Fréttablaðið - 23.04.2011, Page 58

Fréttablaðið - 23.04.2011, Page 58
23. apríl 2011 LAUGARDAGUR38 Bandaríska ungstirnið Justin Bieber á erfitt með að venjast brjáluðum aðdá- endum sem láta hann ekki í friði. Hann óttast um öryggi sitt. Popparinn ungi Justin Bieber á erfitt með að venjast því að vera hundeltur af öskrandi stelpum hvert sem hann fer. Þrátt fyrir að vera vanur sviðsljósinu finnst honum sú gríðarlega athygli sem hann fær á degi hverjum einum of mikil. Bieber, sem er nýorðinn sautján ára, er á tónleika- ferð um Asíu sem er hluti af risa- vöxnu tónleika- ferðalagi hans um heiminn. Á blaðamanna- fundi í Singapúr sagði hann að mikilvægt væri að vera varkár þegar aðdáend- ur hans væru annars vegar. Á fundinum, sem var haldinn fyrir tónleika hans í Singapúr-íþrótta- höllinni, var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki viljað spjalla við aðdáendur sína við kom- una til landsins á Changi-flugvell- inum. „Þetta snerist um öryggi. Það hefði ekki verið öruggt fyrir mig, öskrin og allt það. Ég hef ekki náð að venjast þessu. Mér finnst þetta enn algjört brjálæði,“ sagði Bieber. „Mér þykir mjög vænt um aðdáendur mína en ég get ekki sett sjálfan mig í aðstöðu þar sem ég er í hættu. Stundum verða stelpurnar dálítið klikkaðar og reyna að grípa í mig.“ Talið er að kærasta Biebers, Selena Gomez, hafi nýverið farið að hitta hann í Asíu en þau hafa verið fjarri hvort öðru í langan tíma vegna tónleikaferða- lagsins. Hún pass- ar væntanlega vel upp á að halda kærastanum frá stúlknamúgnum sem virðist bara ekki fá nóg af ungstirninu æðis- lega. Justin Bieber óttast um öryggið BIEBER-ÆÐI Unglingsstúlkur í Singapúr bíða eftir goðinu á Changi-flugvellinum. NORDICPHOTOS/GETTY Ronald Fenty, faðir söngkonunn- ar Rihönnu, komst nýverið að því að hann ætti þrjú fullorðin börn með þremur konum. Söngkonan á því þrjú hálfsystkin sem öll eru töluvert eldri en hún sjálf. Fenty segir fréttirnar hafa komið sér á óvart á sínum tíma. „Ætli þetta hafi ekki komið á óvart. En ég var ungur og villtur og mikill kvennamaður á mínum yngri árum. Þegar Kandy, elsta barnið, kynnti sig og sagði mér hver móðir hennar er bauð ég hana velkomna í fjölskylduna,“ sagði Fenty í viðtali við The Sun. Kandy þessi er 32 ára gömul og segist hafa hitt Rihönnu nokkrum sinnum en að þær eigi lítið sameig- inlegt. „Ég lifi fremur einföldu lífi í sveitinni. Við eigum lítið sameig- inlegt fyrir utan þetta langa enni sem við erfðum frá föður okkar,“ sagði Kandy. Með sama ennið RÍK AF SYSTKINUM Söngkonan Rihanna komst nýverið að því að hún á þrjú eldri hálfsystkini. NORDICPHOTOS/GETTY HRÆDDUR Bieber óttast um öryggi sitt. Opnir málfundir... ...um vísinda- og nýsköpunarkerfi ð Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfi ð á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfi rskriftinni; „Með gæði og ávinning að leiðarljósi.“ Miðvikudaginn 27. apríl kl. 15-17 í sal Arion banka að Borgartúni 19, Reykjavík. Þekkingaryfi rfærsla – stífl ur eða opnar gáttir? Inngangserindi: Hermann Ottósson, verkefnisstjóri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sigurlína V. Ingvarsdóttir, yfi rframleiðandi á þróunarsviði CCP og stjórnarformaður Icelandic Gaming Industry, IGI Sveinbjörn Höskuldsson, framkvæmdastjóri Nox Medical Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands Fundarstjóri: Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Fjórði og síðasti málfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl kl. 15-17 í sal Arion banka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.