Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 2
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR2
Gunnar, átti ekki að vera betra
að sleppa bara öllum stór-
löxunum?
„Fyrst þarf að klappa þeim og kjassa
og taka myndir. Svo mega þeir fara
þegar sýningu lýkur.“
Gunnar Helgason kveðst loks hafa landað
stærri löxum en Ásmundur tvíburabróðir
hans með því að leikstýra Agli Ólafssyni,
Jóhannesi Hauki Jóhannessyni, Kjartani
Guðjónssyni og Jóhanni G. Jóhannssyni í
verki sem setja á upp í Austurbæ.
SKIPULAGSMÁL Fyrsti samningur-
inn vegna götu- og torgsölu var
undirritaður í gær. Var það gert
í samræmi við nýjar reglur sem
samþykktar voru í borgarráði í
apríl síðastliðnum um slíka starf-
semi.
Fyrsti söluvagninn verður á
Skólavörðuholti við Frakkastíg
og er hann í eigu fyrirtækisins
Frico ehf. Gert er ráð fyrir að
sala hefjist í næstu viku. Hægt
er að nálgast umsóknargögn um
götu- og torgsölu á vef Reykja-
víkurborgar. Framkvæmda- og
eignasvið fer með leyfisveitingar.
- sv
Fyrsti götusölusamningurinn:
Vagn verður á
Skólavörðuholti
LÖGREGLUMÁL Sú ákvörðun innan-
ríkisráðherra að veita Geirmundi
Vilhjálmssyni lausn frá starfi
fangelsisstjóra á Kvíabryggju um
stundar sakir var rétt, samkvæmt
niðurstöðu nefndar fjármálaráðu-
neytis um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins.
Geirmundur, sem taldi ákvörð-
unina óréttmæta og síðar óupp-
lýsta, sætir rannsókn hjá lögregl-
unni á höfuðborgar svæðinu vegna
meintra auðgunarbrota hans á
kostnað fangelsisins. Rannsóknin
er á lokastigi, að sögn lögreglu.
Að því er fram kemur í gögnum
sem nefndin hefur aflað hefur lög-
reglan að undanförnu rannsakað
rúmlega fjörutíu tilvik, þar sem
grunur leikur á að fangelsis stjórinn
fyrrverandi hafi dregið sér fjár-
muni eða verðmæti í eigu fangels-
isins. Við rannsókn málsins leitaði
lögregla á heimili Geirmundar og
í sumarhúsi í eigu föður hans. Við
leitina lagði lögregla hald á ýmsa
muni sem taldir eru í eigu fangels-
isins, þar á meðal ýmis verkfæri,
varahluti í bifreiðar og hjólbarða.
Þá kemur fram að Fangelsis-
málastofnun hafði áður en til rann-
sóknarinnar kom gert skriflega
athugasemd við Geirmund vegna
mikilla innkaupa fangelsisins frá
fyrirtækinu N1. Samkvæmt sölu-
yfirliti frá N1 höfðu seldar vörur
frá fyrirtækinu farið úr ríflega 1,4
milljónum vegna ársins 2009 í rúm-
lega 3,5 milljónir fyrstu tíu mánuði
árs 2010.
Ríkisendurskoðun gerði athuga-
semdir við innkaup til fangelsisins
að upphæð 1,7 milljónir króna á tíu
mánaða tímabili 2010, þar sem hið
keypta fannst ekki í fangelsinu,
tengdist ekki starfsemi þess eða
bókhaldsgögn fundust ekki fyrir.
Gögn sem lögð hafa verið fram
sýna að fimmtíu til sextíu sinnum
í mánuði voru gerð smávægileg
innkaup fyrir fangelsið í matvöru-
versluninni Samkaupum í Grundar-
firði, þrátt fyrir fyrir mæli um hag-
kvæm innkaup frá birgjum eða
lágvöruverðsverslunum, að því er
fram kemur í niðurstöðum nefndar-
innar.
Stór hluti innkaupanna reyndist
munaðar vara sem ekki var á boð-
stólum í fangelsum ríkisins, svo sem
kjúklingalundir, regnbogasilungur,
sælgæti, gosdrykkir og fleira.
