Fréttablaðið - 21.06.2011, Page 16

Fréttablaðið - 21.06.2011, Page 16
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Guðmundsson áður til heimilis að Múlasíðu 9, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 21. júní kl. 13.30. Guðný Björnsdóttir Ólöf Björnsdóttir Eyþór Jóhannsson Pálmi Björnsson Hjördís Hauksdóttir Magga Kristín Björnsdóttir Björn Snæbjörnsson Birna Björnsdóttir Helgi Helgason Guðmundur Björnsson Rósa Knútsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Borg fyrrum ræðismaður og framkvæmdastjóri, lést á dvalarheimilinu Grund 15. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. júní kl. 15.00. Ingigerður Þóranna Melsteð Borg Anna Elísabet Borg Rein Norberg Elín Borg Benedikt Hjartarson Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir Eva, Rakel, Thelma, Inga, Hildur Emma og Elín Ósk. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður Jónsdóttir ljósmyndari, Barmahlíð 52, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 13.00. Sævar Halldórsson Jónína Margrét Sævarsdóttir Guðrún Sigríður Sævarsdóttir Kristján Vídalín Jónsson Hrönn Sævarsdóttir Sigurður Sigurðarson Jón Alvar Sævarsson Steinunn Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég er mjög sátt við mitt hlutskipti því líf mitt kemur vel út. Það er notalegt að verða gamall ef manni líður vel og ég hlakka til hvers dags sem Guð gefur,“ segir Reykjavíkurdaman Ásta Eyj- ólfsdóttir, sem fæddist á Njálsgötunni fyrir einni öld og hefur alla tíð búið í höfuðstaðnum, lengst af á Leifsgötunni með móður sinni heitinni. „Við vorum fimm systkin sem kom- umst á legg, en eitt lést úr lungnabólgu áður en það varð tveggja ára,“ segir Ásta, sem einnig missti föður sinn úr berklum liðlega tvítug að aldri. „Það var erfitt, en pabbi hafði verið á berklahælinu á Vífilsstöðum í þrjú ár fyrir andlát sitt. Á þeim tíma hafði ég lítið séð hann vegna þess að mamma óttaðist að við systkinin smituðumst. Annars hefur mér alltaf þótt lífið létt- bært og engin lífsreynsla svo erfið að ég hafi átt bágt með að vinna úr henni,“ segir Ásta. Faðir hennar starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands en móðir henn- ar var heimavinnandi alla tíð. „Það var afskaplega notalegt og ég minnist þess hve mamma tók vel á móti okkur börnunum með heima- bakstri og hlýju. Þegar maður nær jafn háum aldri og ég er eðlilegt að sjá á eftir sínum nánustu, og þótt það sé ekki beinlínis einmanalegt að verða einn eftir saknar maður alltaf geng- inna ástvina sinna,“ segir Ásta. Allan sinn starfsaldur vann Ásta sem aðalgjaldkeri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og var mörgum Reykvík- ingum að góðu kunn. „Þar leið mér vel, var sjálfstæð og ánægð,“ segir Ásta. Hún segist ekki finna nokkra breyt- ingu á því að eiga nú afmæli í hundr- aðasta sinn. „En ég bjóst aldrei við því að verða hundrað ára og innra með mér finnst mér ég ekki hafa elst síðan ég var á miðjum aldri fyrir hálfri öld,“ segir Ásta, viss um hvers vegna hún hefur náð svo háum aldri. „Ég hef meðvitað lifað reglusömu lífi, hvílt mig nóg og sleppt tóbaki og áfengi. Aldurinn kemur af sjálfu sér og enginn ræður sínum örlögum en ég held að skapið hafi líka að segja, að æsa sig ekki yfir hlutunum, vera róleg- ur, jákvæður og hafa heilbrigða sýn á lífið,“ segir Ásta björt, enda fædd á bjartasta degi ársins. „Mér hefur alltaf þótt gaman að eiga afmæli á sumarsólstöðum, enda uppá- haldsárstíminn þegar allt er í blóma.