Fréttablaðið - 02.06.2011, Síða 4
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR4
LÖGREGLUMÁL Öryggi bæjarbúa
í Vestmannaeyjum og lögreglu-
manna sem þar starfa er stefnt í
hættu með áformum um að fækka
starfandi lögreglumönnum í eyj-
unum, að því er segir í ályktun
félagsfundar Lögreglufélags Vest-
mannaeyja.
Í dag starfa ellefu lögreglumenn
í Vestmannaeyjum, þar af níu sem
ganga vaktir. Fyrirhugað er að
fækka lögreglumönnum í átta, þar
af sex sem ganga vaktir.
„Það sér auðvitað hver maður
að með þessum skipulagsbreyt-
ingum mun lögreglan ekki geta
sinnt því hlutverki sem henni er
ætlað. Ljóst er að öryggi bæjar-
búa er sett í hættu sem og öryggi
þeirra lögreglumanna sem eiga að
starfa eftir hinu nýja fyrirkomu-
lagi,“ segir í ályktuninni.
Þar er bent á að lögreglan í Vest-
mannaeyjum verði að vera sjálfri
sér nóg til að bregðast við verk-
efnum sem upp geti komið, enda
ekki hægt að komast þangað á
skömmum tíma. Nái breyting-
arnar fram að ganga verður lög-
reglustöðin lokuð hluta nætur, og
aðeins einn lögreglumaður á vakt
á dagvöktum um helgar. - bj
Lögreglufélag Vestmannaeyja mótmælir boðaðri fækkun lögreglumanna:
Öryggi bæjarbúa stefnt í hættu
HERJÓLFUR Búast má við fjölgun ferða-
manna til Vestmannaeyja vegna Land-
eyjahafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
IÐNAÐUR Stefnt er að því hjá nýsköp-
unarfyrirtækinu Carbon Recycl-
ing International (CRI) að fram-
leiða vistvænt eldsneyti úr metanóli
fyrir fjölorkubíla og draga úr bens-
ínnotkun hér á næstu tveimur
árum. Ekki eru líkur á að verðið á
metanóllítranum verði mikið lægra
en á bensíni.
„Menn eru að reyna að finna aðra
orkugjafa en bensín því það verður
sífellt flóknara mál að sjá heimin-
um fyrir því,“ segir Benedikt Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri við-
skiptaþróunar hjá CRI.
Vinna er nú í fullum gangi við
byggingu fyrstu verksmiðju fyrir-
tækisins við Svartsengi á Reykja-
nesi. Gert er ráð fyrir að prófanir á
verksmiðjunni geti hafist í lok mán-
aðar og þrjátíu manns muni vinna
hjá fyrirtækinu, mest tæknimennt-
að fólk. Áætlað er að verksmiðjan
geti framleitt fimm milljón lítra af
endurnýjanlegu metanóli á ári.
Um fimmtíu manns vinna við
flutninga á tækjum og búnaði úr
skipi sem kom frá Bandaríkjunum
og lagði við bryggju í Helguvíkur-
höfn á þriðjudagskvöld. Flutningar
á búnaðinum hófust í gær. Heildar-
þungi hans er tvö hundruð tonn.
Stærsta einingin vegur 42 tonn og
er 23 metra há, sem er álíka hæð og
á átta hæða blokk.
CRI hefur þróað aðferð til að
framleiða vistvænt metanól úr kol-
tvísýringi sem fenginn er úr jarð-
gufunum úr túrbínum orkuvers-
ins í Svartsengi. Metanólið verður
blandað við bensín og má setja það
á venjulegar bílvélar. Hugsanlegt er
að blandan komi á markað í haust.
Í fyrstu er gert ráð fyrir að aðeins
þrjú prósent af metanóli fari saman
við 97 prósent af bensíni.
„Þetta er fyrsta skrefið í þá átt
að framleiða miklu meira af met-
anóli,“ segir Benedikt. Hann bætir
við að í Bandaríkjunum og Evrópu
sé áhersla lögð á framleiðslu
fjölorkubíla, sem geti gengið fyrir
blöndu alkóhóls og bensíns í nánast
hvaða hlutföllum sem er. Því megi
auka hlutfall metanóls í bensín-
lítranum, jafnvel allt upp undir 85
prósent eins og gert sé með etanól í
Svíþjóð. Nokkur þúsund slíkir bílar
eru þegar á götunum hér.
„Við erum að velta fyrir okkur
að þróa sambærilega blöndu úr
metanóli,“ segir hann. Kaupa þarf
sérstakan fjölorkubíl þegar hlutfall
metanólsins eykst. Þá þarf CRI að
vinna með olíufélögunum að rann-
sóknum og þróun á því og stærri
verksmiðju. Viðræður standa þegar
yfir við Landsvirkjun um byggingu
stærri verksmiðju við Kröflu.
jonab@frettabladid.is
Stefnt að því að ýta
bensíni til hliðar
Framkvæmdir við verksmiðju Carbon Recycling eru á lokastigi. Búnaður var
fluttur í hana í gær. Neytendur ættu að geta keypt bensín blandað vistvænu
eldsneyti í haust. Stefnt er að því að auka hlut metanóleldsneytis eftir tvö ár.
STÓR TÆKI FLUTT INN Í LAND Flutningaskipið BBC France lagði úr höfn með tvö
hundruð tonn af búnaði fyrir metanólverksmiðju CRI um miðjan maí. Það lagðist að
bryggju í fyrrakvöld. Þyngstu einingarnar vega 42 tonn. Reiknað er með því að fara
þrjár ferðir með búnaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MEXÍKÓ, AP Tíu lögreglumenn, þar
á meðal lögreglustjóri, eru í hópi
25 manna sem hafa verið hand-
teknir í átaki gegn eiturlyfjaklík-
unni Zetunum undanfarið.
