Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 42
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR26 26
menning@frettabladid.is
Tónleikaröðin Þriðjudagskvöld
í Þingvallakirkju hefur göngu
sína í fimmta sinn 14. júní næst-
komandi.
Á fyrstu tónleikunum koma
fram þau Helga Aðalheiður Jóns-
dóttir blokkflautuleikari og
Þórarinn Sigurbergsson gítar-
leikari. Barokktónlist verður þar
í öndvegi. Viku síðar, 21. júní,
leika systurnar Pálína og Mar-
grét Árnadætur dúó fyrir fiðlu
og selló. Þar verða meðal annars
verk eftir Haydn og Beethoven á
efnisskránni. 28. júní koma fram
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
og Guðrún Óskarsdóttir sembal-
leikari og á lokatónleikunum 5.
júlí flytur miðaldasönghópurinn
Voces Thules tóna aftan úr öldum.
Kveikjan að tónleikunum er
stofnun Minningarsjóðs Guð-
bjargar Einarsdóttur frá Kára-
stöðum til eflingar tónlistarstarfi
við kirkjuna. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20. Aðgangur er ókeyp-
is en tekið er við frjálsum fram-
lögum við kirkjudyrnar. - kg
Þriðjudagskvöld
í Þingvallakirkju
ÞINGVALLAKIRKJA Tónleikaröðin hefur
göngu sína í fimmta sinn á þriðjudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÖSTUDAGSFIÐRILDI HINS HÚSSINS Á KREIK Listahópar Hins hússins, alls sextán
talsins, troða upp víðs vegar í miðbænum frá klukkan 12 til 14 í dag. Meðal atriða eru ljóðabrot sem
rituð verða á götur, dansatriði á Ingólfstorgi og pappakassakastalagerð í Lækjargötu.
Myndlist ★★★★★
Kona/Femme
Louise Bourgeois
Listasafn Íslands
Louise Bourgeois (1911-2010) var
mikilvægasta og áhrifamesta lista-
kona samtímans. Sýning á verkum
hennar er fjöður í hatt Listasafns
Íslands og mikill fengur fyrir
íslenskt myndlistarumhverfi.
Henni fylgir eiguleg sýningarskrá,
vel til fundið hjá Listasafninu að fá
Kristínu Marju Baldursdóttur til
að skrifa um persónuleg kynni sín
af list Bourgeois. Sýningarstjóri er
Laura Bechter.
Bourgeois er fædd og upp-
alin í Frakklandi og lagði þar
stund á myndlistarnám en flutt-
ist til Bandaríkjanna á fjórða
ára tugnum. Hún varð meðal
annars fyrir áhrifum af list súrr-
ealistanna og gætir þess í mörgum
verka hennar. Á ferli sínum hefur
hún endurnýjað sig sífellt. Á síð-
ustu áratugum ævi sinnar gerði
hún m.a. stórar, aflokaðar innsetn-
ingar sem hún kallaði klefa og sótti
List sem lætur engan ósnortinn
LOUISE BOURGEOIS Enginn ætti að láta sýningu á verkum hennar framhjá sér fara að mati Rögnu Sigurðardóttur.
þar sérstaklega til sársaukafullra
bernskuminninga. Hér er m.a. inn-
setningin Klefi (Svartir dagar) frá
2006 sem var síðasti klefinn sem
hún gerði. Risastórir köngulóar-
skúlptúrar hennar eru frægir og
í Listasafninu er líka einn slíkur,
magnað verk.
Erfið bernska Bourgeois setti
mark sitt á verk hennar. Heimilis-
líf bernskunnar var þrungið svik-
um og baktjaldamakki sem hún
gleymdi aldrei. Textíll, vefnaður
og saumaskapur eru stór þáttur í
list hennar en foreldrarnir ráku
fyrirtæki sem seldi og gerði við
ofin teppi, sem barn hjálpaði hún
til við vinnuna. Hin síspinnandi
könguló táknar hennar eigin
móður og ef til vill einnig hana
sjálfa.
Hlutskipti konunnar er annað
meginþema, sér í lagi sársauki,
einangrun og vanmáttur sem hún
veigrar sér aldrei við að taka á
og vinna úr. Á þessari sýningu
er kvenlíkaminn sérstaklega
áberandi. Í meðförum Bourgeois
verður líkaminn nær ópersónu-
legt fyrirbæri, hún einangrar
einstaka þætti og skoðar þá með
augum jafnt myndhöggvarans, sál-
fræðingsins og konunnar.
Áhrif Bourgeois á listamenn
yngri kynslóða eru gríðarleg og
sýnileg. Velgengni og styrkur
hennar hefur m.a. sýnt svo ekki
verður um villst að list sem hefur
konuna og hið kvenlega að við-
fangsefni er brýn og áleitin í sam-
tímanum. Þannig eru sýningar
hennar líka. Sársaukinn er alls
staðar en frábær útfærsla hennar
og úrvinnsla á viðfangsefninu
lyftir verkum hennar yfir alla til-
finningasemi og snertir áhorfand-
ann djúpt.
Óhætt er að segja að enginn
megi láta þessa sýningu á verkum
Bourgeois framhjá sér fara. Von-
andi fáum við síðan að sjá sem
allra mest af list íslenskra kvenna
í safninu líka, sem fyrst. Af nægu
er þar að taka þegar kemur að list
sem á erindi við samtímann.
Ragna Sigurðardóttir
Niðurstaða: Sýning á heims-
mælikvarða, á verkum frægustu
listakonu heims. Verk frá öllum ferli
listakonunnar gefa ágæta mynd af
verkum hennar og viðfangsefnum.
List Bourgeois er sársaukafull en laus
við tilfinningasemi, veigrar sér aldrei.
Sýning sem enginn ætti að láta fram
hjá sér fara.
Nú er fjör !
OPIÐ
Virka daga frá kl. 10-18
Lau frá kl. 11-17
Verðdæmi:
100x200 cm kr. 69.900,-
120x200 cm kr. 75.900,-
140x200 cm kr. 79.900,-
Fullt af spennandi tilboðum !
Ótrúlegt
verð
- Frábærar kantstyrkingar
- Svæðaskipt