Fréttablaðið - 23.04.2011, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 23. apríl 2011 37
Raunveruleikaþættirnir Jersey
Shore hafa slegið rækilega í
gegn vestan hafs og nú er áætlað
að færa út kvíarnar. Snookie,
J-WOW og hinar stjörnurnar
munu halda til Flórens á Ítalíu
þar sem nýjasta þáttaröðin
verður tekin upp.
Borgarstjóri Flórens hefur
samþykkt að taka á móti stjörn-
unum og tökuliði þeirra en aðeins
ef þau framfylgja nokkrum
reglum. Matteo Renzi vill ekki að
stjörnurnar verði myndaðar við
drykkju á skemmtistöðum eða á
almannafæri og passa verður upp
á að kynna Flórens sem menning-
arborg og ekki skemmtanaborg.
Það verður spennandi að sjá
hvort þetta gangi eftir enda eru
Snookie og félagar þekkt fyrir
margt annað en háttvísi.
Verða að
haga sér vel
HAGA SÉR VEL Snookie og félagar mega
ekki drekka á almannafæri þegar þau
heimsækja Flórens. NORDICPHOTOS/GETTY
Það eru liðin tólf ár síðan Edward
Norton og Brad Pitt léku saman í
kvikmyndinni Fight Club. Norton
hefur lýst yfir áhuga á því að
endurtaka leikinn og vinna með
Pitt á ný.
Norton telur það eina sem
standi í vegi fyrir því að úr
þessu rætist sé tímaleysi
þeirra beggja. „Það er
möguleiki að úr þessu
verði. Við höfum rætt
þetta oft. En það er
flókið að finna tíma
sem hentar okkur
báðum,“ sagði
leikarinn
um málið.
Vill vinna
með Brad
SAM-
EINAÐIR
Edward
Norton vill
gjarnan vinna
aftur með
Brad Pitt.
Leikarinn og sjarmörinn Robert
Pattison viðurkennir að hafa grát-
ið í tökum á nýjustu mynd sinni
Water for Elephants. Pattison seg-
ist hafa fellt tár meðan á upptökum
stóð á kynlífssenum myndarinnar
og að það hafi verið vegna feg-
urðar mótleikkonu sinnar Reese
Witherspoon „Hún var einfaldlega
svo kynþokkafull í atriðinu að ég
gat ekki annað en brostið í grát,“
segir Pattison í viðtali við blaðið
Extra á frumsýningunni.
Það má því ætla að góðir
straumar hafi verið á milli leik-
aranna í myndinni því hin nýgifta
Witherspoon viðurkennir einnig
að kynlífssenan hafi tekist vel
og að Pattison sé með eindæmum
kynþokkafullur.
Grét í tökum
FELLDI TÁR Robert Pattison grét yfir
fegurð mótleikkonu sinnar Reese
Witherspoon. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn og leikstjórinn
Ben Affleck er hættur við
að leika í kvikmynd Baz
Luhrmann sem verður
byggð á skáldsögu F. Scott
Fitzgerald, The Great
Gatsby. Fregnirnar komu
stuttu eftir að Isla Fisher
samþykkti að leika
hjákonu Toms Buc-
hanan, sem Affleck
átti að leika. Leik-
arinn ákvað að ein-
beita sér að næsta
leikstjórnarverk-
efni sínu. Það er
myndin Argo, sem
fjallar um gísla-
töku í Íran. Á meðal leikara í
The Great Gatsby eru Leon-
ardo DiCaprio, Tobey Maguire
og Carey Mulligan.
Hætti við hlutverkið
HÆTTI VIÐ Ben
Affleck er hættur
við að leika í nýrri
kvikmynd Baz
Luhrmann.
Í PERLUNNI
FRÁ 21. APRÍL TIL 15. MAÍ
GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM
TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
ATH LOKAÐ PÁSKADAG