Fréttablaðið - 11.05.2011, Qupperneq 16
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR16
timamot@frettabladid.is
Í dag eru eitt hundrað ár liðin frá því Knattspyrnufélagið
Valur var stofnað undir handleiðslu séra Friðriks Friðriks-
sonar í KFUM. Í tilefni dagsins er blásið til hátíðarhalda að
Hlíðarenda þar sem afmælisins og brautryðjandans verð-
ur minnst með veglegum hætti. „Við höfum reyndar verið
að halda upp á afmælið með smá uppákomum það sem af
er ári og munum halda því áfram út árið,“ segir Hörður
Gunnarsson, formaður Vals.
Dagskráin í dag er þrískipt: Klukkan
8.30 að morgni verður dagskrá dagsins
opnuð með athöfn við minnismerki um
séra Friðrik við Hlíðarenda og síðan
verða veittar viðurkenningar til Vals-
manna í hátíðarsalnum og sögusýning
sem minjanefnd Vals hefur undirbúið
opnuð að Hlíðarenda.
Klukkan 12 verður stutt athöfn við
styttu séra Friðriks í Lækjargötu
þar sem forráðamenn Vals og KFUM
munu flytja ávörp, stutt tónlistaratriði
verður flutt og lagður blómsveigur að
styttunni.
Klukkan 16 er síðan hátíðardagskrá
að Hlíðarenda með kaffiveitingum, ávarpi formanns Vals og
fulltrúa sérsambanda og söngatriðum. Veittar verða heið-
ursviðurkenningar Vals og sérsambandanna og dagskránni
lýkur svo um það leyti sem leikur Vals og ÍBV hefst í Pepsi-
deildinni, en fyrir hann munu iðkendur Vals sleppa 100
blöðrum í tilefni afmælisins.
Hátíðarhöldum er þó hvergi nærri lokið. Fram undan er
knattspyrnudagur í samvinnu við Háskóla Íslands, víðvangs-
hlaup, hátíðardagskrá í samvinnu við KFUM á afmælisdegi
séra Friðriks, 25. maí, golfmót í júní og fleira og fleira.
Hæst ber þó kannski fyrirhugaða útgáfu á sögu félagsins
sem Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er nú að leggja loka-
hönd á. „Útgáfunni ætlum við að fagna með veglegri tónlist-
arhátíð,“ segir Hörður. „Það er ekki komin ákveðin dagsetn-
ing á hana, en við erum að tala um september eða október.“
Eru það ekki hálfgerð trúarbrögð að vera Valsmaður? „Jú,
það má kannski segja það,“ segir Hörður og hlær. „Eru ekki
trúarbrögð í öllum félagsskap? En það er kannski sterkara
hjá okkur þar sem við reynum að halda í ræturnar. Auk
þess hafa Valsmenn alltaf verið duglegir að skrá sögu
sína. Valsblöðin hafa verið gefin út í rúm fimmtíu ár og
þau gefa okkur góða innsýn í tíðarandann á hverjum tíma í
félaginu. Því getur fólk kynnst betur þegar bókin kemur út
því Þorgrímur hefur þá skemmtilegu nálgun að láta upphaf-
lega texta halda sér sem mest, enda geri þetta enginn betur
en samtímamennirnir sem upplifðu hlutina á eigin skinni.
Við berum mikla virðingu fyrir sögu okkar og rótum svo
kannski má segja að þetta séu hálfgerð trúarbrögð.“
fridrikab@frettabladid.is
VALUR: FAGNAR 100 ÁRA AFMÆLI
Eru hálfgerð
trúarbrögð
Fyrstu Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu árið 1930.