Yfirvöld í fylkinu Hidalgo
í miðhluta landsins handtóku
nokkra lágt setta meðlimi Zet-
anna, sem bentu þeim á lögreglu-
mennina. Þeir höfðu veitt glæpa-
mönnum vernd gegn greiðslu.
Þúsundir manna hafa látið lífið
í harðvítugri baráttu gegn eitur-
lyfjaklíkum um allt land síðustu
misseri. - þj
Eiturlyfjastríðið í Mexíkó:
Spilltar löggur
handteknar
ORKUMÁL Alls voru veittar 27,4
milljónir króna í styrki úr Orku-
sjóði í gær, en þá voru fimmtán
rannsóknar- og kynningarverkefni
styrkt. Alls bárust 52 umsóknir
um samtals 133 milljónir króna.
Hæsta styrkinn hlaut verkefni
um tilraunahverfil fyrir sjávar-
fallavirkjanir, alls 4,2 milljón-
ir króna. Þá voru veittar fjórar
milljónir króna til verkefnis um
að skapa eldsneyti úr lífmassa
með háhitagösun og 3,6 milljónir
króna til eldsneytisframleiðslu úr
örverum. - kóp
Styrkveiting úr Orkusjóði:
Innlendir orku-
gjafar styrktir
VÍSINDI Kólnandi veðurfar á
Grænlandi gæti hafa orðið
til þess að byggðir norrænna
manna lögðust af, samkvæmt
niðurstöðum vísindamanna.
Víkingar námu land á Græn-
landi í lok 10. aldar, en byggð
þeirra lagðist af á 15. öld. Með
rannsóknum á vötnum sunnar-
lega á Grænlandi hefur nú verið
leitt í ljós að meðalhiti þar lækk-
aði um fjórar gráður á áttatíu ára
tímabili við upphaf 15. aldar.
Fræðimenn sem unnið hafa að
rannsóknum á hitastiginu benda
þó á að fleira spili inn í brott-
hvarf norrænu nýbúanna, svo
sem átök þeirra við Inúíta og
hversu afskekkt byggðin var. - bj
Víkingar flýðu kalt Grænland:
Snarkólnaði á
áttatíu árum
SAMGÖNGUR Vegagerðin verður
ekki við beiðni Ísafjarðarbæjar
um aukna götulýsingu á
Suðureyri og Flateyri.
Á bb.is segir að Vegagerðin
hafi svarað því til með bréfi
að ekki sé hægt að verða við
beiðninni sökum niðurskurðar.
„Í umræðunni er að stytta
verulega lýsingartíma eða jafn-
vel að hætta alveg að lýsa ein-
staka vegi. Eðlilegast er að stefna
að því að vegir séu ekki notaðir
sem gönguleiðir enda getur af
því stafað hætta,“ segir í bréfinu
Vegagerðarinnar. - þj
Fjárskortur Vegagerðarinnar:
Ekki fjármagn
í götulýsingar
KULDI Meðalhiti á Grænlandi lækkaði
verulega um svipað leyti og byggð
norrænna manna lagðist í eyði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FRÁ SUÐUREYRI Vegagerðin segist ekki
hafa fjármagn til að auka götulýsingu á
Suðureyri og Flateyri.
Menn eru að reyna
að finna aðra orku-
gjafa en bensín því það
verður sífellt flóknara mál að
sjá heiminum fyrir því.
BENEDIKT STEFÁNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐSKIPTAÞRÓUNAR
Í Fréttablaðinu á laugardag var rang-
lega haft eftir Friðriki J. Arngrímssyni,
framkvæmdastjóra LÍÚ, að munurinn
á því verði sem miðað er við þegar
sjómönnum eru greidd laun, í þeim
tilvikum þar sem fiskur kemur frá
eigin útgerð, og verði á fiskmarkaði
skýrðist af sölukostnaði. Friðrik sagði
að sölukostnaður væri dreginn frá
þegar þessi munur væri reiknaður,
ekki að sölukostnaður skýrði muninn.
ÁRÉTTING
GENGIÐ 01.06.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,7478
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,47 115,01
188,02 188,94
164,64 165,56
22,079 22,209
21,279 21,405
18,489 18,597
1,4077 1,4159
183,02 184,12
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Gleraugnaverslunin þínPIPA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
15
9
0
SÓLGLER
með styrkleika
fylgja kaupum á
gleraugum í júní
MJÓDDINNI
Álfabakka 14
Opið: virka daga 9–18
og laugardaga 11–15
FIRÐI
Fjarðargötu 13–15
Opið: virka daga 10–18
og laugardaga 11–16
AKUREYRI
Hafnarstræti 95
Opið: virka daga 9–17.30
SELFOSS
Austurvegi 4
Opið: virka daga 10–18
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
23°
23°
21°
23°
20°
19°
19°
21°
22°
19°
25°
32°
22°
20°
16°
20°
Á MORGUN
5-13 m/s.
LAUGARDAGUR
8-13 m/s, hvassara á
annesjum NV-til.
7
7
4
10
10
10
12
6
8
5
5
4
6
7
8
6
5
2
7
3
4
5
12
9
8
8
7
12
13
10
9
8
GÓÐVIÐRI víðast
hvar á landinu í
dag þar sem vindur
verður tiltölulega
hægur. Einnig
verður að teljast
nokkuð milt í veðri
miðað við fyrri
vikur. Það bætir í
vindinn á morg-
un og áfram eru
líkur á smáskúrum
vestan til á landinu
næstu daga.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður