Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 44
MENNING 6 P eter K. Austin er Ástrali búsettur í Englandi þar sem hann gegnir prófess- orsstöðu í málvísindum við University of London. Hann er einn af ráðgjöfum Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur um alþjóðlega tungumálamiðstöð, sem og ritstjóri bókarinnar Eitt þúsund tungumál, sem forlagið Opna gaf út. Austin kom til Íslands á dögunum og hélt fyrirlestur um fjölbreytni tungumála og menningar. Frétta- blaðið ræddi við hann af því tilefni. Það er útbreitt viðhorf á Íslandi að íslenskan eigi undir högg að sækja; málsvæðið sé lítið, áhrif ensku fari sífellt vaxandi á kostn- að móðurmálsins og því hefur verið spáð að eftir eina öld verði sú tunga sem töluð verður hér á landi gjörólík þeirri íslensku sem við þekkjum í dag. Austin segir hins vegar að í alþjóðlegu samhengi sé staða íslenskunnar sterk. „Í fyrsta lagi er 320 þúsund manna málsvæði alls ekki svo lítið. Það eru til mun fleiri tungumál sem aðeins um tíu þúsund manns tala. Miðað við fjölda mælenda mætti segja að íslenskan sé miðl- ungsstórt tungumál. Í öðru lagi ræður fjöldi mælenda ekki endi- lega úrslitum um afdrif tungu- málsins, heldur innviðir sam- félagsins. Hér talar fólk íslensku dags daglega, hún er kennd í skól- um, töluð og skrifuð í fjölmiðlum og svo framvegis. Staða íslensk- unnar er að því leyti mjög sterk, þrátt fyrir smæð samfélagsins. Ég veit um tungumál sem tvær milljónir tala en búa ekki við þessa sterku innviði og munu að óbreyttu hverfa.“ Tungumál þróast stöðugt Um óttann við áhrif erlendra mála bendir Austin á að öll tungumál taki stöðugum breytingum. „Íslenska hefur breyst afar hægt í gegnum tíðina og er ekki mjög frábrugðin tungumáli fornsagn- anna. Nú eru hins vegar aðrir og hraðari tímar. Ég hugsa að íslensk- an sé í svipaðri stöðu og engilsax- neskan fyrir þúsund árum, þegar franskan hélt innreið sína í Eng- land með komu Normanna. Enskan átti þá á hættu að þurrkast út. Þess í stað tileinkaði hún sér breytingar og þreifst áfram í annarri mynd.“ Spurður hvort Íslendingar eigi að fara að ráðum Engilsaxa og taka nýjungum fagnandi segir hann að Íslendingar verði að svara því sjálfir. „Það eru tvö sjónarmið í þessu máli. Jákvæða afstaðan er sú að áhrif annarra tungumála geti verið auðgandi og til marks um það að tungumáli sé í fullu fjöri, stöðugt að þróast og í góðum tengslum við nútímann. Ástæðan fyrir því að enskan hefur einn mesta orðaforða heims er sú að hún hefur tekið upp orð úr ótal öðrum tungumálum. Neikvæða afstaðan er að líta á það sem svo að það sé sótt að íslenskunni og það verði að skera upp herör gegn erlendum áhrifum. Hvort sjónarmiðið eigi að ráða er í rauninni pólitísk spurning og svar- ið veltur á pólitískri, félagslegri, og hugmyndafræðilegri afstöðu ykkar. Ef þið teljið að það sé gott að vera í sambandi við umheim- inn og verða fyrir utanaðkomandi áhrifum verður þetta álitið jákvæð þróun. Ef þið teljið að þetta hafi skemmandi áhrif og íslenskan eigi eftir að fara í súginn, verður þetta álitið neikvæða þróun.“ Erfitt að taka upp tvítyngi Alþjóðavæðingin hefur einnig dreg- ið fram önnur álitamál um stöðu íslenskunnar, til dæmis að í hinu alþjóðlega hagkerfi sé tungumál sem aðeins um 320 þúsund manns tala óhagkvæmt. Fyrir nokkrum árum var hreyft við þeirri hug- mynd að taka upp ensku sem vinnu- mál í fjármálastofnunum á Íslandi og sumir sáu fyrir sér að Ísland yrði tvítyngt land. Austin segir mörg dæmi til um tvítyngd samfélög, til dæmis Quebec í Kanada, en veit ekki til þess að nokkurt land hafi gagngert tekið upp nýtt tungumál. Hann telur enda slíkt vera erfitt í framkvæmd. „Helsta hættan yrði sú að nýja tungumálið hreinlega næði yfir- ráðum að lokum, myndi breiðast út um alla innviðina og móðurmálið glataðist. Sögulega er tvítyngi hið eðlilega ástand víða um heim; í fjöl- mörgum samfélögum koma foreldr- ar barna frá ólíkum málsvæðum. Það er ekki óalgengt að foreldrarn- ir tali hvor sitt tungumálið á heim- ilinu og barnið svari á viðeigandi máli. Það krefst hins vegar mikill- ar vinnu að viðhalda tvítynginu og oftar en ekki gefast krakkarnir upp á þessu og ákveða að halda sig við annað málið. Miðað við hvað þetta er mikil vinna fyrir eina fjölskyldu, getum við rétt ímyndað okkur hvað það þyrfti mikið til ef heilt land myndi reyna að taka upp tvítyngi með góðum árangri.