Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 23

Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2011 3 Kynning Bryndís Torfadóttir, fram- kvæmdastjóri SAS á Íslandi, er illa haldin af astma og var búin að taka fjölmarga stera- og pensilínkúra frá áramótum. Fyrir vikið var bakteríuflóran í ójafnvægi og líðanin afleit. „Ég á fimm yndisleg barnabörn og hugsaði með mér að mig langaði ekki að vera þreytt og útbrunn- in amma. Ég vil eldast hress og kát og hafa gaman af hverjum degi og vil að barnabörnin fái að upplifa ömmu sína eldhressa og skemmtilega,“ segir Bryndís. Hún hefur að sögn alltaf verið efasemdamanneskja og tilheyrt hópnum sem stingur hausnum í sandinn. „Í vor var hins vegar eins og æðri máttarvöld tækju í taumana og fyrr en varði var ég búin að skrá mig á heilsuhótelið,“ segir Bryndís, sem dvaldi þar yfir páskana og lét páskalambið eiga sig að þessu sinni. „Ég mætti á föstudegi og ætl- aði upphaflega að keyra í bæinn til að sinna vinnunni, enda týpan sem hefur aldrei tíma og er alltaf á kafi í öllu mögulegu. Strax eftir helgina hringdi ég og afboðaði mig á alla fundi enda fann ég að ég þurfti að gefa mig alla í þetta, maður er hvort eð er úr leik ef heilsan bilar. Þegar ég hreyfði bílinn minn viku seinna til að kveðja dóttur mína á Kefla- víkurflugvelli sem var á leið til Kína leið mér eins og ég horfði á jörðina utan frá og þyrfti að keyra inn í hana. Svo mikil hafði afslöppunin og aftengingin við umheiminn verið.“ Bryndís gaf sig alla í meðferð- ina, fór í gönguferðir og gufu og endurskoðaði mataræðið frá grunni. „Maður hreinsar líkam- ann með gjörbreyttu mataræði og leggur frá sér allt nema hrátt og soðið grænmeti, safa og vatn. Síðan er málið að borða hollt, óunnið, mikið grænt, drekka vatn og safa og sofa vel. Þetta er í raun ekki flókið en getur þvælst fyrir fólki í daglegu lífi enda er svo auðvelt að nálgast allar óhollar skyndilausnir í mat og drykk. Það sem skiptir máli er að staldra við, læra hvernig á að byrja og mæli ég eindregið með því að gera það undir eftir- liti á heilsuhótelinu enda starfs- fólkið og andrúmsloftið yndis- legt.“ Bryndís segir fólk auk þess hvatt til að kveðja allar snyrti- vörur og nota þurrburstun og mælir sérstaklega með því enda þarf hreinsunin bæði að eiga sér stað að innan og utan. Bryndís segist afskaplega ánægð með dvölina á Heilsuhót- elinu og er viss um að hún muni fara þangað aftur. „Þetta var frá- bær byrjun á því sem eftir er af lífinu, sem ég ætla að lifa og njóta full af orku og heilbrigði. Líf mitt er í mínum höndum og ég ætla að virða það.“ Góð byrjun á því sem eftir er af lífinu Bryndís segir fólk bera ábyrgð á eigin lífi og að dvöl á Heilsuhótelinu sé góð byrjun fyrir þá sem séu komnir út af sporinu. Félagsráðgjafinn Herdís Hjörleifs- dóttir var búin að ganga lengi á umframorkubirgðirnar þegar hún tók ákvörðun sem að sögn breytti lífi hennar. „Haustið 2009 var ég búin að ganga í gegnum áföll og vera undir langvarandi álagi. Ég hafði ekki tekið mér sumarfrí í lengri tíma og var með alls kyns streitueinkenni. Það kom að því að ég sat heima hjá mér og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég tók upp símann og hringdi á Heilsuhótel- ið. Jónína Benediktsdóttir svaraði og sagði mér að koma um hæl. Ég setti ofan í tösku og þótt ég hafi ekkert vitað hvað ég var að fara út í var þetta besta ákvörðun sem ég hefði getað tekið. Ég vil meina að dvölin hafi bjargað lífi mínu og líðanin er allt önnur,“ segir Her- dís, sem dvaldi á hótelinu í tvær vikur í fyrsta skipti en hefur farið tvisvar sinnum í vikudvöl síðan. „Ég get síðan ekki beðið eftir því að komast aftur og ætla árlega héðan í frá. Mér finnst Jónína og starfsfólkið á staðnum vera að vinna frábært starf auk þess sem kyrrðin og hvíldin sem fæst út úr dvölinni er óviðjafnanleg.“ Herdís er með slitgigt og var illa haldin af verkjum áður en hún fór á hótelið í fyrsta skipti. „Ég er ennþá með kreppta fingur en verk- irnir eru alveg horfnir. Ég hafði fengið uppáskrifuð lyf og bólgu- eyðandi og var sagt að ég gæti ekkert gert með breyttu mataræði og lífsstíl. En annað kom á daginn og ég nota engin lyf í dag.“ Her- dís segir mikilvægt að halda lifn- aðarháttunum við og tekst henni það að mestu leyti. „Ég er þó mik- ill sykurfíkill og á það til að detta í það og því finnst mér mikilvægt að komast á hótelið með reglulegu millibili.“ Dvölin bjargaði mér Herdís var illa haldin af verkjum vegna slitgigtar en hefur ekki fundið fyrir þeim síðan hún dvaldi í fyrsta skipti á Heilsuhótelinu árið 2009. Heilsuhótel Íslands stendur fyrir leik á Facebook. Í verðlaun er helgardvöl fyrir tvo á Heilsuhótel- inu með öllu, allt frá nuddi og dekri til ferða í Bláa lónið að verðmæti 150.000 krónur. Það eina sem þarf að gera til að komast í pottinn er að „líka við“ Heilsuhótelið á Facebook, deila með öllum vinum og kvitta á vegg hótelsins. Dregið er úr nöfnum allra sem taka þátt og deila fyrir 2. júní 2011. www.heilsuhotel.is Helgardvöl fyrir heppna Nú gengur í garð annasamasti tími ársins hjá okkur og við hlökkum til þess að sjá ykkur á Heilsuhóteli Íslands. Flest stéttar- og starfsmannafélög, sjúkrasjóðir og fræðslusjóðir veita nú styrki fyrir þá sem koma til okkar. Næstu dagsetningar í heilsumeðferð eru: 13.-27. maí 17. júní-1. júlí 15.-29. júlí 12.-26. ágúst Bókið strax, takmarkaður fjöldi kemst að á hvert nám- skeið. Vinsamlegast farið inn á heimasíðuna okkar www. heilsuhotel.is. Þar má finna allar upplýsingar um heilsu- meðferðina. Best er að hafa samband við okkur í gegnum heilsa@heilsu- hotel.is eða hringja í okkur í síma 512 8040. Við hlökkum til að sjá ykkur. Kæru Heilsuvinir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.