Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 2
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rök- studds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. Athæfið átti sér stað síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Í fórum hans fannst fjöldi ljós- mynda og hreyfimynda sem hann hafði meðal annars tekið af sér og barninu. Telpan var átta og níu ára þegar ofbeldið stóð yfir. Einnig fannst mikið magn myndefnis sem hann hafði aflað sér á netinu. Karl Gauti Hjaltason, sýslumað- ur í Vestmannaeyjum, staðfesti að alvarlegt kynferðisbrotamál hafi verið til rannsóknar í allan vetur í umdæmi hans. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig nánar um málið, þar sem það væri mjög viðkvæmt. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins bjuggu móðir litlu stúlk- unnar og maðurinn saman til þess tíma er ódæðið komst upp. Grun- ur vaknaði um afbrigðilega hegð- un hans þegar vinkona stjúpdóttur hans fékk að gista hjá henni. Hún sagði frá því að maðurinn hefði káfað á sér meðan hún var sofandi. Í kjölfarið, vorið 2010, komst upp að hann hafði ítrekað misnotað stjúp- dóttur sína gróflega. Stúlkurnar fóru í viðtöl í Barna- húsi og stjúpdóttirin þurfti mörg viðtöl og umtalsverða aðstoð áður en hún hafði náð sér nægilega mikið til að geta sagt lögreglu frá því ofbeldi sem hún hafði verið beitt. Gögn sem fundust hjá manninum voru rannsökuð og lágu niðurstöður fyrir síðastliðið haust. Geðrannsókn var gerð á manninum og reyndist hann sakhæfur. Þriðja kæran barst síðan á hendur manninum þar sem ung kona kærði hann fyrir að hafa áreitt sig kyn- ferðislega fyrir átta árum, þegar hún var ung stúlka. Maðurinn sem um ræðir var í Héraðsdómi Suðurlands síðastlið- inn laugardag úrskurðaður í gæslu- varðhald í einn mánuð á grundvelli almannahagsmuna. Í gæsluvarð- haldskröfu Ríkissaksóknara er hann sakaður um nauðgun, ásamt fleiri brotum. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. jss@frettabladid.is Níddist á telpu og myndaði athæfið Karlmaður á fimmtugsaldri situr í varðhaldi grunaður um að hafa nauðgað stjúpdóttur sinni og misnotað hana mánuðum saman. Í fórum hans fundust myndir af honum með barninu. Stúlkan var átta ára þegar ofbeldið hófst. BARNANÍÐ Mikið magn mynda fannst í gögnum mannsins, þar á meðal barnaníðsmyndir sem hann hafði sótt á netið. Kjartan, hafa viðræðurnar ekki komist almennilega á flug? „Viðræðurnar brotlentu á laugardag- inn en vonandi tekst að koma þeim á loft aftur og að endingu lenda þeim á sómasamlegan hátt.“ Kjartan Jónsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna. BANDARÍKIN, AP Michele Bachmann stimplaði sig form- lega inn í forkosningabaráttu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar sem haldnar verða seint á næsta ári. Bachmann hefur verið áberandi innan Teboðs- hreyfingarinnar svonefndu, sem gert hefur usla innan Repúblikanaflokksins með róttækum hægriskoðunum og uppátækjum sem hafa vakið athygli kjósenda en einnig furðu og gagnrýni. Sjálf er hún þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og missa stundum út úr sér ummæli sem and- stæðingar hennar nota sér síðan óspart og gera grín að. Hún skýrði frá framboði sínu á mánudag í Waterloo, heimabæ sínum í Iowa. Samkvæmt skoðanakönnunum þykir hún eiga möguleika á því að verða forsetaefni repúblikana í Iowa, en óvíst er hvort hún á minnstu möguleika annars staðar í Bandaríkjunum. „Við höfum ekki efni á því að hafa Obama fjögur ár í viðbót,“ sagði hún og uppskar fagnaðarlæti stuðnings- manna sinna. Sjálf sagðist hún vera góður valkostur fyrir Bandaríkjamenn sem þyrðu að taka djarfar ákvarðanir: „Kjósendur verða að taka djarfa ákvörðun ef við ætlum að tryggja fyrirheit framtíðarinnar.“ - gb Michele Bachmann tilkynnir um þátttöku sína í forvali repúblikana: Hvetur kjósendur til dirfsku VEIFAR STUÐNINGSMÖNNUM Bachmann skýrði frá framboði sínu í hópi vina og stuðningsmanna í Iowa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við hestaníðingsmál sem kom upp á einu þekktasta hrossabúi lands- ins fyrir skömmu. Enginn hafi réttarstöðu grunaðs manns. Skurðir sem taldir eru vera af mannavöldum hafa fundist á kynfærum og á snoppu þriggja hrossa. Hryssurnar þrjár sem um ræðir eru frá bænum Flugu- mýri í Skagafirði. Svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. - mþl Skurðir á kynfærum hrossa: Lögreglan leitar dýraníðings ÍSAFJARÐARBÆR Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa enn á ný mótmælt niðurskurði í almenningssam- göngum í Ísafjarðarbæ. Telja þau núverandi þjónustu í lágmarki og frekari niðurskurð ekki verjandi. