Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 19
FIMMTUDAGUR 2. júní 2011 19
Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri
konu. Okkur dreymdi um að
við mundum búa saman þangað
til ég færi á elliheimili. En hún
flutti og fór í sambýli.
Svo fékk ég aðra konu til að
búa með mér en það gekk ekki
upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu
hæð með fallegu útsýni.
Á fimmtudögum fæ ég
aðstoð með matarinnkaup. Og
um kvöldið kemur maður sem
aðstoðar mig við matargerðina.
Mér finnst að við eigum að
fá að ráða hvern við fáum inn
á heimili okkar. Það er út af
því að þeir sem sinna okkur
senda bara fólk og okkur líkar
kannski ekki við það.
Áður fyrr þá vann ég á vernd-
uðum vinnustað bæði á Íslandi
og í Danmörku. Í Danmörku var
meira blandað á vinnustaðnum
heldur en hér á Íslandi.
Ég fór út árið 1977 og var þar
í fimmtán ár. Ég gæti hugsað
mér að búa með annarri mann-
eskju sem mér líkar við og
mætti hafa val um að búa með.
Faðir minn var framsýnn
maður. Löngu áður en farið var
að tala um kjarnaíbúðir sá hann
fyrir sér að framtíðin fyrir
mig væri að búa í íbúð og fá
notenda væna aðstoð. Ég er búin
að sækja um kjarnaíbúð. Þá er
fólk til staðar ef á þarf að halda.
Frændur okkar í Færeyjum búast nú til að setja sér
nýja stjórnarskrá. Það hefðu
þeir kannski helzt átt að gera
strax eftir hrunið þar 1989-93,
miklu dýpra hrun en varð hér
heima 2008. Hrun Færeyja varð
til þess, að landsframleiðslan
skrapp saman um þriðjung líkt
og gerðist í Sovétríkjunum sál-
ugu um svipað leyti. Fimmti hver
Færeyingur flúði land, en helm-
ingur hinna brottfluttu skilaði
sér heim aftur nokkru síðar. Hér
heima hefur landsframleiðslan til
samanburðar ekki dregizt saman
nema um tíu prósent frá hruni,
sem er ærið samt, og fólksfjöld-
inn minnkaði úr 320.000 fyrir
hrun í 317.000, en hann er nú
318.500, segir Hagstofan. Hrun
Færeyja varð frændum okkar
þar að ýmsu leyti til blessunar
þrátt fyrir erfiðleikana, sem á
þeim dundu. Þeir þiggja nú mun
minni fjárhagsaðstoð frá Dönum
en áður, því að hrunið leiddi
þeim fyrir sjónir spillinguna og
ábyrgðarleysið, sem leiddi meðal
annars af ríflegum fjárveiting-
um Dana til Færeyja fyrir hrun.
Styrkari stjórnsýsla
Færeyingar brugðust við hruninu
með því að skerpa myndarlega
á stjórnsýslu landsins eins og
Klemens Ólafur Þrastarson
blaðamaður lýsti í fjórum löngum
fréttaskýringum í Fréttablaðinu
í október 2009. Til dæmis var
reglum um sambandið milli
landsstjórnarinnar og þingsins í
Þórshöfn breytt þannig, að þing-
menn verða nú að hætta á þingi,
verði þeir ráðherrar. Tillaga um
sömu tilhögun hér heima liggur
nú fyrir Stjórnlagaráði. Kaj Leo
Johannesen, lögmaður Færeyja,
sagði við Fréttablaðið (15. októ-
ber 2009, bls. 18): „Við styrktum
stjórnsýsluna. Hver ráðherra var
látinn bera ábyrgð á sínum gjörð-
um. Áður var ábyrgðinni dreift á
ríkisstjórnina í heild. Síðan 1995
hafa 20 til 25 ráðherrar þurft að
segja af sér vegna þessa. Þetta
er mjög mikilvægt því þetta er
lítið land.“ Af þessu má ráða, að
Færeyingar tóku alvarlega nauð-
synina á að draga úr líkum þess,
að efnahagur landsins hryndi
öðru sinni af völdum bresta í
stjórnsýslunni.
Fýsileg ákvæði
Nú hyggjast Færeyingar ganga
skrefi lengra og setja sér nýja
stjórnarskrá. Þar er að finna
mörg fýsileg ákvæði. Um eignar-
rétt segir svo í færeysku stjórn-
arskrárdrögunum: „Allar ognir
og øll rættindi eru vard fyri
ágangi.“ Þetta hlýtur að eiga að
duga meðal annars til að girða
fyrir, að búfjáreigendur beiti
búpeningi sínum á annarra lönd,
enda eru Færeyjar iðjagrænar.
Tillögum þeim, sem liggja nú
fyrir stjórnlagaráði, er með líku
lagi ætlað að verja land og aðrar
eignir fyrir ágangi, en umhverf-
isákvæðið hefst á þessum orðum:
„Náttúra Íslands er friðhelg.
