Fréttablaðið - 23.04.2011, Qupperneq 22
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR22
B
reska konungsfjöl-
skyldan lætur versta
efnahagsástand
lands síns í tæpa öld
ekki stöðva sig í því
að ráðast í enn eitt
risabrúðkaupið, þegar Vilhjálm-
ur Bretaprins og Kate Middleton
verða gefin saman í Westminster
Abbey næstkomandi föstudag.
Sýnt verður frá hátíðarhöldun-
um í beinni útsendingu hér á landi
eins og nálega alls staðar annars
staðar, en þó virðist mál manna
að áhugi umheimsins á atburð-
inum sé öllu minni en búist var
við, hvort sem um er að kenna
téðri efnahagskreppu, alvarlegri
og mikilvægari hlutum eins og
stríðrekstri og náttúruhamförum
víða um heim eða öðrum þáttum.
Þó má ljóst vera að áhugafólk um
brúðkaupið er að finna í flestum
þjóðfélagsstéttum á byggðu bóli,
jafnvel meðal róttækustu and-
stæðinga konungsveldisins, eins
skringilega og það kann að hljóma.
„Brúðkaup áratugarins“ (sumir
hafa gengið svo langt og treyst svo
á miðilsgáfuna að tala um brúð-
kaup aldarinnar) kostar form-
úgu, en þó virðist harla erfitt að
komast yfir nákvæmar og áreið-
anlegar tölur þess efnis. Flestir
virðast skjóta á að um tólf millj-
ónir punda (2,2 milljarðar króna)
dugi fyrir sjálfu brúðkaupinu.
Konungsfjölskyldan, með mála-
myndastuðningi frá foreldrum
brúðarinnar, sér um greiðsluna
á þeim reikningi og lendir hann
því ekki á skattgreiðendum nema
á óbeinan, en þó um leið augljós-
an hátt. Nokkrir fjölmiðlar ytra
hafa reiknað út að líklegur heild-
arkostnaður fyrir brúðkaupið sé
um fimm milljarðar sterl-
ingspunda (930 milljarð-
ar króna), og eru þá aukin
öryggisgæsla, umferðar-
ráðstafanir, vinnutap og
yfirvinnukaup tekið með
í reikninginn því brúð-
kaupsdagurinn er almennur
frídagur í Bretlandi.
Þá vilja sumir meina
að aukinn túrismi, sala á
minjagripum og fleira í
þeim dúr fari langt með að
ná upp í gríðarlegan heildar-
kostnað vegna brúðkaups-
ins. Reikningurinn er því
vissulega flókinn viður-
eignar, en ljóst er að mikl-
um peningum verður eytt
á mörgum vígstöðvum,
meðal annars í minjagripi á
borð við þá sem sjá má hér
á síðunni.
Ástin fæst hvorki keypt né seld
BRÚÐUKAUP
Birgitta Haukdal er ekki eina frægðarmennið sem dúkka hefur verið gerð eftir.
Leikfangarisinn Hamley‘s í London frumsýndi fyrr í mánuðinum þessa brúðu,
sem fæst í sjö mismunandi kjólum og kostar 35 pund (6.500 krónur) út úr búð.
NORDICPHOTOS/AFP
Minjagripaflóðið vegna
brúðkaups þeirra Vil-
hjálms Bretaprins
og Kate Middleton,
sem fram fer næsta
föstudag, er ógurlegt.
Fréttablaðið leit á
nokkur mis-velheppnuð
dæmi um gripi sem
framleiddir hafa verið
í tilefni „brúðkaups
áratugarins“.
ÖRYGGIÐ Á ODDINN
„Kynmök við ástvin eru
ógleymanlegur atburður, rétt
eins og konunglegt brúðkaup,“
stendur á umbúðum Crown
Jewels-smokkanna sem seljast
eins og heitar lummur í Bretlandi
þessa dagana. Þar segir reyndar
líka að smokkarnir séu einungis
hugsaðir sem minjagripir og séu
ekki til þess fallnir að koma í veg
fyrir kynsjúkdóma og getnað.
NORDICPHOTOS/AFP
Við erum með réttu
3 vinir og 300 SMS
Hringdu á 0 kr. í 3 vini óháð kerfi*
og sendu 300 SMS á alla hina
Eitt mínútuverð
óháð kerfi
1.390 kr. mánaðargjald
*600 mín./ 300 SMS á mán.
300 MB á mán. fylgir til áramóta.
Ódýrari mínútur
Hringdu á 0 kr. í 1 GSM vin hjá
Símanum*
Aðeins 11,9 kr. mín.
í alla innanlands
590 kr. mánaðargjald
*1.000 mín./ 500 SMS á mán.
6 vinir óháð kerfi
Hringdu á 0 kr. í 6 vini
óháð kerfi*
Eitt mínútuverð
óháð kerfi
1.990 kr. mánaðargjald
– Veldu áskrift eða Frelsi
*Áskrift 1.000 mín./ 500 SMS á mán.
Frelsi 60 mín./60 SMS á dag
1000 mínútur
Hringdu á 0 kr. í alla GSM og
heimasíma á Íslandi*
Frábær leið fyrir þá sem nota
GSM símann mikið
7.990 kr. mánaðargjald
*1.000 mín./ 500 SMS á mán.
Ring
Fyrirframgreidd þjónusta
– fyrir þá sem vilja afgreiða
sig sjálfir
0 kr. innan Ring
990 kr. mánaðargjald
eða
0 kr. innan kerfis Símans
1.990 kr. mánaðargjald*
*1.500 mín./ SMS á mán.
siminn.is
Greidd eru mánaðargjöld og upphafsgjöld skv. verðskrá. Ekki eru greidd upphafsgjöld af símtölum í vinanúmer. Nánar á siminn.is
Komdu til okkar eða hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna hagstæðustu leiðina.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
3
5
3