Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 18
Sykursýki í fullorðnum hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 1980. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Samkvæmt rannsókn Imperial College í London og Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hefur sykursjúkum í heiminum fjölgað úr 153 milljónum í 347 milljónir. „Ég sá Maxim-svitastoppara fyrst nefndan á netinu. Þar var íslenskur lýtalæknir að mæla með honum og ég ákvað að prófa enda er ég alltaf á æfingum og þarf stöðugt að skipta um boli,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdótt- ir snyrtifræðingur, sem starf- ar í Laugum Spa. Hún segir Maxim vera glæran og lyktar- lausan vökva sem stöðvi svita- myndun þar sem hann sé borinn á, til dæmis undir handarkrika, og eyði þar með svitalykt. „Svit- inn kemst samt annars staðar úr líkamanum eins og áður, ég fullviss- aði mig um það hjá lækni áður en ég hóf notkunina,“ segir hún og tekur fram að aðeins þurfi lítið magn til að ná árangri. Aðalheiður segir mælt með því að nota Maxim áður en farið sé í háttinn og þá á hreina og þurra húð en hvorki nýrakaða né nývaxaða. „Yfirleitt nægir að nota Maxim- svitastopparann eina viku í senn og svo af og til eftir það þegar þörf krefur. Fólk sem svitnar mikið og ann- ars þyrfti að skipta um skyrtur og boli oft á dag kann mjög vel að meta hann og vinsældir hans fara stöðugt vaxandi,“ segir hún. Sandra Lárus- dóttir hjá AT Hús ehf. sem hefur flutt inn Maxim-svita- stopparann frá 2004 tekur í sama streng. Hún segir ótrúlega marga glíma við svita- vandamál. „Það er hvimleitt fyrir þjóna , ta n n- lækna, kenn- ara, heilbrigðis- starfsmenn og fleiri sem eru í stöðugu návígi við fólk að vera með svitapolla undir höndunum. Fólk á breytingaskeiði og fólk sem þarf að taka mikið af lyfjum svitnar og lyktar af þeim sökum. Maxim er eins og himnasending fyrir það.“ Sandra tekur samt fram að fara verði eftir notkunar- leiðbeiningum á pökkunum. Útsölustaðir Maxim eru eftir- taldir: Lyfja, Árbæjarapótek, Fjarðarkaup, Femin.is, Verði þinn vilji, Lyfjaval, Urðarapótek, Laugar Spa World Class, Reykja- víkurapótek, Choke, Apótek Vest- urlands, Apótekið og Butik.is. Himnasending fyrir fólk með svitavandamál Maxim-svitastopparinn er viðurkenndur af læknum enda er hann eins og himnasending fyrir marga sem eiga við svitavanda að glíma. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir í Laugum Spa segir vinsældir hans vaxandi. „Yfirleitt nægir að nota Maxim-svitastopparann eina viku í senn og svo af og til eftir það þegar þörf krefur,“ segir Aðalheiður, snyrti- fræðingur og keppandi í Model fitness. MYND/VALLI Útsalan hefst í dag 20-80% afsláttur Við erum á Ótrúlegt úrval af sumarkjólum fyrir brúðkaupið og sumarveislurnar Árleg skýrsla Fíkniefna- og glæpa- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni í heiminum var birt í lok síðustu viku. Í skýrslunni kemur fram að Ísland er á meðal fjögurra þjóða Evrópu þar sem dánartíðni af völdum fíkniefna er hvað mest, yfir hundrað fíkniefnatengd dauðs- föll á hverja milljón íbúa. Hinar þrjár Evrópuþjóðirnar eru Úkr- aína, Írland og Lúxemborg. Meðal- dánartíðni á hverja milljón íbúa er í kringum 46 til 48 á ári hverju í Evrópu. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum Fíkniefna- og glæpa- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2009. Í skýrslunni kemur fram að miðað er við dauðsföll tengd inntöku of stórs skammts fíkniefna, sjálfsmorð af völdum fíkniefna, slys eins og umferðar- slys sem verða vegna fíkniefna- neyslu, dauðsföll af völdum sjúk- dóma sem verða vegna notkunar sprautunála eða sjúkdómum sem tengjast langtímafíkniefnanotk- un. Sá fyrirvari er gerður við upp- lýsingarnar að skráning og flokk- un dauðsfalla af völdum fíkniefna getur verið með mismunandi hætti í löndum heims. Þórarinn Tyrfingsson, fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, hafði ekki kynnt sér niður- stöður skýrslunnar þegar haft var samband við hann. Hann sagði þó að niðurstöðurnar kæmu sér á óvart. „Það vekur grunsemdir að við skulum vera svona hátt uppi um leið og við erum með hæstu lífslíkur fyrir karlmenn í Evr- ópu. Flestir sem deyja af völdum fíkniefna fyrir aldur fram eru karlmenn, þannig að þetta ætti að koma niður á þeim tölum,“ segir Þórarinn og bætir við að hann taki tölunum með miklum fyrirvara og þær séu ekki frá Vogi komnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er haldin skrá yfir dánarmein hjá stofnuninni þannig að líklegt er að tölurnar séu þaðan. Upplýsingar frá Landlæknisemb- ættinu gefa til kynna að túlka verði samanburð á dánartíðni milli landa með fyrirvara vegna mismunandi greiningaraðferða og aldurssamsetningar. Í skýrslunni kemur fram að í Evrópu séu dauðsföll af völdum fíkniefna milli 25 þúsund og 27 þúsund á ári hverju. Flest dauðs- föll af völdum fíkniefna verða í Úkraínu, Rússlandi, Bretlandi, Spáni og Þýskalandi, en samtals um áttatíu prósent allra fíkniefna- tengdra dauðsfalla í álfunni verða í þessum fimm löndum. martaf@frettabladid.is Há dánartíðni af völdum fíkniefna Ísland er í hópi fjögurra Evrópuþjóða sem eru með hvað hæsta dánar- tíðni af völdum fíkniefna í álfunni samkvæmt nýrri skýrslu frá Sam- einuðu þjóðunum. Dánartíðnin er yfir hundrað á hverja milljón íbúa. Ísland mælist með dánartíðni vegna fíkniefna yfir hundrað á hverja milljón íbúa, en meðaltalið er á bilinu 46 til 48. NORDICPHOTOS/AFP E.coli sýking orsakast af bakteríunni Escherichia coli, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis. Uppruna sýkinganna má oftast rekja til nautgripa og afurða þeirra. Helsta smitleiðin er með menguðum mat- vælum og vatni en einnig getur orðið beint smit milli manna. www.doktor.is Kynning

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.