HÖRÐUR
GUNNARSSON,
FORMAÐUR VALS
Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com
GRANÍT OG LEGSTEINAR
Fallegir legsteinar
á einstöku verði
Frí
áletr
un
Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar og afi
Ingi Ingimundarson
hæstaréttarlögmaður
Hlíðartúni 4b, Mosfellsbæ,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn 8. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hólmfríður Jóhannesdóttir
Margrét Ingadóttir
Hólmfríður Stefánsdóttir
Ingi Freyr Stefánsson
Elín Erla Ingadóttir
og aðrir aðstandendur
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Elínborg María
Einarsdóttir
Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 5. maí. Útför hennar fer
fram frá Kaupangskirkju laugardaginn 14. maí
kl. 14.00.
Tryggvi Harðarson Freyja Guðmundsdóttir
Sigríður Harðardóttir
Svavar Harðarson Brynhildur Pálsdóttir
Birna Harðardóttir
og ömmubörnin öll.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
Jón G. Guðmundsson
Austurströnd 8,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju,
fimmtudaginn 12. maí. Athöfnin hefst klukkan 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Jónsdóttir Birgir Thoroddsen
Einar S. Jónsson
og barnabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur,
barnabarn, frændi og vinur
Eggert Örn Helgason
Dalhúsum 3, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 6. maí
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 16. maí kl. 13.00.
Hólmfríður Eggertsdóttir Helgi Helgason
Helgi Helgason
Stefán Þór Helgason Karen Rakel Óskarsdóttir
Inga Rut Helgadóttir
Ísak Rafn Helgason
Þórunn Þorgeirsdóttir
frændsystkini og vinir
Ástkær sonur okkar og bróðir
Tryggvi Jón Jónatansson
Eyrarvegi 18, Akureyri,
lést á heimili sínu 2. maí. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.30.
Jónatan S. Tryggvason Sigurósk R. Aðalsteinsdóttir
Ásta F. Reynisdóttir Heimir F. Heimisson
Eygló Jóhannesdóttir
Freyja P. Jónatansdóttir Ísak Már Friðriksson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Guðrún Guðbjörg
Guðmundsdóttir Karvels
frá Súgandafirði,
lést 1. maí.
Útför fer fram 14. maí kl. 14.00 frá Suðureyrarkirkju.
Hlíf Pálsdóttir Magnús Daníel Ingólfsson
Sigríður H. Pálsdóttir Guðmundur A. Ingimarsson
María Pálsdóttir Einar Jónsson
Amalía Pálsdóttir Sverrir G. Guðmundsson
Friðbert Pálsson
Guðmundur Karvel Pálsson Gunnhildur Hálfdánardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Minn hjartkæri eiginmaður, faðir,
sonur, bróðir, tengdasonur og mágur,
Páll Valdimar Kolka
lést sunnudaginn 8. maí á deild 11G á Landspítalanum.
Jarðarförin fer fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 17.
maí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning til
styrktar börnum hans,
515-4-253281, kt. 111265-5859.
Heiður Óttarsdóttir
Perla Kolka Pálsdóttir
Þórunn María Kolka Pálsdóttir
Óttar Páll Kolka Pálsson
Perla Kolka
Óttar S. Einarsson Hrönn Hákonardóttir
Elín Perla Kolka
Ása Kolka Haraldsdóttir
Margrét Kolka Haraldsdóttir
Björg Kolka Haraldsdóttir
og aðrir aðstandendur
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
Guðrún Kjarval
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu-
daginn 9. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hrafnhildur Tove Kjarval Robin Løkken
Jóhannes S. Kjarval Gerður Helgadóttir
Kolbrún S. Kjarval
Ingimundur S. Kjarval Temma Bell
María S. Kjarval Nielserik Hald
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Stefán Gunnar Jónsson
Birkivöllum 11, Selfossi,
andaðist á heimili sínu 3. maí. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.30.
Þór Stefánsson Sigríður Waage
Jóhanna H. Magnúsdóttir
Kristín B. G. Marx Erhard Marx
Stefán Þór Gunnarsson Elísa Rós Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
BOB MARLEY tónlistarmaður (1945-1981) lést þennan dag.
„Skemmtun dagsins í dag er daprar hugsanir
morgundagsins.“