Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 28
6 föstudagur 10. júní
Ljósmyndir: Anton Brink
Förðun: Harpa Kára/Mac
Fatnaður: AFTUR
Viðtal: Álfrún Pálsdóttir
Hrefnu Rósu
Sætran hefur alltaf
dreymt um að vinna með
mat. Þegar jafnaldrar
hennar voru að skiptast
á körfuboltamyndum
og hlusta á New Kids
on the Block var Hrefna
Rósa að fylgjast með
eldamennsku átrúnaðar-
goðs síns, Sigga Hall.
É
g varð strax sem barn
heltekin af mat og
framsetningu matar.
Ég man að ég lá einu
sinni heima veik í viku og ég
eyddi tímanum í að stúdera ná-
kvæmlega alla matreiðsluþætt-
ina hans Sigga Hall,“ segir Hrefna
Rósa brosmild þegar Föstudagur
drekkur með henni kaffibolla á
Fiskmarkaðnum.
ÞROTLAUS VINNA
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Hrefnu Rósu tekist að marka sér
sess meðal færustu kokka lands-
ins og vinnur nú hörðum hönd-
um að opnun nýs veitingastaðar,
Grillmarkaðarins, í lok mánaðar-
ins. Samhliða þeirri vinnu rekur
Hrefna Rósa Fiskmarkaðinn, und-
irbýr útgáfu nýrrar bókar, stefnir í
upptökur á sjónvarpsþætti sínum
og síðast en ekki síst gengur hún
með fyrsta barn sitt. Það eru því
spennandi tímar fram undan í lífi
Hrefnu Rósu, sem segist líða best
þegar nóg er að gera.
„Ég held að ég hafi unnið fimm-
tán ára vinnu á sex árum þegar
ég byrjaði í starfinu. Ég var allt-
af að vinna. Tók að mér tvöfaldar
vaktir á veitingastaðnum og var
þess á milli í sjálfboðavinnu í
öðrum eldhúsum,“ segir Hrefna
Rósa og þakkar þrotlausri vinnu
síðustu ára velgengnina í dag. „Ég
á erfitt með að slappa af og vera
í fríi og nýt mín best þegar ég hef
mörg járn í eldinum.“
KONAN Í ELDHÚSINU
Hrefna Rósa fann alltaf fyrir því
að vera kona í karlafagi og þurfti
alltaf að gera aðeins meira til
að sýna sig og sanna. „Ég var
eina stúlkan sem útskrifaðist úr
mínum árgangi í Menntaskólan-
um í Kópavogi. Ég þurfti því allt-
af að lyfta aðeins þyngri kössum
og vinna aðeins lengur. Ég vildi
sýna mig og sanna til að öðlast
virðingu starfsfélaganna,“ segir
Hrefna Rósa, sem er ein af fáum
konum sem hafa verið sýnilegar
í kokkastarfinu með bæði sjón-
varpsþátt og bókaútgáfu. „Það
eru fleiri stúlkur í kokkanámi
í MK núna og ég hef heyrt að
sumar þeirra nefna mig á nafn
sem áhrifavald. Það er gríðarlega
gaman að heyra að maður hefur
áhrif.“
Hrefna Rósa getur ekki gefið
neina ákveðna útskýringu á því
af hverju kokkastarfið hefur orðið
karlastarf en hún man skýrt eftir
að hún var vöruð við því þegar
hún byrjaði að vera ekki að fara
í fæðingarorlof strax. „Ég man að
mér var sagt að bíða með barn-
eignahugleiðingar eins lengi
og ég gæti. Ég tók þeim ráð-
leggingum mjög bókstaflega,“
hlær Hrefna Rósa en hún á von
á litlum strák í september með
unnusta sínum, ljósmyndaran-
um Birni Árnasyni.
