Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 28
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Leeds er full- kominn klúbbur. Okkur vantar bara ríkan frænda í Dubai og ellefu nýja leikmenn... Hey! Ég heiti Steinn! Jói! Pondus! Jón Bjartur! Vaxtar- kippur. Úff maður! Ég hélt eitt augnablik að þetta væri djúsinn okkar. Lóa vill ekki faðma mig lengur! Ha? Auðvitað vill hún faðma mömmu sína! Öll börn vilja faðma mömm- ur sínar! ... hélt ég. Og hugsa sér að ég afþakkaði næstum því mænudeyfingu fyrir þig... Erum við ekki að verða komin? LÁRÉTT 2. endafjöl, 6. þys, 8. hamfletta, 9. nægilegt, 11. samanburðart., 12. bit, 14. týna, 16. í röð, 17. goð, 18. til við- bótar, 20. skóli, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. gróðurtegund, 3. frá, 4. fjölmörg- um, 5. gæfa, 7. fíkinn, 10. hlaup, 13. iðn, 15. einkenni, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. gafl, 6. ys, 8. flá, 9. nóg, 11. en, 12. glefs, 14. glata, 16. hi, 17. guð, 18. enn, 20. ma, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. lyng, 3. af, 4. flestum, 5. lán, 7. sólginn, 10. gel, 13. fag, 15. aðal, 16. hes, 19. nú. Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðj-an strákahóp til að verja varnarlaus- an dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð órétt- læti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim. FORMÆÐUR okkar og karlar þeirra höfðu hugmyndir um hvað þyrfti að kenna börn- um til lífs og farsældar. Dyggðalistar voru skráðir og lastalistar líka. Sumir urðu til í skugga musteranna, en aðrir á vígvöllum og við líkbörur. Því betur sem ég skoða samfé- lag okkar, því sannfærðari verð ég um nauð- syn nokkurs konar þjóðræðu um siðvit fyrir framtíð. Skóli og kirkja hafa köllun í því máli og hlutverki að gegna. VIÐ SÍÐUSTU aldamót var gerð könnun á gildum og löstum Íslend- inga á þeim tímamótum. Íslend- ingar töldu sig þá vera duglega, áræðna, opna, réttláta, ræktar- sama við þjóðmenningu og land, vera friðsama, umburðarlynda, sjálfstæða og töldu sig líka vera húmorista! Lastamegin var til dæmis agaleysi, neysla, asasótt, efnisdýrkun, meðvirkni, höfðinga- dýrkun, guðleysi, sýndarsókn, hroki og vinnuþrælkun! Veikleika og styrk- leika þarf að tékka reglulega. Hið eftirsókn- arverða þarf að nefna og setja í forgang. Engin viska verður til nema einstaklingar og mannfélagið allt ræði gildi sín og viðurkenni hvaða lesti ber að forðast. Er græðgi ein- hvern tíma góð? HUGREKKI er ekki á þessum Íslandslista og virðist orðið fágætt. Eru hetjur sem næst útdauðar? Fáir málsvarar spretta fram þegar á fólk er hallað og það beitt órétti. Enginn skortur er á sýndarmennum eða á fífldirfsku. Í siðklemmum og átökum reynir á fólk. Mér sýnist þorri Íslendinga vera gungur, sem læðast burt eins og hýenur þegar fólk er beitt órétti, vilja ekki ógna eigin öryggi þegar fólk er beitt félagslegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Þau eru of fá sem standa víllaus með fórnarlömbum. Af hverju hefur hugprýðin verið gengisfelld? Er það ekki orðið sjúkt samfélag, sem beitir hetjur og málsvara réttlætis einelti og jafn- vel þöggun? HVORT ERTU gunga eða hugprúð? Það er engin hugdirfska að verja eigið vígi og hags- muni. En þegar þú stendur við hlið þeirra sem verða fyrir órétti, þorir að fórna eigin hag í þágu hinna niðurþrykktu, kemur dýr- mæti þitt í ljós, innræti þitt. Þau sem verja réttlæti og fórna jafnvel eigin öryggi eru okkar dýrmætasta fólk – hinir slípuðu dem- antar. Hetjur óskast Samþykkt Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.