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Samtökin segja að tvær ferðir seinnipart dags á milli Þingeyr- ar, Flateyrar og Ísafjarðar séu lágmark, þar sem svæðið sé eitt atvinnusvæði. Almenningssam- göngur séu grundvöllur þess að hægt sé að stunda atvinnu í öðrum byggðakjarna. Bæjarráð Ísafjarðar hefur tekið erindið fyrir og bókað að verið sé að uppfylla meginábendingar hvað almenningssamgöngur varðar. - kóp Íbúasamtök mótmæla: Segja fáar ferðir til Ísafjarðar ÍSAFJÖRÐUR Almenningssamgöngur eru grundvöllur þess að hægt sé að stunda atvinnu segja íbúasamtök. EFNAHAGSMÁL Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,5 prósent í júní samkvæmt tölum frá Hag- stofunni. Tólf mánaða verðbólga er þar með 4,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst á síðasta ári. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2 prósent í júní. Þá hækkun má að stórum hluta rekja til töluverðar hækkunar á verði kjötvara sem nam 6,9 prósentum. Síðustu þrjá mán- uðu hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent sem jafn- gildir 9,2 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. - mþl Verðbólgan fer vaxandi: Tólf mánaða verðbólga 4,2% ATVINNUMÁL Styrkjum hefur verið úthlutað úr verkefninu Atvinnu- sköpun í Sjávarbyggðum, sem byggir á tekjum af sölu aflaheim- ilda í skötusel. Mikill áhugi var á verkefninu en alls bárust 123 umsóknir víðs vegar að af land- inu. Eftir umfjöllun stjórnar var gerð tillaga um að styrkja 32 verkefni, sem var í framhaldinu staðfest af iðnaðarráðherra. Horft var til þess að styrkja nýsköpun- arverkefni og stærri samstarfs- verkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknarstofnana um vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu. - shá Atvinna í sjávarbyggðum: Skötuselsfé fer í atvinnusköpun BANDARÍKIN, AP Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri í Illinois, var í gær sakfelldur af kviðdómi fyrir sautján af 20 ákæruatriðum í réttarhöldum, sem snerust um spillingarmál. Blagojevich var meðal annars sakfelldur fyrir öll þau ákæru- atriði sem lutu að tilraunum hans til að selja þingsæti Illinois-rík- is í öldungadeild Bandaríkjanna, en sætið losnaði þegar Barack Obama varð forseti. Blagojevich virtist furðu lost- inn vegna niðurstöðu kviðdóms- ins. „Hvað gerðist?“ sagði hann og sneri sér að lögmanni sínum. Hann á yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsisdóm samtals, en áður hafði hann hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið uppvís að lygum. Þetta eru önnur réttarhöld- in yfir Blagojevich, en þau fyrri fóru þannig að kviðdóm- urinn komst ekki að sameigin- legri niðurstöðu nema um eitt af ákæruatriðunum. Blagojevich hefur nú í tvö og hálft ár farið mikinn í að reyna að sannfæra bandarísku þjóðina um sakleysi sitt. - gb Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri í Illinois, sekur um flest ákæruatriðin: Sakfelldur og furðu lostinn ROD BLAGOJEVICH Reyndi, sem ríkis- stjóri, að selja þingsæti Baracks Obama til hæstbjóðanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Forsvarsmenn flug- manna og Icelandair hittust á nýjan leik í gær til að ræða kjara- samning. Viðræður höfðu legið niðri frá því á laugardag en tölu- vert ber ennþá á milli. Fundurinn stóð langt fram á kvöld. „Það er einhver hreyfing á málunum þannig að maður er bara vongóður,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi í vikunni en lítið megi út af bregða vegna yfirvinnubanns flugmanna. Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri félags atvinnu- flugmanna, sagði lítið að frétta í gærkvöldi en bætti við að langur fundur boðaði vonandi gott. - mþl Kjaradeila flugmanna: Fundir stóðu í allan gærdag ICELANDAIR Fimmtán flug féllu niður um helgina vegna yfirvinnubanns flug- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TRÚMÁL Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, hefur ákveðið að skipuð verði sjálfstæð rannsóknarnefnd sem fjalla á um þær ásakanir um kyn- ferðislega misnotkun innan kirkj- unnar sem komið hafa fram að undanförnu. Vísir greindi frá þessu í gær- kvöldi en þar segir að Pétur hafi veitt Róberti Spanó, prófessor í lögfræði, umboð til að manna nefndina og útbúa það regluverk sem hún muni síðan vinna eftir. Róbert veitti forystu rannsókn- arnefnd kirkjuþings sem skilaði nýverið af sér skýrslu um kyn- ferðisbrot innan þjóðkirkjunnar. Hann mun þó ekki taka sæti í þessari nefnd að sögn Vísis. - mþl Kynferðisbrot í kirkjunni: Kaþólska kirkj- an skipar rann- sóknarnefndSLYS Erlendur maður á sextugs-aldri lést í gær í íshelli í Kverk- fjöllum. Íshröngl féll niður úr þaki hellisins og varð honum að bana. Hann var fararstjóri fyrir hópi sex erlendra ferðamanna. Hópur- inn dvaldi í nótt í skála í Kverk- fjöllum og naut þar aðhlynningar skálavarða. Slysið varð um miðjan dag í gær og barst tilkynning um hálf- fjögur síðdegis. Björgunarsveitir frá Vopnafirði fóru strax á stað- inn ásamt lögreglunni frá Egils- stöðum og rannsóknarlögreglu- manni frá Eskifirði. - gb Banaslys í Kverkfjöllum: Maður varð fyrir íshröngli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.