Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 22
28. JÚNÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● á ferð um landið ● VINALEGT VIÐMÓT UM LAND ALLT Vinalegasta við- mótið er yfirheiti sumarherferðar sem Ferðamálastofa stendur að í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda, Samtök ferðaþjónustunn- ar, Íslandsstofu, Ferðamálasamtök Íslands og Markaðsstofur lands- hlutanna. Hugmyndin er að verðlauna það sem vel er gert í þjón- ustu hjá ferðaþjónustuaðilum um allt land og hvetja fólk í þjón- ustustörfum til að veita góða þjónustu og vinalegt viðmót. Fólk getur látið vita af góðri þjónustu með því að hringja í þátt- inn Virka morgna á Rás 2 eða skrifa ábendingu á Facebook-síðu átaksins. Þá er einnig hægt að verðlauna gott viðmót á stöðunum sjálfum með því að „gefa bros“, en broslímmiðar liggja frammi víða og þá má líma á þar til gert veggspjald til að láta í ljós ánægju sína með áþreifanlegum hætti. Nánari upplýsingar um herferðina er að finna á www.sveit.is. Hlaupahátíðin á Vestfjörðum verð- ur haldin í þriðja sinn í sumar, helgina 15. til 17. júlí. Hátíðin var upphaflega hald- in árið 2009 þegar Óshlíðarhlaup og Vesturgatan voru hlaupin sömu helgi í fyrsta sinn. Í fyrra bættust hjólreiðar við og í ár verður einnig boðið upp á sjósund, lengri Vestur- götu og þriggja daga þríþraut. Sjó- sundið fer fram á Pollinum í Skut- ulsfirði og þríþrautin felst í 500 m sundi, 57 km hjólreiðum og 24 km hlaupi. Nánari upplýsingar og dagskrá eru á hlaupahatid.is en skráning fer fram á hlaup.is. Hlaupahátíð á Vestfjörðum Á hlaupahátíðinni verður hlaupið, synt og hjólað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● HJÓLAÐ UM VIÐEY Fjallahjólaklúbburinn fer í ár- vissa hjólaferð til Viðeyjar í dag. Hjólað verður um eyna og sagan skoðuð, hús og minj- ar. Leiðin er hvorki löng né erfið og hentar því flestum. Mæting er við Viðeyjarferjuna ekki síðar en klukkan 19 en lagt er af stað korter yfir. Siglt verður til baka klukkan 22. Hjólagarpar geta fengið sér hressingu í kaffihúsi Viðeyjar- stofu, sem er opin á þriðjudags- kvöldum í sumar. Gjald í ferjuna er þúsund krónur fyrir fullorðna en 500 krónur fyrir börn 7 til 18 ára. www.fjallahjolaklubburinn.is ● LJÓS OG NÁTTÚRA SKAGAFJARÐAR Ljósmyndasýning með myndum eftir Jón Hilmarsson verður opnuð í Hans Petersen, Ármúla 38, á morgun klukkan 18. Sýningin ber yfirheitið Ljós og náttúra Skaga- fjarðar, en það er einnig nafn ljós- myndabókar með myndum Jóns af landslagi og náttúru Skaga- fjarðar. Bókin verður gefin út samhliða opnun sýningarinn- ar og fylgir bókinni geisladisk- ur eftir Alexöndru Chernyshovu, Aðeins þú. Alexandra mun taka nokkur lög af disknum við opnun sýningarinnar. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT OR Skannaðu QR kóðann með snjallsímanum þínum RÚTAN SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF! Bókaðu á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flug rútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll EX PO · w w w .e xp o .is 12 9 Akstur frá BSÍ til fl ugstöðvarinnar með F lug rú tu nn i t ek ur u m þ að bi l 45 MÍNÚTUR 3 6 Áætlun Flugrútunnar frá BSÍ til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Alltaf laus sæti! Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun. Gildir frá 27. mars til 29. október 2011.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.