Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 20
28. JÚNÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● á ferð um landið gangi í kjölfarið en nú ríkir orðið meira jafnvægi. Ég heyri þó oft á munnmæli fólks að það geti ekki hugsað sér að koma hingað, og staðurinn hefur vissulega beðið tjón af þeirri ógæfu sem hér varð,“ segir Keran, sem gefur gestum Breiðavíkur nýlagaðan molasopa allan sólarhringinn. „Töfrar Breiðavíkur liggja í náttúrunni, fuglalífinu og kyrrð- inni. Þeirri upplifun verður ekki lýst með orðum að vera kominn svo langt frá alfaraleið og horfa á sólina ganga í sjóinn og roðagylla sandinn. Hér nýtur fólk óviðjafn- anlegrar náttúru og unaðslegs at- lætis á góðum stað, og í dag er eng- inn á Breiðavík sem bítur,“ segir Keran í stærsta sandkassa Íslands, sjálfri fjörunni í Breiðavík. „Sagan verður alltaf til staðar, rétt eins og á Þingvöllum þar sem fólk var dæmt til dauða og tekið af lífi. Samt flykkist fólk þang- að áfram á meðan það sniðgengur Breiðavík. Hins vegar hefur komið skýrt fram hjá þeim mönnum sem dvöldu hér í æsku að staðurinn var þeim afskaplega vingjarnleg- ur og að umhverfið bætti upp ljót- leika mannanna,“ segir Keran, sem undanfarin ár hefur boðið Breiða- víkurdrengjum að koma vestur um hvítasunnuhelgina. „Margir hafa endurnýjað kynni sín af Breiðavík og komið aftur og aftur. Allir eru þeir orðnir mikl- ir vinir okkar og yndislegt fólk. Að sjá þá fara sæla til baka gefur okkur Birnu kraft til að takast á við þetta og enn hef ég ekki hitt neinn sem hefur séð eftir því að koma, en á móti séð miklar og góðar breytingar á mönnunum eftir á,“ segir Keran, sem ætlar að viðhalda sögunni sem ekki má gleymast í samvinnu við Breiða- víkurdrengina sjálfa. „Það er vandmeðfarin vinna en ég hef boðið þeim að taka frá fal- legan reit í víkinni sem helga má þeim sem hér dvöldu. Hugmynd- ir eru um að gróðursetja þar tré fyrir hvern og einn pilt, ásamt því að setja upp minnisvarða og falleg- an trjálund til íhugunar. Við horf- um því fram á veginn, á bjarta tíma og fallega vík.“ - þlg NÍUNDI DAGUR: INGJALDUR  TUNGUFJALL Við sváfum ágætlega en nokk- uð hvessti um miðja nótt þannig að tjaldið blakti og ég hafði áhyggjur af dótinu mínu úti, en allt var í lagi þegar við vöknuðum í morgunsól og logni. Framundan beið okkar það verkefni að komast á Heljar- dalsheiði í botni Svarfaðardals. Við gáfum okkur góðan tíma við morgunverðinn og nutum fegurð- arinnar og horfðum stoltir á farar- tálmann sem við sigruðum í gær- kvöldi. Nú var ekki síður fagurt að horfa til Skagafjarðar yfir Elliða, Ármannsfellið og hvassbrýndan Ingjaldshnjúkinn (sem er við In- gjaldsskálina í Kolbeinsdal og er allt annar hnjúkur en fjallið Ingj- aldur), og stundum heyrðum við og sáum grjót hrynja úr honum niður í Ingjaldsskálina. Þetta er morgunn sem seint gleymist. Þetta er kafli úr hinni nýút- komnu bók Svarfaðardalsfjöll eftir Bjarna E. Guðleifsson. Hún fjallar um gönguferðir fjögurra manna upp á tinda, eggjar og fjallahryggi umhverfis Svarfaðar- dal og hliðardali hans, þeirra Árna Þorgilssonar, Grétars Grímssonar, Þorsteins Skaftasonar og höfund- ar. Texti bókarinnar lýsir mikil- fenglegu landslagi og leiðum sem lítið eða ekkert hefur verið skrifað um áður. Hann er gæddur lífi með frásögnum af ýmsu sem við bar á ferðum þeirra félaga, draumum þeirra og veruleika, fólki sem þeir hittu, ásamt kveðskap og þjóðsög- um sem tengjast umræddu svæði. Þá eru 138 myndir og 18 kort bæði til prýði og upplýsingar. Þar eru nöfn flestra tinda og fjallaskarða merkt inn á. Það var hugmynd Hjartar Eld- járns Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal að ganga fjallahring- inn umhverfis Svarfaðardal allan og árið 1995 ákváðu umræddir fé- lagar að gera þá hugmynd að veru- leika. Það tók þá fimmtán göngu- daga á átta árum að ljúka ætlan sinni og höfðu þeir þá farið á 75 tinda og jafnmörg fjallaskörð. Arkað á tinda Svarfaðardals Mynd 76. Í morgunsólinni. Séð út Víðinesdal og Kolbeinsdal yfir Skagafjörð. MYND/ÚR BÓKINNI SVARFAÐARDALSFJÖLL Effitan flugnafæluúði er með mikla virkni en á sama tíma náttúrulegur og án DEET. Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í allt að 8 tíma. Öruggt fyrir ófrískar konur og börn frá þriggja mánaða. Einungis þarf að passa að bera ekki efnið þar sem hægt er að setja í augu og munn. Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella (grastegund sem er notuð í ilmolíur). Effitan er 98,88% náttúrulegur og án allra Paraben efna. Láttu ekki flugnabitin eyðileggja fríið EITUREFNALAUST Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1. *Rannsóknir frá Swiss tropical institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlin. PREN TU N .IS Innflutningsaðili: FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Breiðavík státar af vestasta bar Evrópu, þar sem mikil stemning er að fá sér drykk í töfrandi sólarlaginu. Þar eru einnig 70 rúm, þar af 24 herbergi með baði og dýrindis veitingahús. Hér má sjá stoltan hóp starfsfólks með Birnu Mjöll lengst til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● KYSSTU MIG NÚ, LUNDI! Leiðin út að Látra- bjargi liggur framhjá Breiðavík og er undurfögur alla leið. Látra- bjarg er eitt helsta aðdráttar- afl ferðafólks um Vestfirði; það er vestasti oddi Evrópu og eitt mesta fuglabjarg álfunnar. Frá austri til vesturs er Látrabjarg fjórtán kílómetra langt og afar þverhnípt, en hæst er það 444 metrar við háan Heiðnukinn. Ganga með bjargbrúninni er ævintýri líkust og fugla- lífið ógleymanleg upplifun. Stundum bregður fyrir hvölum skammt frá landi og úti fyrir Látrabjargi sjást útselir oft á klöppum. Líklegt er að bjargið dragi nafn sitt af því, en orðið látur á við um staði á landi þar sem selir kæpa. Öldum saman var sigið í bjargið eftir eggjum en sigi var hætt eftir 1925 þegar fjörutíu þúsund eggjum var safnað. Heimild: www.nat.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRAMHALD AF FORSÍÐU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.