Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 8
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 Vinsælustu skólarnir Skóli Fyrsta val Annað val Teknir inn Verzlunarskóli Íslands 466 280 336 Menntaskólinn við Hamrahlíð 327 316 225 Menntaskólinn í Reykjavík 247 203 250 Kvennaskólinn 247 225 210 Fjölbrautaskóli Suðurlands 214 51 240 MENNTUN 339 unglingar sem klár- uðu tíunda bekk í vor fengu ekki skólavist í þeim framhaldsskóla sem þeir helst vildu. Átta skólar þurftu að vísa þessum nemendum frá og hafa þeir fengið skólavist í öðrum skólum. Þetta kemur fram í tölum sem Fréttablaðið fékk frá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Innritun nýnema er lokið og hefur öllum 4.209 unglingunum sem luku tíunda bekk í vor og sóttu um framhaldsskóla verið komið fyrir í skólum. Nemendum býðst sem fyrr að sækja um aðal- skóla og annan til vara. Verzlunarskóli Íslands er áfram vinsælasti skóli landsins, en 466 nemar völdu skólann sem sitt fyrsta val í framhaldsskóla. Verzlunarskólinn hefur pláss fyrir 336 nýnema og þurftu því 130 nemendur frá að hverfa. Menntaskólinn við Hamrahlíð er næstvinsælastur, en þangað vildu 327 nemar. Pláss er fyrir 225 nýnema og skólinn þurfti því að vísa 102 frá. Alls sóttu 247 nemar um bæði í Menntaskólan- um í Reykjavík og Kvennaskól- anum í Reykjavík. MR tekur inn 250 og gátu því þrír nemendur sem völdu skólann sem annað val komist inn, en Kvennaskólinn tekur 210 og þurfti að vísa 37 frá. Fjölbrautaskóli Suðurlands, Flensborgarskólinn, Menntaskól- inn við Sund, Fjölbrautaskólinn 1. Hve margar einbreiðar brýr eru á þjóðvegum landsins? 2. Hvar hanna íslenskir arkitektar sextíu hæða íbúðarturn? 3. Hver skrifar um þessar mundir íslenska hryllingsmynd? SVÖR 1. 722 2. Í Mumbai á Indlandi 3. Sigurjón Kjartansson Fjallað verður um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt. Frummælendur eru Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Kristján Möller, alþingismaður og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Fundarstjóri er Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. FJÁRFESTUM Í SAMGÖNGUM MORGUNVERÐARFUNDUR Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um samgöngumál miðvikudaginn 29. júní kl. 8.30 til 10.00 á Grand Hótel Reykjavík Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.sa.is Átta skólar þurftu að vísa nemum frá Verzlunarskóli Íslands er áfram vinsælasti framhaldsskóli landsins. Átta skólar þurftu að vísa frá nemendum en allir sem sóttu um hafa nú fengið skólavist. Um það bil 96 prósent þeirra sem kláruðu tíunda bekk fara í framhaldsskóla. SKÓLASTOFA Í VERZLÓ Flestir nemendur vildu komast í Verzlunarskóla Íslands þetta árið, en 336 munu hefja þar nám í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EVRÓPUMÁL Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þurfi að leita nýs umboðs frá Alþingi, komi sú staða upp að gefa þurfi eftir tollavernd eða aðra lykilþætti í stuðningi við landbúnaðinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Bænda- blaðsins. Afstaða ráðherra kemur fram í svari, dagsettu 22. júní, við fyr- irspurn Bændasamtaka Íslands. Fyrirspurnin er til komin vegna draga að rýniskýrslu ESB um landbúnað, en samtökin telja að þar komi fram að fulltrúar Íslands í samningahópnum hafi viður- kennt réttarreglur ESB í landbún- aðarmálum sem grundvöll við- ræðnanna. Í svari ráðherra segir: „Ef ESB býður Íslandi að samningaborði án skilyrða um aðlögun þá hlýtur samninganefndin að leggja fram sína samningsafstöðu og þegar hún er sett fram reynir fyrst á varnarlínur Bændasamtakanna. Telji samninganefnd Íslands við ESB aftur á móti að gefa þurfi eftir tollvernd eða aðra lykilþætti í stuðningi við landbúnaðinn, að kröfum ESB, er henni væntanlega skylt að leita eftir umboði til þeirr- ar málafylgju hjá Alþingi.