Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 30
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 folk@frettabladid.is Bandaríski leikarinn Owen Wil- son er hættur með barnsmóður sinni, Jade Duell. Hún er flutt út og býr í New York ásamt synin- um Robert Ford. Ástæða sambandsslitanna ku vera sú að Wilson vildi halda áfram að haga sér eins og ein- hleypur maður þrátt fyrir að vera kominn með fjölskyldu. „Owen ákvað að hætta með Jade í staðinn fyrir að fara á bak við hana. Honum líður gríðarlega illa og finnst hann hafa gert mistök. Hann elskar son sinn meira en nokkuð annað og gerir lítið annað en að gráta þessa dagana,“ var haft eftir vini leikarans. Í ástarsorg Í ÁSTARSORG Leikarinn Owen Wilson er miður sín eftir að hafa hætt með barns- móður sinni. NORDICPHOTOS/GETTY 50 Cent vinnur nú að bók um einelti. Rapparinn hefur þegar skrifað undir samning við bóka- útgefandann Ben Schrank um innihald bókarinnar, en hún mun kallast Playground og vera skáld- saga byggð á hans eigin æsku. Aðalsöguhetjan verður þrett- án ára hrekkjusvín sem finnur til sektarkenndar eftir vond- an hrekk. „Ég fann fyrir mik- illi þörf til að skrifa „Playground“ því mig langaði til að komast að því hvernig barn verður að hrekkju- svíni. Ég fann vissa atburði úr minni eigin æsku og unglingsárum og er spenntur að sjá sögu mína verða að bók,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu sinni. Rappari skrif- ar um einelti VILL EKKERT EINELTI Rapparinn 50 Cent skrifar nú skáldsögu um einelti, en byggir hluta bókarinnar á minningum úr æsku. Paris Hilton ætlar að stofna hótelkeðju, eins og langafi henn- ar, Conrad Hilton, gerði árið 1925 en hann er maðurinn á bak við Hilton-hótelin heimsþekktu. Hin þrítuga Paris hætti með kærasta sínum Cy Waits á dögunum og vill nú ólm einbeita sér að nýjum verkefnum, en hún hefur þegar hannað föt, skó og ilmvötn undir sínu nafni. „Næsta skrefið fyrir mig er að koma mér inn í fasteignabrans- ann. Mér þætti frábært að geta stofnað mína eigin hótelkeðju og skemmtistaði. Ég er nú þegar komin af stað í þau verkefni og ég er rosalega spennt,“ sagði Paris í viðtali á dögunum. Paris stofnar hótelkeðju FLEIRI HILTON-HÓTEL Paris Hilton ætlar að feta í fótspor langafa síns og stofna hótelkeðju. Stjörnuparið Daniel Craig og Rac- hel Weisz giftu sig um helgina. Fréttirnir komu flestum á óvart enda hefur parið einungis verið saman í nokkra mánuði og ekki er ár liðið frá því að leikkonan skildi við leikstjórann Darren Aronofsky. Hin leynilega hjónavígsla fór fram í New York að viðstöddum átján ára syni Craig og fjögurra ára syni Weisz ásamt tveimur vitnum. „Weisz og Craig vildu lítið brúð- kaup. Þau eru yfir sig ástfangin hvort af öðru og gátu einfaldlega ekki beðið með að verða hjón,“ segir heimildarmað- ur News of the World. Leikara- parið kynntist við tökur á myndinni Dream House, sem verður frum- sýnd síðar á þessu ári. Gátu ekki beðið lengur ÁSTFANGIN UPP FYRIR HAUS Leikararnir Rachel Weisz og Daniel Craig giftu sig í New York um helgina. Leikarinn og fyrrverandi kær- asti Lindsay Lohan, Wilmer Val- derrama, segist ennþá hafa trú á leikkonunni þrátt fyrir mikil vandræði hennar upp á síðkastið. Valderrama og Lohan voru saman árið 2004 en leikarinn, sem er þekktastur fyrir leik sinn í þáttaröðinni That ‘70s Show, tjáir sig um Lohan í viðtali við blaðið People. „Stundum verður fólk að ganga í gegnum hlutina og við að sýna því skilning. Allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir Valder- rama og bætir við að hann hafi fulla trú á að Lohan komi aftur inn í kvikmyndaiðnaðinn. „Hún er svo hæfileikarík og það á eftir að hjálpa henni mikið.