Fréttablaðið - 21.06.2011, Page 21

Fréttablaðið - 21.06.2011, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 2011 3kaffi ● kynning ● Í sumar býður Te & kaffi upp á mikið úrval kaldra drykkja á kaffihúsum sínum sem eru sjö talsins. „Við verðum með þrjár tegundir af ístei, ávaxta íste, grænt íste og hvítt íste en heilnæmir eiginleikar þess síðastnefnda eru mjög mikl- ir. Bara sem dæmi þá inniheldur einn bolli af hvítu tei jafnmikið af andoxunar efnum eins og tólf glös af nýkreistum appelsínusafa,“ segir Kristín María Dýrfjörð, markaðs- stjóri kaffihúsa hjá Te & kaffi. „Við verðum einnig með hina vinsælu köldu kaffidrykki, frappó, en þá er hægt er að fá í meira en tíu bragðtegundum. Við bjóðum einnig upp á lakkrís frappó með súkkulaði hjúpuðu lakkrískurli.“ Og nú dregur Kristín María fram trompið: „Það er hægt að fá alla frappódrykki með þeyttum rjóma og karamellu- eða súkkulaðisósu, sem ég get sagt þér að er eins og himnaríki í bolla!“ Pippó er nýr kaldur kaffi- drykkur á matseðlinum. „Eins og nafnið gefur til kynna inni- heldur hann hið gamla, góða Pipp- súkkulaði,“ útskýrir hún. „Á mat- seðlinum er einnig ávaxtafrappó, sem í raun er ávaxtahristingur með klaka, en hann er hægt að fá í nokkrum bragðtegundum, svo sem bláberja og brómberja, jarðar berja og banana auk suðrænna ávexta.“ HEIMATILBÚIÐ GÓÐGÆTI Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te & kaffi, segir að hinir vanaföstu þurfi ekki að örvænta því allir gömlu, góðu drykkirnir frá Te & kaffi verði áfram á matseðlinum. „Við eigum ekkert að láta veðrið á okkur fá. Það er alltaf stemning á kaffihúsum Te & kaffi og kaffi- drykkirnir veita gleði. En þegar sólin skín er bara enn meira gaman að njóta sælunnar. Te & kaffi bjóða upp á úrvals- meðlæti og léttan mat sem allur er heimagerður. Við búum til ferskar samlokur, beyglur, salöt og súpur,“ segir Halldór, „allt heimagert úr úrvalshráefni. Þá bjóðum við einn- ig upp á ljúffengar brownie-kökur, hina sívinsælu klatta og múffur. “ Kaffihús Te & kaffi eru á Lauga- vegi 27, í Kringlunni og Smára- lind, í Háskólanum í Reykjavík, í Eymundsson Austurstræti og Eymunds son við Skólavörðustíg og á Akureyri. Spennandi sumardrykkir hjá Te og kaffi Kristín María og Halldór með kaffibolla í góða veðrinu á svölum Eymundsson í Austurstræti. Þar er Te & Kaffi með eitt af sínum vinsælu kaffihúsum. MYND/STEFÁN „Lavazza-kaffið á sér gamlar rætur,“ segir Atli Hergeirsson, sölu- stjóri hjá Karli K. Karlssyni ehf. „Fyrirtækið var stofnað árið 1895 í Tórinó á Ítalíu af Luigi Lavazza og hefur verið í eigu sömu fjölskyld- unnar síðan þá. Fjölskyldan rekur enn kaffihús og veitingastað í hús- næðinu þar sem fyrirtækið var stofnað, við San Tomasso veg númer 10 í Tórínó. Þar slær hjartað.“ Atli segir að Lavazza sé nú löngu orðið að alþjóðlegu merki og mjög vinsælt á Íslandi. „Þetta er gæða- kaffi. Það er metnaður Lavazza að velja bestu baunirnar hverju sinni í heiminum til framleiðslunnar. Þeir eru því ekki að binda sig við ákveð- in lönd, svæði eða héruð. Uppskeran getur verið svo misjöfn á milli ára. Þeir panta ekki baunirnar nema að hafa smakkað prufurnar og sent í gegnum sérstaka gæðaprófun.“ Blöndurnar frá Lavazza eru margar, frá mildum til sterkra. „Þeir nota bæði arabica- og robusta- baunir, en það er mun meira koffín í þeim síðarnefndu. Baununum er því oft blandað saman til þess að ná rétta bragðinu,“ útskýrir Atli. Nýting á Lavazza-kaffi er 30 pró- sentum betri en á öðru kaffi. Það kemur til af vinnsluferlinu, þar sem baunirnar eru einstaklega vel þvegnar, og brennsluaðferðinni, en baunin er brennd við lofthita og brennur því jafnt í gegn án þess að skilja neitt eftir. Því er þetta alltaf 100 prósent kaffi. „Nýtingin skiptir alltaf miklu máli þegar kemur að útgjöldum heimila og fyrirtækja en auðvi- tað vilja allir halda í gæðin. Um 40 milljóna espresso-bolla er neytt daglega á Ítalíu og það er því hvorki furða né tilviljun að Lavazza sé mest selda kaffið þar í landi,“ bend- ir Atli á. Lavazza-gæðakaffi í 116 ár Atli Hergeirsson, sölustjóri hjá Karli K. Karlssyni ehf., segir enga tilviljun að Lavazza sé mest selda kaffið á Ítalíu. MYND/STEFÁN ● Heslihnetur og súkkulaði eru sannkölluð himnasæla, eins og þeir þekkja sem bragðað hafa á hinum ítalska eftirrétti „panna cotta“. Sannkölluð himnasæla Panna Cotta með mokkabragði. Fyrir átta 625 ml þeyttur rjómi 1/3 bolli strásykur 250 g af niðurbrytjuðu suðusúkkulaði ½ bolli mjólk 2 pakkar af gelatíni (límhlaupi) bolli af sterku kaffi 75 ml af heslihnetulíkjör Hitið hálfan lítra af rjóma og sykri á pönnu þar til sykurinn leysist upp. Setjið súkkulaði í hita- þolna skál og hellið heitri blönd- unni yfir. Hrærið þar til súkkulað- ið leystist upp. Geymið. Blandið restinni af rjóma saman við mjólk. Setjið gelatín ofan á. Látið standa í 5 mínútur. Hellið blöndunni á pönnu og hitið við miðlungshita þar til gelatínið hefur leyst upp. Hellið nú út í súkkulaðiblöndu og hrærið saman við. Því næst kaffi og líkjör. Hellið 175 ml af blöndunni í átta ábætisskálar og kælið í fjóra til sex tíma. Heslihnetu- og súkkulaðisætindi ½ bolli strásykur ¼ bolli heslihnetur 15 g af niðurbrytjuðu suðusúkkulaði Hitið sykur og tvær matskeiðar af vatni í djúpri pönnu við miðlungshita. Hrærið var- lega þar í blöndunni þar til hún verður falleg gyllt. Takið pönnuna af hellunni, bætið heslihnetum út í og hrærið. Hellið á bökunarpappír og stráið súkkulaði yfir. Látið kólna. Brytjið vandlega niður. Látið heitt vatn renna á ytra lag ábætisskála til að losa um innihaldið. Hvolfið þeim ofan á átta hliðardiska og stráið sælglætinu yfir. Berið fram.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.