Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 4

Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 4
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR4 GENGIÐ 10.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4797 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,79 114,33 186 186,9 163,14 164,06 21,877 22,005 20,869 20,991 18,213 18,319 1,4097 1,4179 181,74 182,82 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Rangnefni á Náttúrustofu Í frétt af hreindýraveiðum í blaðinu í gær var Náttúrustofa Austurlands ranglega nefnd Náttúruverndarstofa. Þá skal áréttað að af samtals 97 millj- ónum króna sem fengust með sölu veiðileyfa runnu tæpar fjórar milljónir til Náttúrustofu Austurlands, ríflega tíu milljónir til Umhverfisstofnunar og tæpar 83 milljónir til landeigenda. LEIÐRÉTTING VÍNBÚÐIN Á HÓLABRAUT Íbúar óttast umferðaröngþveiti með stækkun vín- búðar. SKIPULAGSMÁL „Ég tel ekki rétt að ræða þetta mál á vettvangi fjölmiðla fyrr en við ákveðum hvernig við svörum athugasemd- um þeirra sem sendu inn bréf vegna málsins,“ segir Helgi Snæ- bjarnarson, formaður skipulags- nefndar Akureyrar, spurður um ásakanir þess efnis að bæjar- yfirvöld sniðgangi lög og misfari með vald í tengslum við áform- aða viðbyggingu vínbúðar ÁTVR á Hólabraut. Helgi segist eiga von á því að athugasemdum íbúa á nágrenni vínbúðarinnar verði svarað í næstu viku. Málið hafi enn aðeins verið lagt fram til kynningar og engin ákvörðun verið tekin. - gar Vínbúðarmálið á Akureyri: Skipulagssvið svarar fljótlega MANNÚÐARMÁL Hundruð flótta- manna á ofhlöðnum bátum frá Líbíu hafa farist í Miðjarðarhaf- inu á síðustu vikum. Ríkin við sunnanvert Miðjarðarhafið, Atl- antshafsbandalagið og Evrópu- sambandið sæta nú gagnrýni fyrir að sinna ekki þessu fólki í nauð. „Við fyrstu sýn þarf að líta á hvern einasta bát sem siglir frá Líbíu sem bát sem þarfnast aðstoðar,“ segir Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur Evrópuríki til þess að sinna betur flóttafólkinu frá Líbíu. Hún segir ekki ganga að bíða eftir neyðarkalli frá flóttafólk- inu áður en brugðist sé við. Grípa þurfi inn í strax og athuga hvort hjálpar sé þörf. Flóttamannastofnunin segir að ekkert sé vitað um afdrif að minnsta kosti 800 manna frá því að flóttamannastraumurinn frá Líbíu hófst hinn 25. mars síðast- liðinn. Inni í þessari tölu séu þó ekki þeir 600 flóttamenn sem hugsanlega fórust flestir þegar báti þeirra hvolfdi skammt frá Trípolí á föstudag. - gb Hundruð flóttamanna hafa farist í Miðjarðarhafinu síðustu vikur á leið til Evrópu: Gagnrýnd fyrir afskiptaleysi FLÓTTAMENN FRÁ LÍBÍU Leiðin yfir Miðjarðarhafið hefur kostað marga þeirra lífið. NORDICPHOTOS/AFP Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, fór fram á það við Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra á Alþingi í gær að hann nýtti stöðu sína og grennslaðist fyrir um hvað hefði í raun gerst þegar bátur með 72 flóttamönnum frá Afríku lenti í mars í vandræðum á Miðjarðarhafi með þeim afleiðingum að 61 lést úr hungri og þorsta. Vitnaði Þórunn í frétt breska blaðsins The Guardian um að herskip og vélar NATO hefðu ekki komið flóttamönnunum til bjargar. Össur sagði að hann neitaði á þess- ari stundu að trúa því að þetta hefði gerst með þeim hætti sem lýst var. Sagði hann slíkt ósiðlegt og óverjandi. Össur kanni hvað gerðist VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 26° 26° 19° 22° 21° 18° 18° 21° 18° 25° 22° 34° 20° 19° 15° 16° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Litlar breytingar. 10 10 10 11 13 8 4 3 4 4 3 4 6 7 4 7 7 2 3 5 7 5 5 6 10 7 8 10 11 5 8 4 DÁLÍTIL VÆTA Á norðan- og austan- verðu landinu má búast við lítils háttar vætu næstu daga. Nokkuð bjart sunnan- og vestan- lands en þó má búast við stöku skúrum. Hitinn verður með ágæt- um syðra í dag en það kólnar aðeins á morgun. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LANDSDÓMUR Verjanda Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, var í gær birt ákæra á hendur Geir fyrir margvíslega og alvarlega vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Ákæran er í tveimur liðum og er þeim fyrri skipt í fimm hluta. Báða ákæruliðina má lesa í heild sinni hér til hliðar. Allir hlutar þeirra snúast um það hvað Geir hefði átt að gera til að reyna að afstýra bankahruninu en lét undir höfuð leggjast, að því er haldið er fram í ákærunni. Hámarksrefsing við brotum sem þessum er tveggja ára fangelsi. Andra Árnasyni, verjanda Geirs, var jafnframt afhent stefna frá forseta landsdóms, Ingibjörgu Benediktsdóttur, þar sem Geir er gert að mæta fyrir dóminn 7. júní næstkomandi klukkan 13.30 og vera viðstaddur þingfestingu málsins. Sigríður J. Friðjóns- dóttir, saksóknari Alþingis, segir að búast megi við að málflutningur með skýrslutökum af sak- borningi og vitnum hefj- ist í haust. Andri er gagnrýn- inn á ákæruna. Hún sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillög- unni um ákæruna á hend- ur Geir og engum rök- stuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flók- in ákæruatriði sé að ræða. „Það kom mér svo sem ekkert á óvart að ákær- an speglaði málshöfðunarályktun Alþingis, enda er gert ráð fyrir því í lögum að saksóknari sé bundinn við hana, en maður átti kannski von á því að saksóknarinn mundi rökstyðja þennan málatilbúnað,“ segir Andri. „Þessi ákæruatriði eru að mínu mati vægast sagt loðin og teygj- anleg og óljós og þess vegna var maður eiginlega spenntastur fyrir því að sjá rökstuðninginn,“ segir hann. Þar sem hann skorti verði erfitt við málið að eiga. „Það er náttúrlega ekki hægt að ákæra mann fyrir eitthvað sem er svo óljóst að hann geti ekki tekið almennilega til varna,“ bætir hann við. Andri á von á að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Sigríður lagði einnig fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja. stigur@frettabladid.is Geir stefnt fyrir landsdóm Geir H. Haarde hefur verið birt ákæra og honum stefnt fyrir landsdóm. Málflutningurinn hefst í haust. Hámarksrefsing er tveggja ára fangelsisvist. Verjandi Geirs gagnrýnir ákæruna fyrir skort á rökstuðningi. Ákæran í heild sinni GEIR H. HAARDE Þarf að mæta fyrir lands- dóm 7. júní. Geir er ákærður „fyrir brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár, allt eins og hér greinir: 1. 1.1 Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjár- málastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. 1.2 Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhags- legri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. 1.3 Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. 1.4 Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 1.5 Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bret- landi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. [...] 2. Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum eftir fund hans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og formanns stjórnar Seðlabankans 7. febrúar 2008, eftir fund hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með bankastjórn Seðlabankans 1. apríl 2008 og í kjölfar yfirlýsingar til sænsku, dönsku og norsku seðlabankanna sem undirrituð var 15. maí 2008. Forsætisráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórn- inni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.