“ Trúir á Lohan 23 HLJÓMSVEITIN WEEZER , Hayley Williams úr bandinu Paramore og Amy Lee úr Evanescence eiga lög á plötu sem verður gefin út í tengslum við nýja kvikmynd um Prúðuleikarana. Platan kemur út 23. ágúst og nefnist The Green Album. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið í nóvember. Stærstu atriði Glastonbury-tónlistarhátíð- arinnar í ár voru Beyoncé, U2 og Coldplay, en hátíðin fór fram um liðna helgi. Yfir 180.000 manns fjölmenntu, en hátíðin er ein sú stærsta í heiminum og var hún hald- in í 41. skiptið í ár. Drulla og rigning einkenndu veðurfarið fyrstu dag- ana en svo lét sólin loks sjá sig. Gúmmístígvél voru því vinsæll fótabúnaður, en Kate Moss, Coleen og Wayne Rooney dilluðu sér við ljúfa tóna í stígvélum. Beyoncé heillaði áhorfendur í stuttum gulllituðum kjól og Bono söng með sólgleraugu að venju. Drullubað á Glastonbury FYLDUST MEÐ MÖKUM SÍNUM Rapparinn Jay-Z og leikkonan Gwyneth Paltrow gátu borið saman bækur sínar, en bæði komu þau til að fylgjast með mökum sínum, Beyoncé og Chris Martin, söngvara Coldplay. ENGU GLEYMT Bono og gítarleikarinn The Edge í U2 voru í stuði á sviðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í TÍSKUNNI Kate Moss tók sig vel út í munstr- uðum buxum og flottum gúmmí- stígvélum. Leikarinn Doug Hutchison, sem þekktastur er fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Green Mile og sjónvarpsþáttunum Lost og The X-Files, kvæntist á dögun- um hinni sextán ára gömlu Court- ney Alexis Stodden í Las Vegas. Hutchison er sjálfur fimmtíu og eins árs gamall og ári eldri en tengdamóðir hans. Stodden er fyrrverandi kepp- andi í fegurðarsamkeppnum ætluðum unglingsstúlkum, upp- rennandi söngkona og stýrir jafn- framt eigin dægurmálaþætti á Youtube. Foreldrar brúðarinnar munu vera afskaplega hrifnir af tengdasyni sínum, enda þurfti að gefa leyfi fyrir ráðahagnum þar sem Stodden er enn ekki lögráða. Brúðhjónin sendu frá sér tilkynn- ingu skömmu eftir athöfnina þar sem þau sögðust vera yfir sig ást- fangin. „Við áttum okkur á því að aldursmunurinn er mikill en við erum mjög ástfangin og viljum koma þeim þeim skilaboðum á framfæri að ástin spyr ekki um aldur,“ sagði parið í tilkynningu sinni. Fréttirnar vekja ekki síður athygli fyrir þær sakir að Stodd- en lítur út fyrir að vera mun eldri en hún er og áttu margir bágt með að trúa því að stúlkan væri í raun sextán ára gömul. Sumar fréttaveitur töldu því í upphafi að um gabb væri að ræða en nú hefur verið staðfest að svo er ekki. Leikari kvæntist ólögráða stúlku ÁSTFANGIN Leikarinn Doug Hutchison kvæntist Courtney Stodden á dögunum. Þrjátíu og fimm ára aldursmunur er á hjónunum, en Stodden er enn ekki orðin lögráða. STUTTUR KJÓLL Beyoncé dró að sér athyglina í vel stuttum og gulllituðum kjól.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.