Geirmundur og eiginkona hans
stunduðu inn kaupin að mestu. Í
sumum tilvikum kvittuðu fangar
fyrir móttöku á vörum, en fangelsis-
stjórinn samþykkti reikningana í
öllum tilvikum.
jss@frettabladid.is
Grunaður um rúm
40 auðgunarbrot
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að ljúka rannsókn á meintum auðgunar-
brotum fyrrverandi fangelsisstjóra á Kvíabryggju. Um er að ræða rúmlega 40 til-
vik þar sem hann er grunaður um að hafa dregið sér fé eða muni fangelsisins.
KVÍABRYGGJA Nefnd fjármálaráðuneytis um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kemst að þeirri niðurstöðu að rétt hafi verið
af innanríkisráðherra að veita fyrrverandi fangelsisstjóra tímabundið lausn frá störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VIÐSKIPTI „Það er engum til góðs
að skilanefndir verði til sjálfs
sín vegna um langt árabil,“ segir
Árni Páll Árnason, efnahags- og
viðskiptaráðherra.
Hann lagði fram stjórnar-
frumvarp um eftirlit með
skila nefndum gömlu bank-
anna á Alþingi fyrir mánuði. Í
breytingar tillögu við frumvarpið
í viðskiptanefnd á þriðjudag var
lagt til sólarlagsákvæði sem felur
í sér að skilanefndir verði lagð-
ar niður um næstu áramót og að
slita stjórnir taki við starfi þeirra.
Skilanefndir voru settar yfir
bankana þegar
þeir fóru á hlið-
ina í október
árið 2008. Þær
hafa séð um
þrotabúin fyrir
hönd kröfuhafa.
„Fjármála-
stofnanir eru
nú í limbói þar
til leyst verður
úr gjaldþrotum
þeirra og þeim komið í hendur
raunverulegra eigenda,“ segir
Árni Páll og áréttar mikilvægi
þess að kröfuhafar bankanna taki
við rekstri þeirra svo þeir geti
haft viðskipti með hluti í þeim.
„Menn telja óheppilegt að gera
þetta í miðju ferli en það ætti
ekki að breyta miklu fyrir starf-
semina. Skilanefndin fær þá tíma
til að klára ýmis mál, svo sem söl-
una á Iceland Foods,“ segir Páll
Benediktsson, upplýsingafulltrúi
skilanefndar gamla Lands-
bankans.
Gamla Kaupþing er að hefja
nauðasamningaferli. Ekki náð-
ist í Árna Tómasson, formann
skilanefndar Glitnis, við vinnslu
fréttar innar. - jab
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Efnahags- og viðskiptaráðherra vill að skilanefndir bankanna hætti um áramótin:
Biðstaða hjá gömlu bönkunum
NÁTTÚRA Fiðrildagildra hefur
verið sett upp í þjóðgarðinum
Snæfellsjökli í samstarfi við
Náttúrustofu Vesturlands, en
slíkar gildrur eru komnar all-
víða um landið. Fylgst verður
með hvaða tegundir koma og hve-
nær, en ferðir fiðrilda þykja gefa
góða vísbendingu um breytingar
í náttúrunni sem mikilvægt er að
vakta.
Landverðir þjóðgarðsins munu
líta eftir gildrunni og koma afl-
anum á Náttúrustofuna til grein-
ingar. Hingað til hefur aflinn
verið heldur rýr enda hefur verið
kalt í veðri og vindasamt. - shá
Náttúran vöktuð með gildru:
Safna fiðrildum
í þjóðgarðinum
RAUÐUR AÐMÍRÁLL Þetta fiðrildi tyllti
sér niður á fífil við bæinn Skarð í Lands-
sveit. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Frjáls för fólks er hagkvæm
Aðild að Schengen-samningnum
hefur haft góð áhrif á vinnumarkað-
inn og efnahagslífið í Sviss, sam-
kvæmt nýrri rannsókn efnahags-
málaráðuneytisins þar í landi. Tuttugu
prósent íbúa í Sviss eru aðflutt.
EVRÓPUMÁL
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur yfir fimmtugri konu,
Bergþóru Guðmundsdóttur, sem
dæmd var í tveggja og hálfs árs
fangelsi fyrir ýmis brot.
Konan var meðal annars dæmd
fyrir að stinga aðra konu tvívegis
í höfuðið með eldhúshnífi í fyrra.
