Fréttablaðið - 10.06.2011, Síða 4
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR4
GENGIÐ 09.06.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,7145
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,63 114,17
186,53 187,43
165,82 166,74
22,231 22,361
21,033 21,157
18,304 18,412
1,4184 1,4266
182,93 184,03
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
SÝRLAND Fjöldi fólks hefur flúið
frá Sýrlandi til Tyrklands frá því
á miðvikudagskvöld. Óttast er að
árás á borgina Jisr al-Shughour sé
yfirvofandi. Stjórnvöld segja að þar
hafi vopnaðir hópar uppreisnar-
manna drepið yfir 120 öryggis-
sveitarmenn.
Sjónarvottar hafa sagt að tugir
þúsunda hermanna haldi sig nú í
nálægum bæjum í héraðinu Idlib
og að fjöldi skriðdreka hafi nánast
umkringt Jisr al-Shughour.
Tyrknesk yfirvöld segja að yfir
2.500 manns hafi flúið til landsins
frá Sýrlandi.
Settar hafa verið upp flótta-
mannabúðir fyrir fimm þúsund
manns í bænum Yayladagi og áætl-
að er að reisa aðrar í nálægum bæ.
Forsætisráðherra Tyrklands,
Recep Tayyip Erdogan, segir að
flóttafólki verði áfram hleypt inn
í landið. Hann hvatti þó sýrlensk
stjórnvöld til þess að gera þær
breytingar sem mótmælendur
vilji, til þess að koma á ró.
Embættismenn í Sýrlandi hafa
hins vegar neitað því að um fólks-
flótta úr landinu sé að ræða,
heldur séu þetta Sýrlendingar að
heimsækja ættingja sína sem eigi
heima hinum megin við landa-
mærin.
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að
yfirvöld í Sýrlandi væru að reyna
að berja almenning til hlýðni. Mót-
mæli í landinu hafa nú staðið í
ellefu vikur. Pillay segir að 1.100
karlar, konur og börn hafi látist
síðan mótmælin hófust. Hún kvað
morð á þrettán ára gömlum dreng,
sem virtist hafa verið pyntaður og
svo skotinn, sýna að stefna stjórn-
valda við að bæla niður mótmælin
með öllum ráðum væri siðlaus og
ólögleg. - þeb
Þúsundir hafa flúið frá Sýrlandi yfir til Tyrklands af ótta við stigvaxandi átök í landinu:
Siðlausar og ólöglegar aðgerðir stjórnvalda
ERDOGAN Forsætisráðherra Tyrklands
segir að tekið verði við öllu flóttafólki frá
Sýrlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKIPULAGSMÁL Allt að 300 nýjar
stúdentaíbúðir munu brátt rísa
á háskólasvæði Háskóla Íslands.
Í ályktun frá Stúdentaráði
Háskóla Íslands (SHÍ) er tíðind-
unum fagnað þar sem þörfin
fyrir íbúðunum sé mikil.
Mörg hundruð stúdentar eru
á biðlista eftir íbúðunum og
getur Félagsstofnun stúdenta nú
annað þeirri eftirspurn, að því
er segir í ályktuninni. - sv
SHÍ fagnar nýjum íbúðum:
Nær 300 nýjar
stúdentaíbúðir
VIÐSKIPTI Stefnt er að því að
kröfuhafar N1 taki félagið yfir
eftir að fjárhagslegri endur-
skipulagningu lýkur í næstu
viku. Kröfuhafar taka bæði
yfir móður félagið BNT, olíu-
verslunina N1 og fasteignafélagið
Umtak. Stefnan er sett á að skrá
fyrirtækið á hlutabréfamarkað
eftir um ár.
Samkvæmt drögum að sam-
komulagi sem lá fyrir um endur-
skipulagninguna í apríl breyta
lánardrottnar skuldum N1, fast-
eignafélagsins Umtaks og móður-
félagsins BNT í hlutafé.
Skuldir N1 námu 19,3 milljörð-
um króna í lok júní í fyrra að við-
bættu 9,2 milljarða gjaldföllnu
láni BNT sem N1 var í sjálfskuld-
arábyrgð fyrir. Skuldir BNT og
Umtaks eru í erlendum mynt-
um og námu um sextíu milljörð-
um króna seint á síðasta ári. Við
endur skipulagninguna verður
eigið fé um fimmtíu prósent og
fara skuldir niður í um 8,5 millj-
arða króna. Það svarar til fjór-
falds rekstrarhagnaðar N1.
Hermann segir skuldastöðuna
hæfilega að endurskipulagningu
lokinni.