“ Ásta er ógift og barnlaus, en segist aldrei hafa tregað það hlutskipti. „Ég á góða fjölskyldu sem hefur allt- af verið mér undurgóð og systkina- börnin voru sem mín eigin. Hins vegar hlakka ég til að deyja því þá hefur maður séð það sem maður þarf að sjá af lífinu. Og þótt nú sé reglulega slegið á trú fólks á líf eftir dauðann breytir það ekki minni einlægu trú á endur- fundi í himnaríki svo ég hlakka til samfunda við mömmu, pabba og systki mín.“ Í tilefni dagsins tekur Ásta á móti gestum í hjúkrunarheimilinu Skjóli, Kleppsvegi 64 frá klukkan 15 til 18 í dag, og vonast til að sjá sem flesta af vinum sínum og vandamönnum. thordis@frettabladid.is ÁSTA EYJÓLFSDÓTTIR AÐALGJALDKERI: BLÆS Á 100 KERTA AFMÆLISKÖKU Í DAG Þakkar Guði fyrir hvern dag 99 ÁRA Í GÆR, 100 ÁRA Í DAG Ásta hefur alla tíð vakið athygli fyrir glæsileik og smekkvísi. Hún hefur búið á Skjóli síðan 2008 en hélt sjálf heimili til 97 ára aldurs. Eitt af áhugamálum Ástu er útsaumur, en myndina á veggnum saumaði hún, sem og rokkókóstólana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MERKISATBURÐIR 1926 Prestar landsins færa biskupi að gjöf gullkross með keðju, sem tákn embættisstöðu hans. 1948 Columbia Records kynna til sögunnar LP-hljómplötuna. 1966 Mót norrænna lögreglukóra haldið í Reykjavík. 1980 Kvikmyndin Óðal feðranna frumsýnd. 1986 Íþróttamiðstöðin í Laugardal tekin í notkun. 1991 Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð, form- lega tekið í notkun. AFMÆLI INGA J. BACKMAN Söngkona er 64 ára. LÁRUS H. BJARNASON Rektor MH er 55 ára. ÁSGEIR JÓNSSON Hagfræð- ingur er 41 árs. HULDAR BREIÐ- FJÖRÐ Rithöfundur er 39 ára. Náttúruvika á Reykjanesi verður haldin í Grinda- vík dagana 19. til 25. júní. Í boði verða ýmsir dagskrár- liðir sem tengjast náttúru og umhverfi svæðisins, eins og gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferð, hjólaferðir, fjöru- ferð, ratleikur og margt fleira áhugavert. Náttúruvikan er hugsuð sem góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna og jafnframt til að minna á hvað náttúran hefur upp á margt að bjóða. Náttúruvikan er sam- starfsverkefni SJF menn- ingarmiðlunar, Grindavik Experience og Grindavíkur- bæjar, en upphafsmaður verkefnisins og verkefna- stjóri er Sigrún Jónsdóttir Franklín. Á heimasíðu Grindavíkur, www.grindavik.is, má lesa nánar um dagskrárliði. Náttúruvika á Reykjanesi LITADÝRÐ NÁTTÚRUNNAR Víða er fagurt á Reykjanesi, eins og hér má sjá við Bláa lónið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 29 Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofn- aður á sumarsólstöðum 1973. Hann nær yfir um 150 ferkílómetra og 35 kílómetra langt svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum vestanverðu, í landi bæjanna Svínadals og Áss. Ásbyrgi varð hluti garðsins 1978. Gljúfur Jöklu, einhver hin mikilfengleg- ustu á landinu, eru um 25 kílómetra löng og allt að 100 metra djúp. Efri hlutinn, sem nær frá Dettifossi að Syðra-Þórunnarfjalli, er svipmestur og allt að 120 metra djúpur. Áhugaverðir staðir í þjóðgarðinum eru meðal annars Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur, Selfoss, Hafragilsfoss og For- vaðar. Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri. Hinn 7. júní 2008 varð þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum hluti af Vatnajökuls- þjóðgarði. Heimild: www.nat.is ÞETTA GERÐIST 21. JÚNÍ 1973 Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum VILHJÁLMUR hertogi af Cambridge er 29 ára. „Ég er og mun alltaf verða konungborinn, en vil persónu- lega að fólk kalli mig einfaldlega Vilhjálm – í bili.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.