Fórnarlambið hlaut tvo skurði á
höfði og kúlu á hnakka. Þá var
konan jafnframt dæmd fyrir að
kveikja í fataskáp í klefa sam-
fanga síns í febrúar á þessu ári
með þeim afleiðingum að fatn-
aður og önnur verðmæti eyði-
lögðust. Loks var hún dæmd fyrir
þjófnað úr fataverslun. - jss
Í tvö og hálft ár inni:
Stakk konu
tvisvar í höfuð
EVRÓPUMÁL Evrópuþingið á að
birta umdeilda skýrslu frá 2008
um hvernig Evrópuþingmenn
misnotuðu sporslukerfi sem
ætlað var aðstoðarmönnum þing-
manna. Um þetta er mælt í nýjum
úrskurði almenns dómstóls ESB.
Írskur þingmaður sem kærði
málið eftir að þingið neitaði
honum um skjalið á þeim forsend-
um að birting þess ógnaði rann-
sóknarhagsmunum.
Að því er fram kemur á eu-
observer.com gæti evrópuþingið
áfrýjað úrskurðinum til Evrópu-
dómstólsins. Innan þess mun þó, í
þágu gagnsæis, þrýst á um að það
verði ekki gert. - kóþ
Dómstóll ESB úrskurðar:
Evrópuþingið
láti spillingar-
skýrslu í ljós
VIÐSKIPTI Jarðboranir hafa samið við ný-sjálenska
orkufyrirtækið Mighty River Power um stóra fram-
kvæmd þar í landi. Samningurinn, sem er metinn
á þrjá milljarða króna, verður undirritaður síðar í
mánuðinum.
„Þetta er afar ánægjuleg niðurstaða, enda stærsta
og metnaðarfyllsta verkefni sem við höfum ráðist í
erlendis. Jarðboranir urðu hlutskarpastar í alþjóð-
legu útboði sem fjöldi borverktaka tók þátt í,“ segir
Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, og bætir
við: „Mighty River Power gerði í útboðinu kröfur
um tæknilega þekkingu og alþjóðlega vottun á sviði
umhverfis- og öryggismála, auk þess sem reynsla
af viðlíka verkefnum var skilyrði. Við stóðumst
þessar kröfur og höfum fundið fyrir því að Jarð-
boranir njóta trausts á alþjóðlegum bormarkaði,
ekki síst vegna reynslu fyrirtækisins af jarðhita-
framkvæmdum á Íslandi og víðar.“
Verkefnið felst í borunum eftir jarðhita á
jarðhita svæði sem nefnist Ngatamariki á nyrðri
eyju Nýja-Sjálands. Jarðhitann á að nota til raforku-
framleiðslu. Týr, stærsti bor landsins, verður flutt-
ur yfir hálfan hnöttinn vegna verkefnisins. Þá er
gert ráð fyrir að á fjórða tug sérfræðinga fari utan.
Jarðboranir hafa markaðssett fyrirtækið víða
undanfarin misseri og segir Bent það framtak vera
að skila árangri. - mþl
Jarðboranir gera þriggja milljarða króna samning við ný-sjálenskt orkufyrirtæki:
Fá stórt verkefni á Nýja-Sjálandi
NGATAMARIKI Jarðboranir munu bora eftir jarðhita á jarð-
hitasvæði sem nýta á til raforkuframleiðslu. MYND/JARÐBORANIR
ATVINNA Kópavogsbær hefur ráðið
hundrað ungmenni frá átján ára
aldri við skógræktarverkefni í
bænum í sumar. Ráðningin er
liður í atvinnuátaki bæjarins,
Skógræktarfélags Íslands, Skóg-
ræktarfélags Kópavogs og Vinnu-
málastofnunar.
Öll ungmenni, sem synjað var
um sumarvinnu en sóttu um í
átakinu voru ráðin. Alls fá um 710
ungmenni í Kópavogi frá sautján
ára aldri vinnu hjá bænum í
sumar. Allir 14 til 16 ára ungling-
ar fá vinnu. - ibs
Sumarstörf ungra í Kópavogi:
Hundrað til við-
bótar fá vinnu
SPURNING DAGSINS
Dala Feta fyrir þá
sem gera kröfur
ms.is