Fréttablaðið - 11.05.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 11.05.2011, Síða 12
12 11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Samþykkt hefur verið í borgarráði að sam-eina tómstundasvið ÍTR og menntasvið Reykjavíkurborgar. Í umræðunni hefur mikið verið rætt um frístundaheimilin en þau sinna frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. Tómstundasvið ÍTR inniheldur einnig félags- miðstöðvar fyrir 10-16 ára börn og unglinga, frístundaklúbba fyrir 6-16 ára börn og ung- linga með fatlanir og Hitt húsið sem sinnir starfi fyrir 16-25 ára ungmenni. Borginni er skipt upp í 6 frístundamiðstöv- ar sem settar voru á laggirnar ein af annarri upp úr 2000. Síðan þá hefur starfinu fleygt fram í þróun fagvitundar, eflingu mannauðs, hækkun á menntunarstigi starfsmanna og fjölgun félagsmiðstöðva. Það er gefandi og gaman að vinna í félags- miðstöð og þeir sem hafa fengið tækifæri til að starfa með unglingum hjá ÍTR geta vottað það að andinn sem þar ríkir nærir mann á einhvern hátt sem erfitt er að útskýra ókunn- ugum. Þetta er vinnuumhverfi þar sem fólk fær að nýta hæfileika sína, menntun og áhugamál. Það er hvatt til að hugsa skap- andi, boðleiðir eru stuttar og þar af leiðandi auðvelt að hafa áhrif. Það er því engin furða að ÍTR skorar hátt á viðhorfskönnunum þjón- ustuþega starfsins. Unglingar, foreldrar og starfsfólk eru ánægð með ÍTR. Það hefur ekki farið eins hátt hvað verður um alla þessa starfsemi og þykir okkur það óásættanlegt. Þar sem við höfum áralanga reynslu af starfi með unglingum í félags- miðstöðvum langar okkur að varpa fram nokkrum spurningum um hvað þessi sam- eining felur í sér fyrir frístundastarf með unglingum í borginni okkar með tilliti til þró- unar fagsins undanfarin ár. Hvað felur þessi sameining í sér? Mun starfið halda áfram í óbreyttri mynd? Hvað verður um frístunda- miðstöðvarnar sem hafa eytt miklum tíma og peningum í að sérhæfa sig og sitt starfsfólk í að vinna eftir ákveðnum hugmyndafræðum? Hvað verður um sumarstarf félagsmiðstöðv- anna? Hvað verður um sérhæfð verkefni og starf með 16 ára og eldri? Hvar er verið að spara? Það sem einkennir starfsfólk ÍTR er að það er móttækilegt fyrir nýjum hugmynd- um, alltaf til í að takast á við ný verkefni, endurskoðun og endurlit. Við erum tilbúin að skoða jákvæðar breytingar en við erum ekki tilbúin að fórna þróun síðustu 25 ára, metnaðarfullri uppbyggingu faglegs frítíma og fagstarfi fyrir vanhugsaða og illa kynnta sameiningu sviða sem gæti hugsanlega orðið til að við séum að taka skref aftur á bak í stað þess að stíga fram á við. Eða hvað? Gaman að vinna hjá ÍTR Tómstundir Hera Sigurðardóttir og Unnur Gísladóttir starfsmenn hjá Kringlumýri, ÍTR L yfjafyrirtækið Actavis hefur formlega opnað nýjar höfuð- stöðvar í borginni Zug í Sviss. Höfuðstöðvarnar hafa verið fluttar frá Íslandi, þótt fyrirtækið hafi áfram heimilisfesti hér og borgi hér skatta sína og skyldur. Actavis hefur lagt sig í framkróka við að útskýra að fyrirtækið eigi rætur á Íslandi, muni áfram hafa hér mikla starf- semi og sé að ráða tugi eða hundruð nýrra starfsmanna til að sinna rannsóknum og framleiðslu lyfja. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af flutningi höfuðstöðvanna. Ein skýringin sem hefur verið gefin á flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins til Sviss er að nú þegar sé stór hluti framkvæmda- stjórnar þess erlendir ríkisborg- arar. Framkvæmdastjórnin ferð- ist mikið og fólk eigi auðveldara með að hittast miðsvæðis í Evr- ópu en á Íslandi. Önnur er sú að aðgangur fyrirtækisins að mannauði sé auðveldari á meginlandi Evrópu; í Sviss sé Actavis í nálægð við önnur stór fyrirtæki í lyfja- geiranum og geti laðað til sín stjórnendur og sérfræðinga frá þeim. Ef við tökum þessar