Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 48
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR28
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
„Þegar ég kom til Hafnarfjarðar sem
ungur kennari var mér tjáð að ég
mætti segja nemendum mínum hvar ég
stæði í pólitík en ekki taka afstöðu með
FH eða Haukum ef ég ætlaði að halda
sæmilegri ró í bekknum.“ Þannig svar-
ar Hörður Zóphaníasson, fyrrver-
andi skólastjóri, spurningu um hvort
hann sé Haukamaður því hann held-
ur afmælisveislu í Haukahúsinu fyrir
vini og vandamenn á annan í páskum
í tilefni áttræðisafmælis. Hann ætlar
líka að nota daginn til að gefa út ljóða-
bókina Hugsað í hendingum. „Ég hef
fiktað dálítið við að yrkja, það er góð
dægradvöl,“ segir Hörður sem afþakk-
ar blóm og gjafir en gefur veislugest-
um kost á að leggja fé í styrktarsjóð
Ragnars Emils, sem er langafabarn
hans og stríðir við hrörnunarsjúkdóm.
Hörður er fæddur og uppalinn á
Akureyri en fór þriggja ára í sveit að
Dagverðartungu í Hörgárdal og var
þar þrettán sumur. „Þar var mitt annað
heimili,“ segir hann og kveðst líka
ungur hafa kynnst skátahreyfingunni
sem hann hafi verið viðloðandi síðan.
„Ég tel að fátt hafi gert mér eins gott
og skátastarfið því þegar ég fór út í
kennslu reyndist það frábær undir-
staða,“ fullyrðir hann.
Hörður lenti í því á unglingsárum
að ofþreyta augun á lestri. „Ég sá bara
strik en ekki stafi en lækningin var
fólgin í að líta ekki í bók í þrjá mánuði.
Það setti allt úr skorðum hjá mér því
ég var að undirbúa inngöngu í mennta-
skólann,“ segir hann. „Ég varð bitur
og ætlaði aldrei að koma nálægt skóla
framar.“
Þó fór svo að kennsla og skólastjórn
varð ævistarf Harðar. Tryggvi Þor-
steinsson, skólastjóri og skátaforingi,
hvatti hann til að drífa sig í Kennara-
skólann, hafði tekið eftir að Herði féll
vel að vinna með ungu fólki.
Kennsluferill Harðar hófst á Hjalt-
eyri. „Fyrsta skóladaginn voru börnin
bara skráð og vigtuð. Ein sjö ára budd-
an sem var að hefja skólagöngu kvaddi
mig með handabandi og stundi upp:
„Ekki hef ég nú lært mikið í dag.“ Hún
hafði greinilega ætlað að koma spren-
glærð heim,“ rifjar Hörður upp hlæj-
andi og bætir við annarri sögu úr sama
skóla. „Ég kom eitt sinn út í skóladyrn-
ar og heyrði hrópað: „Karlinn er að
koma.“ það hljómaði hálf einkennilega
í mínum eyrum.“
Eftir fjögur Hjalteyrarár gerðist
Hörður skólastjóri á Ólafsvík og tveim-
ur árum síðar kennari við Flensborg í
Hafnarfirði. Þar var hann í tíu ár. Þá
tók hann við hinum nýja Víðistaða-
skóla og stjórnaði honum í 22 ár. „Ég
náði góðu sambandi við nemendur og
foreldra,“ segir hann. „Fyrsta foreldra-
félagið í Hafnarfirði var stofnað í Víði-
staðaskóla og ég fór víða að halda erindi
um foreldrasamstarf.“
Eiginkona Harðar er Ásthildur Ólafs-
dóttir. „Við hittumst í Kennaraskólan-
um,“ upplýsir Hörður kankvís. Segir
þau hjón eiga sjö börn, barnabarna-
börnin séu nítján á lífi, barnabarna-
börnin átta og eitt á leiðinni. „Sam-
komulagið er gott,“ segir hann og telur
lífið hafa leikið við sig. gun@frettabladid.is
HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON SKÓLASTJÓRI: VERÐUR ÁTTRÆÐUR Á ANNAN Í PÁSKUM
Lækningin var fólgin í að
líta ekki í bók í þrjá mánuði
HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON SKÓLASTJÓRI Heldur upp á afmælisdaginn með veislu, útgáfu ljóðabókar og söfnun í styrktarsjóð langafabarns.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HILMAR ÖRN HILMARSSON allsherjargoði er fimmtugur.
„Það er góð stjórn í þessum heimi.“50
1889 Kaupfélag Skagfirðinga
er stofnað.
1964 Leikfélag Reykjavíkur
heldur upp á 400 ára
afmæli Shakespeares
með hátíðarsýningu á
Rómeó og Júlíu.
1961 Judy Garland kemur
fram í Carnegie Hall.
1968 Nemendur við
Columbia-háskóla í
Bandaríkjunum leggja
undir sig skólabyggingar
til að mótmæla
Víetnamstríðinu.
1972 Halldór Laxness, sjö-
tugur, er útnefndur
heiðurs borgari Mosfells-
bæjar og heiðursdoktor
við Háskóla Íslands.
2008 Reykjavíkurlögreglan
beitir óeirðabúnaði og
múgskjöldum í mót-
mælum vörubílstjóra.
Merkisatburðir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ástríður H. Andersen
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 14. apríl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
þriðju daginn 26. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast
afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Félag nýrnasjúkra.
Gunnar Þ. Andersen Margrét Kr. Gunnarsdóttir
Þóra Andersen Roger Schneider
Victoria Ástríður Andersen
Tiffany Louise Andersen
Eric Ian Andersen
Richard Vilhelm Andersen
Christopher og Alexander Farrington Móðir mín og amma,
Ása Beck
sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 16. apríl sl.
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 26. apríl og hefst athöfnin kl. 15.
Magnús Haukur Jökulsson
Þórunn Elín Magnúsdóttir
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Sigurdórsson
Hæðargarði 29,
lést þann 14. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.00.
Svavar G. Stefánsson Dagrún Sigurðardóttir
Sigurdór Stefánsson Guðný Jódís
Steinþórsdóttir
Jón Á. Stefánsson Sigrún Högnadóttir
Helga Stefánsdóttir
Finnbogi Sævar Guðmundsson Sigríður Sigurþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Ingibjörg
Eyjólfsdóttir Thordarson
andaðist þriðjudaginn 5. apríl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til
starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun.
Anna Thordarson
Pamela Thordarson Kristján Ástráðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum allar þær fallegu og hlýlegu
kveðjur sem okkur bárust vegna
andláts
Unnar Kjartansdóttur
Hvassaleiti 18, Reykjavík.
Hreinn V. Ágústsson Dóra Jónsdóttir
Björn Á. Ágústsson Þuríður Magnúsdóttir
Einar Ágústsson Unnur H. Pétursdóttir
Kjartan Ágústsson Þóra S. Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
Reynis Ólafssonar
Burknabergi 2, Hafnarfirði.
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Reynisson Oxana Skakoun
Gylfi Reynisson
María Sigríður Stefánsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, tengdasonur og bróðir,
Gunnar Benediktsson
Fífumóa 18, Ytri-Njarðvík,
er andaðist 14. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á styrktarsjóð barna hans í
Íslandsbanka í Keflavík.
Kt. 170995-3259, reikningsnúmer 0542-14-402200
Lilja Björk Erlingsdóttir
Vignir Þór Gunnarsson Þórey Óskarsdóttir
Arnar Þór Gunnarsson
Erlingur Þór Gunnarsson
og systkini hins látna.