NÝTT HLUTVERK
Hrefna Rósa er einkabarn foreldra
sinna og viðurkennir reynsluleysi
sitt í barnaumönnun. „Ég var allt-
af meira að umgangast eldra fólk
en yngra og held að ég hafi bara
einu sinni skipt á bleyju áður. Í
gær settist ég í fyrsta sinn niður
og gluggaði í eina af þessum
barnabókum og las um hvern-
ig maður baðar ungbarn,“ segir
Hrefna Rósa og heldur áfram: „Ég
er samt ekkert stressuð og er viss
um að við finnum út úr foreldra-
hlutverkinu þegar að því kemur.
Ég er mjög spennt og meðgangan
hefur hingað til lagst vel í mig.”
Hrefna Rósa og Björn festu ný-
verið kaup á draumahúsinu sínu,
þar sem þau búa ásamt köttunum
Lenna og Míu.
Hrefna er mikil l dýravin-
ur en það fer ekki alltaf saman
við kokkastarfið. „Ég man að ég
hringdi í mömmu með tárin í
augunum í fyrsta sinn sem ég
hamfletti rjúpur. Ég vissi að hún
mundi skilja mig því hún er líka
dýravinur en nú hefur mér tek-
ist að aðskilja þetta tvennt. Matur
er matur og það að við borðum
dýr er hluti af náttúrulögmálinu.”
Samt sem áður skiptir það Hrefnu
Rósu miklu máli hvaðan hráefn-
ið kemur. Undanfarið hefur hún
ferðast á milli sveitabæja og hitt
bændur, en hráefnið sem verður
á boðstólum á Grillmarkaðnum
verður beint frá bónda.
„Það er rosalega mikilvægt fyrir
mig að fara á bæina og fylgjast
með sveitalífinu. Vita hvað-
an maturinn kemur. Ég er svo
mikið bæjarbarn að það er upp-
lifun fyrir mig að kynnast lífinu í
sveitinni. Sjá litlu grísina og fylgj-
ast með sauðburði,“ segir Hrefna
Rósa.
GEFUR RÁÐ
Með sjónvarpsþáttunum og
bókaútgáfunni er Hrefna Rósa
orðin þekkt andlit á Íslandi en
hún tekur ekki mikið eftir því.
„Ég finn ekkert fyrir því þannig.
Það er samt fyndið að fólk virð-
ist hafa mikla þörf fyrir að láta
mig vita hver uppáhaldsmat-
ur þess er þegar það hittir mig í
fyrsta sinn. Svo er ég oft spurð
álits úti í búð um hvað sé best að
kaupa og hvernig sé best að mat-
reiða hitt og þetta,“ segir Hrefna
Svo er ég oft spurð álits úti í búð um
hvað sé best að kaupa og hvernig sé best
að matreiða hitt og þetta.
SKAPANDI MATGÆÐIN
Átrúnaðargoðið Hrefna Rósa Sætran hefur alltaf haft áhuga á mat og matargerð en Siggi Hall hefur verið átrúnaðargoð hennar síðan hún var lítil.
Hversu hreinar eru
andlitsvörurnar þínar?
Derma Eco næturkrem
Mjög rakagefandi, róar og
nærir húðina meðan þú sefur.
Derma Eco dagkrem
Milt, mýkjandi andlitskrem sem
veitir ákjósanlegan raka og vernd.
Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuver, Hagkaup, Árbæjarapóteki,
Apóteki Vesturlands, Apóteki Ólafsvíkur, Melabúðinni, Vöruval Vestmannaeyjum,
Þín verslun Seljabraut.
Innflutningsaðili: Gengur vel ehf
DERMA ECO LÍFRÆNT VOTTAÐAR HÚÐ- OG
HÁRSNYRTIVÖRUR Á SKYNSÖMU VERÐI
– Án Parabena, ilm og litarefna –
Sundbolir, Bikini
og Tankini frá
TRIUMPH og TYR.
Stærðir frá 36 – 54
„allt til sundiðkunar“
Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur s: 564 0035