Hann bendir á að erfitt sé að
henda reiður á verðmæti N1 nú
um stundir. Skýrist það ekki síst
af því að eignir Umtaks verða
lagðar inn í N1 og verður greitt
fyrir með hlutafé. Sömuleiðis
verður hluta af skuldum BNT
breytt í hlutafé.
„Staðan mun væntanlega ekki
skýrast fyrr en félagið verður
skráð á markað. Þá munu menn
Stefnt að yfirtöku
á N1 eftir helgina
Olíuverslunin N1 og fasteignafélagið Umtak verða eitt félag að lokinni fjárhags-
legri endurskipulagningu. Skuldir sameinaðs félags lækka um rúman helming.
Stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað eftir ár.
VIÐ DÆLUNA Engar mannabreytingar eru fyrirhugaðar eftir yfirtöku kröfuhafa á N1,
að sögn forstjórans Hermanns Guðmundssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Væntanlegir eigendur N1
Hluthafar Eignahlutur
Arion banki 39%
Íslandsbanki 31%
Lífeyrissjóðir 21%
Aðrir kröfuhafar 9%
■ Eignarhaldsfélagið BNT var stofnað
í febrúar árið 2006 í tengslum
við kaup eigenda Bílanausts og
fleiri fjárfesta á Olíufélaginu ESSO.
Kaupverð nam 10,2 milljörðum
króna.
■ Rekstur Bílanausts og Olíufélagsins
var sameinaður undir merkjum N1
árið 2007.
■ Allar fasteignir sameinaðs félags
voru færðar inn í fasteignafélagið
Umtak og varð það dótturfélag N1.
■ Bræðurnir Benedikt og Einar
Sveinssynir, kenndir við Eng-
eyjarættina, áttu helmingshlut í
BNT í gegnum fjárfestingarfélögin
Mátt og Hafsilfur. Staða félaganna
veiktist verulega eftir bankahrunið,
ekki síst eftir að Íslandsbanki tók
yfir stóran hlut Máttar í Icelandair
Group.
■ Fram kemur í rannsóknarskýrslu
Alþingis að Máttur og BNT voru
umsvifamiklir lántakendur Glitnis
með tæplega 100 milljóna evra
lán hvor við fall bankans. Það
jafngildir í kringum 32 milljörðum
króna.
■ Nokkurn veginn sömu stjórnar-
menn eru í BNT og N1. Stjórnin
mun fara frá þegar endurskipu-
lagningu lýkur. Eina breytingin áður
varð þegar Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins og
sonur Benedikts Sveinssonar,
sagði starfi sínu
lausu sem
stjórnar-
formaður
BNT og N1
í desember
2008 til að
helga sig
stjórn-
mál-
um.
N1 í hnotskurn
sjá hvernig markaðurinn verð-
metur fyrirtækið,“ segir Her-
mann. Horft verður til fyrir-
hugaðrar skráningar Haga og
gengis félagsins á markaði.
jonab@frettabladid.is
EINAR
SVEINSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
24°
22°
18°
21°
19°
17°
17°
22°
15°
25°
30°
32°
15°
17°
15°
19°
3
Á MORGUN
Fremur hægur vindur.
SUNNUDAGUR
Fremur hægur vindur.
8 5
7 8
9
9
3
8
7 2
6 2
5 37 6
4 10
5 9
5
12
10
7
9
8
13
9
6
7
6
AÐ SKÁNA
NA-læg átt um
mestallt land í dag
en þurrt að mestu
um landið N-og
A-vert. Á laugardag
hlýnar um allt land
með einhverjum
skúrum S-lands. Á
sunnudag kólnar
lítillega aftur N-og
A-lands með vætu
þar yfi r daginn.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
ORKUMÁL Gengið hefur verið frá
samningum um kaup Nevada
Geothermal Power (NGP) á
eignum Iceland America Energy
(IAE), sem býr yfir jarðhitarétt-
indum í sunnanverðri Kaliforníu.
Kaupin eru gerð í framhaldi af
viljayfirlýsingu frá í febrúar.
Orkuveita Reykjavíkur, í
gegnum dótturfélagið Reykja-
vik Energy Invest, á um 80 pró-
sent í IAE og eru jarðhitarétt-
indin helsta eign fyrirtækisins.
Fyrir hlutinn fást um 77 milljónir
króna, 690 þúsund dalir, og lið-
lega sex milljónir hluta í NGP.
- shá
OR fær 77 milljónir króna:
Jarðhitaréttindi
seld í Kaliforníu
JARÐVARMI Þátttaka í jarðvarma-
verkefnum er ekki úr sögunni með sölu
eigna í Kaliforníu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA