Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 19
Á ferð um landið ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍS LE N SK A /S IA .I S/ FL U 5 50 96 0 5/ 11 SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUGFELAG.IS Breiðavík við Látrabjarg er ein af fegurstu perlum íslenskrar náttúru. Þar er aldrei selt kaffi heldur gefinn ilmandi molasopi þegar sólin kyssir gylltan sandinn góða nótt. Leikið í stærsta sandkassa Íslands „Bjart er yfir Breiðavík og hér vaka góðir andar,“ segir Keran Stueland Ólason, bóndi og staðarhaldari í Breiðavík við Látrabjarg. Þar hefur hann síðustu tylft ára rekið gistihús ásamt eiginkonu sinni Birnu Mjöll Atladóttur. Keran segir samlanda sína einkum tíunda hversu bjart sé yfir staðnum. „Meira að segja þeir sem eiga erfitt um svefn segjast aldrei sofa betur en í friðsældinni hér,“ segir Keran, sem þó vildi sjá fleiri Íslendinga staldra við í Breiðavík. Breiðavík varð áberandi í umræðunni eftir að upp komst um illa meðferð drengja sem þar voru vistaðir á sjötta til áttunda tug síðustu aldar. „Við finnum enn fyrir mikilli andúð gagn- vart staðnum, sem líka beinist að fólkinu sem hér vinnur og okkur sjálfum, og erum þó sak- laus af þeim harmleik sem hér átti sér stað,“ segir Keran, sem stundum er spurður hvort um- fjöllunin um Breiðavík hafi skilað honum aukn- um viðskiptum, en því svarar hann alltaf eins: „Umfjöllunin skilaði því að nú vita allir hvar Breiðavík er á landakortinu. Mjög dró úr gesta- FRAMHALD Á SÍÐU 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.