“ Austin bendir líka á að það sé vafasamt að líta á tungumálið út frá hreinum hagkvæmnisrökum. „Það er auðvitað hægt að reikna út að það kosti svo og svo mikið að tala íslensku. Tungumálið felur hins vegar svo miklu meira í sér. Að leggja niður móðurmál sitt felur í sér að slíta tengslin við fortíðina og sjálfsmynd sína. Við höfum ótal dæmi um samfélög sem hafa neyðst til að taka upp nýja tungu, til dæmis frumbyggjar Bandaríkjanna, með hörmulegum félagslegum afleið- ingum. Að gefa móðurmál sitt upp á bátinn felur ekki í sér tryggingu um að heimurinn komi fram við þig eins og jafningja. Og fórnarkostnaðurinn gæti orðið alltof hár.“ Tungumál í útrýmingarhættu Því er spáð að á næstu áratugum muni allt að helmingur þeirra tæp- lega sjö þúsund tungumála sem nú eru töluð í heiminum hverfa að óbreyttu áður en langt um líður. Austin segir mikið andvaraleysi ríkjandi gagnvart þessum spám. „Ímyndum okkur hver viðbrögð- in væru ef þetta væru dýrateg- undir eða plöntur en ekki tungu- mál? Sumir líta jafnvel á þetta sem jákvæða þróun, einkum fólk í enskumælandi löndum; að þróunin verði sú að hér verði bara eitt tungu- mál og allir geti skilið hver annan. Þetta er vanhugsuð afstaða. Það eru til alltof mörg dæmi um heilu sam- félögin sem iðrast þess sárlega að hafa glatað móðurmáli sínu.“ Austin segir þó einnig jákvæð teikn á lofti; á Nýja-Sjálandi hafi til dæmis tunga frumbyggja, maori, gengið í endurnýjun lífdaga fyrir tilstilli grasrótarhreyfinga. Aust- in telur einnig að fræðimenn ættu að leggja meiri áherslu á að skrifa fyrir almenning. Það hafi til dæmis verið markmiðið með Eitt þúsund tungumálum. „Fræðimenn eru þjálfaðir í að skrifa á tiltekinn hátt, sem nánast eingöngu aðrir fræðimenn skilja. Við þurfum að æfa okkur í að skrifa meira fyrir almenning, gera boð- skapinn aðgengilegan án þess að einfalda hann. Þannig margföld- um við möguleika okkar á að hafa áhrif.“ Við vitum sem er að dagblað á að vera skemmtilegt og upplýsandi. Það á að veita innsýn í líf fólks og varpa ljósi á atburði sem skipta okkur máli. Við hlustum á raddir lesenda og erum lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti. Allt sem þú þarft... Yfirburðir Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði staðfestir Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Janúar til mars 2011, meðallestur á tölublað 18–49 ára. DV: 11% – Fréttatíminn: 49% Fr ét ta bl að ið HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 72% M or gu nb la ði ð 29% DV: 10% – Fréttatíminn: 37% ALLT LANDIÐ 60% 26% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið og Morgunblaðið kemur út sex daga vikunnar, á meðan DV kemur út þrisvar í viku og Fréttatíminn einu sinni. Staða ÍSLENSKUNNAR er sterk Áætlað er að um tæp sjö þúsund tungumál séu nú töluð í heiminum. Því er spáð að allt að helmingur þeirra eigi eftir að hverfa á næstu árum og áratugum. Peter K. Austin, prófessor í málvísindum við Univer- sity of London, segir ótrúlegt andvaraleysi ríkjandi gagnvart tungumálum í útrýmingarhættu. Hann segir þó ýmis dæmi um mál sem tiltölulega fáir tala en standi á traustum grunni. Íslenskan sé eitt þeirra. Peter K. Austin Íslenska hefur breyst afar hægt í gegnum tíðina og er ekki mjög frábrugðin tungu- máli fornsagnanna. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.