Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2011 23 Óperukór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hafnar- borg í kvöld klukkan 20. Sungin verða nokkur kórverk úr heimi óperubókmenntanna með ein- söngvurum sem allir koma úr röðum kórfélaga. Einnig verða fluttir sviðsettir kaflar úr óperett- unni Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss undir leikstjórn Ingunn- ar Jensdóttur, sem einnig syngur með kórnum. Stjórnandi Óperukórs Hafnar- fjarðar er Elín Ósk Óskarsdóttir, sem á 25 ára söngafmæli í ár og heldur upp á það með tónleikum í sumar. Óperukór í Hafnarborg ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Stjórnar Óperu- kór Hafnarfjarðar í Hafnarborg í kvöld. Ef þú ert hjá Símanum skaltu grípa tækifærið og græja þig upp fyrir sumarið. Magnaðir miðvikudagar! 25% afsláttur af öllum GSM aukahlutum í dag Endemi nefnist nýtt tíma- rit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgis- dóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur,“ segir Lilja. „En í stað- inn fyrir að kvarta yfir því ákváð- um við að leggja eitthvað af mörk- um og búa til nýjan vettvang.“ Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starf- andi listakonum, ekki síst í neðan- jarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækk- andi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blað- ið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það.“ Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg.“ Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlað- varpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokk- urra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. bergsteinn@frettabladid.is Listin tekin af stallinum HEYR Á ENDEMI Lilja segir marga taka myndlistina of hátíðlega en markmið Endemi sé meðal annars að taka hana af stallinum sem margir upplifi myndlistina á og gera hana aðgengilegri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.