Hverjum og einum ber að virða
hana og vernda. Nýtingu sameig-
inlegra auðlinda þjóðarinnar skal
haga svo að þær skerðist ekki
til langframa og réttur komandi
kynslóða sé virtur.“
Í færeyska kaflanum um auð-
lindir og umhverfi („Tilfeingi
og umhvørvi“) segir svo: „(1)
Myndugleikarnir varða um til-
feingi landsins. (2) Tá vunnið
verður úr landsins tilfeingi, skal
landið antin krevja viðurlag ella
tryggja øllum vinnurætt. (3)
Margfeldið á landi og á havleið-
um landsins, sum privat ikki
eiga, er tilfeingi og ogn fólks-
ins. (4) Landið tryggjar, at bæði
almenna og privata tilfeingi
landsins verður umsitið á sjálv-
berandi hátt við umsorgan fyri
umhvørvinum.“ Þetta þýðir, að
þjóðin á auðlindirnar (grein 3)
og tekur gjald fyrir afnot þeirra
eða tryggir öllum jafnan aðgang
að þeim (grein 2). Umgengni við
auðlindir og umhverfi verð-
ur að vera sjálfbær (grein 4).
Þessi texti er í góðu samræmi
við tillögur að sams konar auð-
lindaákvæðum, sem liggja fyrir
Stjórnlagaráði, en þar segir
í upphafi: „Náttúruauðlind-
ir Íslands eru sameiginleg og
ævarandi eign þjóðarinnar. Þær
ber að nýta á sjálfbæran hátt til
hagsbóta öllum landsmönnum.“
Hvers konar land?
Félagslegt réttarríki
Ólíkt öðrum norrænum þjóðum
hyggjast Færeyingar hefja
stjórnarskrá sína á formála, eins
konar viljayfirlýsingu í fyrstu
persónu fleirtölu:
„Vit, Føroya fólk, samtykkja
hesa stjórnarskipan. Hon er
grundvøllur undir stýri okkara,
ið skal tryggja frælsi, trygd
og trivnað. Vit bygdu landið í
fornari tíð og skipaðu okkum
við tingi, lógum, rættindum og
skyldum. Vit hava hildið ting
til henda dag og skipað okkum
eftir tørvi okkara um landið alt.
Føroyar hava í øldir samstarvað
við onnur lond og ríki. Einki
kann tó køva sjálvræði landsins
ella sjálvsavgerðarrætt okkara.
Landsins egnu lógir eru einans
tær, sum gjørdar eru á rættan
hátt í landinum sjálvum eftir
fólksins vilja. Føroyar verða
skipaðar eftir nútíðar tørvi og
eftir siðaarvi okkara við fólk-
aræði, løgræði, rættindum og
skyldum. Allar lógir og siðvenj-
ur skulu virða hesa stjórnarskip-
an. Eingin lóg ella siðvenja má
tí vera hildin at hava gildi, bara
tí hon er eldri enn henda skipan
ella hevur virkað í langa tíð.“
Í Stjórnlagaráði er rætt um að
hafa sama háttinn á með því að
hefja nýja stjórnarskrá á skýrri
viljayfirlýsingu um, hvers konar
land við viljum byggja.
Af þessu má ráða, að Færeyingar tóku
alvarlega nauðsynina á að draga úr líkum
þess, að efnahagur landsins hryndi öðru
sinni af völdum bresta í stjórnsýslunni.
Í DAG
Þorvaldur Gylfason
prófessor
Færeyingar setja sér stjórnarskrá Að flytja
að heiman
Réttindi fatlaðra
Ingibjörg Rakel
Bragadóttir
sendiherra samnings
Sameinuðu þjóð anna
um réttindi fatlaðs fólks
ÆTLAR
VELFERÐAR-
STJÓRNIN
AÐ RÁÐAST
Á GAMLA
FÓLKIÐ OG
ÖRYRKJANA?
Alþýðusamband Íslands skorar á þing-
menn Samfylkingar og VG að hafna
áformum ríkisstjórnarinnar um að
skerða áunnin lífeyrisréttindi félags-
manna Alþýðusambandsins með sér-
stakri skattlagningu á hreina eign
lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris.
Fyrir liggur að réttindi þeirra opinberu
starfsmanna, sem aðild eiga að LSR
eða lífeyrissjóðum bæjarstarfsmanna,
eru tryggð af ríki og sveitarfélögum
og því lendir þessi skattlagning ein-
hliða á lífeyrisþegum á almenna
markaðinum. Það skýtur skökku við
að skattleggja einungis þá elli- og
örorkulífeyrisþega sem minnst réttindi
hafa. Þetta eru einkennileg vinnu-
brögð hjá ríkisstjórn sem kennir sig við
velferð og hefur nýverið gefið fyrirheit
um að jafna réttindi lífeyrisþega á
almenna vinnumarkaðinum til sam-
ræmis við aðra hópa.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
N
M
4
7
0
11