rauninni snýst þetta um að löggjafinn sé að vernda bernsku barna.“ Stefán Máni: „Einmitt. Jákvæð valdbeiting. Það má ekki allt- af firra sig ábyrgð. Ef stór mál koma upp nú til dags þá eru þau bara sett í þjóðaratkvæðagreiðslu og enginn ber ábyrgð.“ Fallegir Eurovision-strákar Talandi um þjóðaratkvæða- greiðslur. Undanfarnar vikur hafa verið býsna skrítnar. Stefán Máni: „Verst fannst mér að sjá samfélagið tætast upp í eitt allsherjar rifrildi. Það er mjög óhollt. Þessar Icesave-vikur voru hræðilegar.“ Sigríður: „Já, þær voru mjög erf- iðar yfir höfuð. Vont veður, mikl- ir erfiðleikar hjá fólki.“ Stefán Máni: „Og ekki alveg nógu mikil stemning fyrir Eurovision finnst mér.“ Sigríður: „Þar er ég sammála. Eurovision-lagið okkar gerir mig glaða. Bara það að sjá strákana á sviðinu. Þeir eru fallegir og góðir og syngja til minningar um vin sinn.“ Stefán Máni: „Við vinnum ekki Eurovision, en þetta lag er krútt- legt og sætt. Ég hugsa að þjóðin sé mjög sátt við það og söguna á bak við það. Það þarf ekki mikið meira. Þetta er dálítið persónu- legt fyrir þjóðina. Svona dæmi þar sem ferðalagið skiptir meira máli en áfangastaðurinn. Þetta er mjög jákvætt og einlægt, alveg andstaðan við Sylvíu Nótt.“ Sigríður: „Ég ætla að horfa á keppnina. Ég elska Eurovision og skammast mín ekkert fyrir það.“ Stefán Máni: „Ég líka. Ég á tvö börn og er hlekkjaður við þetta frá a til ö. Ég mun aldrei við- urkenna að ég elski þetta en ég horfi á þetta allt.“ Sigríður: „En þú varst að því!“ Stefán Máni: „Nei, alls ekki! Lög- fræðingurinn minn mun hrekja þetta allt fyrir rétti.“ Eftir því sem kröfurnar verða meiri um minni kristindóm í skólum, þá held ég að heimilin verði að hysja upp um sig buxurnar. Kannski er fólk orðið of vant því að skólinn sjái um allt fyrir það. Júdas fékk þrjátíu evrur Rithöfundurinn Stefán Máni vinnur ekki á sunnudögum. Það gerir hins vegar Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafar- holti. Kjartan Guðmundsson ræddi um páskana, Eurovision og viðeigandi klæðnað við rökstólapar vikunnar á Kaffivagninum. KYRRAVIKA Stefán Máni og Sigríður njóta tebolla á Kaffivagninum. „Ég er svo hrifinn af Skotlandi og kaupi Melrose‘s af þjóðernisástæðum en ekki vegna bragðsins,“ segir Stefán Máni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á RÖKSTÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.