“ - kóp Ráðherra segir samninganefnd við ESB ekki geta gefið eftir tollavernd: Þarf nýtt umboð fyrir aðlögun JÓN BJARNASON Telur samninganefnd við EDB þurfa nýtt umboð frá Alþingi verði tollavernd gefin eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA í Garðabæ og Framhaldsskól- inn á Laugum þurftu einnig að vísa nemendum frá sem höfðu haft skólann sem fyrsta val. Þeir þurftu að hafna á bilinu fjórum til 22 nemendum. Aðrir skólar gátu tekið við einhverjum fjölda nem- enda sem ekki komust inn í þann skóla sem þeir helst vildu. Alls sóttu 4.209 unglingar sem útskrifuðust úr grunnskólum landsins í vor um nám í fram- haldsskólum. Það eru rúmlega 96 prósent allra sem útskrifuðust. Hlutfallið er svipað og í fyrra. Um 98 prósent komust inn í annan þeirra skóla sem sótt var um, þar af 87 prósent í þann skóla sem var fyrsta val. Skólarnir þurftu að taka frá fjörutíu pró- sent plássa sinna fyrir nemendur úr skólum í nágrenni þeirra og veita þeim forgang. thorunn@frettabladid.is ÍTALÍA, AP Jose Graziano da Silva, nýkjörinn framkvæmdastjóri Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, segir ekki við öðru að búast en að matvælaverð í heiminum verði hátt áfram næstu árin. Hann segist þó vona að Sam- einuðu þjóðirnar geti aðstoðað ríki heims við að takast á við þennan vanda. Ekki megi reikna með því að matvælaverð lækki fyrr en fjár- málamarkaðir róist. - gb Nýr yfirmaður FAO: Matvælaverð áfram hátt AKUREYRI Akureyrarbær vinnur nú að endurbótum á heimasíðum bæjarins, akureyri.is og visitakur- eyri.is. Bærinn samdi nýverið við Stefnu hugbúnaðarhús um að taka í notkun nýtt vefumsjónarkerfi, og með haustinu verður lokið vinnu við nýjar útgáfur af síðunum. Ragnar Hólm Ragnarsson, vef- stjóri Akureyrarbæjar, segir að tímabært sé að endurskipuleggja veftré stjórnsýslusíðunnar og að þeir sem unnið hafi með nýja kerf- ið beri því vel söguna. Stefna mun hanna og setja upp hina nýju vefi þar sem áhersla verður lögð á einfalt aðgengi og öfluga leitarvél. - sv Akureyri semur við Stefnu: Vefsíður verði endurbættar AKUREYRI Unnið er að endurbótum á vefsíðum Akureyrarbæjar og lýkur þeim í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært rúmlega fertugan karlmann fyrir líkams- árás á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudagsins 26. september 2010. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Cafe Kósý. Manninum er gefið að sök að hafa tekið annan mann hálstaki og snúið hann niður og síðan stappað á höfði hans. Fórnarlambið missti meðvitund og fann fyrir ógleði, svima og sjóntruflunum er hann kom aftur til meðvitundar. - jss Líkamsárás á Cafe Kósý: Stappaði fæti á höfði manns DÓMSMÁL Maður og kona hafa verið ákærð fyrir fjölda þjófnaðar- brota, saman eða sitt í hvoru lagi. Saman brutust þau inn og stálu meðal annars tækjum að verðmæti um 440 þúsund krónur. Maðurinn stal síðan matvælum, áfengi og tölvum úr heimahúsum og verslunum. Konan stal einkum úr vínbúðum, en er jafnframt ákærð fyrir fjár- svik. Hún tók út varning hjá versl- unum N1 fyrir 87 þúsund krónur með viðskiptakorti annarrar konu. - jss Par ákært fyrir fjölda brota: Stálu tækjum, áfengi og mat LÖGREGLUMÁL Lögregla á Selfossi hefur verið kölluð til vegna níu slysa á undanförnum dögum. Maður steyptist af torfæruhjóli við Nesjavelli á föstudagskvöld. Við skoðun kom í ljós að brotnað hafði úr hryggjarlið. Þá varð slys á Langjökli þegar erlendur ferðamaður féll af vél- sleða sem hann var farþegi á. Talið er að hann hafi handleggsbrotnað. - jss Tíð slys í Selfossumdæmi: Slys á torfæru- hjóli og vélsleða Flugmönnum sagt upp Icelandair hefur sent 59 flugmönnum og 37 flugstjórum uppsagnarbréf. Starfs- mennirnir voru ráðnir tímabundið til fyrirtækisins en þar sem kjarasamningar flugmanna leyfa ekki tímabundnar ráðn- ingar er þessari aðferð beitt. Sami háttur hefur verið hafður á undanfarin ár. KJARAMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.