skýringar góðar og gildar getum við átt von á að fleiri íslenzk fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi og alþjóð- legan starfsmannahóp sjái sig knúin til að færa höfuðstöðvar sínar til útlanda. Í tilviki Actavis flytja 20 íslenzkir starfsmenn og fjöl- skyldur þeirra til Sviss. Allt er þetta fólk með góða menntun og há laun. Brottflutningur þess er blóðtaka fyrir íslenzkt samfélag. Vilji íslenzk stjórnvöld vinna á móti þeim ókostum sem lega landsins og fámenni þjóðarinnar eru þegar stórfyrirtæki velja höfuðstöðvum sínum stað þurfa þau að huga að því að bjóða betur en önnur lönd á öðrum sviðum. Ísland hefur upp á margt að bjóða; ágætt velferðarkerfi og menntakerfi, svo dæmi séu tekin, þótt efast megi um að þar sé gert betur en til dæmis í Sviss. En hver eru skilaboðin til fólks með góðar tekjur sem veltir því fyrir sér hvort hagstætt sé að búa á Íslandi? Ríkisstjórnin hefur hækkað til muna skatta á háar tekjur og í stjórnarliðinu eru hugmyndir um að gera enn betur; skammt er síðan settar voru fram hugmyndir um 60-70% skatta á „ofurlaun“ vegna umræðna um laun tveggja bankastjóra. Þarna stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þegar Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, var í viðtali í Viðskipta- blaðinu spurð um áformin um flutning höfuðstöðvanna svaraði hún því til að þegar stórfyrirtæki veldu stað fyrir höfuðstöðvar sínar horfðu þau ekki eingöngu til eigin hagsmuna, heldur einnig hagsmuna starfsfólksins. Erfitt væri að fá gott fólk til starfa ef skattar á laun væru of háir. Guðbjörg vísaði til umræðnanna um 70% ofurskattþrepið og benti á að skattaumhverfið í Sviss væri ekki eingöngu hagstætt fyrirtækjum, heldur líka starfsfólki þeirra. Afleiðingarnar af flutningi höfuðstöðva Actavis eru að nú borga 20 íslenzkir hálaunamenn skatta í Sviss, en ekki á Íslandi. Þeir leggja þá ekkert í sameiginlegan sjóð Íslendinga, þótt þeir starfi áfram fyrir íslenzkt fyrirtæki. Ef stjórnvöld vilja koma í veg fyrir að fleiri íslenzk, alþjóðleg fyrirtæki fari sömu leið er skattpíningarstefnan ekki rétta leiðin. Af hverju flytur Actavis höfuðstöðvar sínar? Á flótta undan ofursköttum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. Forskriftin Kaldhæðni örlaganna hefur hagað málum þannig að Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra stendur nú í nokkurn veginn sömu sporum og Björn Bjarnason gerði fyrir nokkrum árum og varð fyrir vikið andlag mikilla skamma frá Jóhönnu. Eins og Björn gerði þá hefur Jóhanna nú brotið jafnréttislög. Í stað þess að fá úr málinu skorið fyrir dómstólum ákvað Björn að semja við Hjördísi Hákonar- dóttur um málalyktir. Jóhönnu hefur ekki þótt hún hafa fetað nægi- lega í fótspor Björns, því í gær bárust fregnir af því að hún hefði sömuleiðis ákveðið að leita sátta við Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Rúðubrot Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu um helgina að fá þrjá grjót- hnullunga inn um gluggann heima hjá sér þar sem hann sat og horfði á sjónvarpið. Ögmundur hefur lítið viljað tjá sig um atlöguna en var eðlilega brugðið. Augu annarra Þótt sannarlega sé ólíku saman að jafna er kannski ekki úr vegi að rifja upp ríflega fimm ára gamlar þingumræður um lögreglulög. Þar vék Ögmundur orðum að mótmælunum miklu í Seattle árið 1999 vegna fundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og nefndi sérstaklega að þar hefðu rúður verið brotnar. Ögmundur sagði að í augum ráðstefnuhaldara hefðu þar eflaust verið framin skemmdarverk, en í hans augum og tugmillj- óna annarra væri verið að koma á framfæri öflugum mótmælum gegn stefnu stofnunarinnar. „Skemmdar- verk í augum eins getur verið þjóðþrifaverk í augum annarra,“ bætti hann við. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.