Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 SAMGÖNGUR Töluvert dýrara er að ferðast á milli Akureyrar og Reykjavíkur með rútu en með Flugfélagi Íslands. Ódýrasta flugfargjaldið á milli bæjarfélag- anna er 7.990 krónur en rútuferð- in með fyrirtækinu Sterna, sem er eina hópferðafyrirtækið sem sinnir þessum leiðum, kostar 11.000 krónur. Flugtími á milli er um 45 mínútur en rútuferðin tekur um sex klukkustundir. Rúturnar taka mest um fimm- tíu farþega í sæti og segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Sterna, að afar fátítt sé að bílarn- ir séu fullsetnir. „Það er virkilegt happdrætti hvort við fáum fimm- tíu manns,“ segir hann. Meðal- fjöldi farþega í ferðunum sé um fimmtán. Meðalrúta fer með um 130 lítra af eldsneyti á leiðinni á milli Akureyrar og Reykjavíkur, sem gerir um 31.000 krónur fyrir fyrirtækið. Bílstjóri fær greitt fyrir tíu klukkustunda vinnu og segir Óskar að þegar allt sé dreg- ið saman sé kostnaður fyrirtæk- isins um 100 þúsund krónur fyrir hverja ferð. Á síðasta ári bauð Sterna fimm- tíu prósenta afslátt af öllum far- gjöldum. Óskar segir það þó ekki hafa virkað sem skyldi og hefur ekki trú á því að hægt sé að kaupa fólk í rúturnar með lágum fargjöldum. Árið 2009 var rukk- að fullt gjald og var farþegatalan það ár hærri en í fyrra. „Þetta virkaði ekki. Ég held að við séum orðin svo háð einkabíl- um og öðrum samgönguleiðum,“ segir hann. „Við ráðum ekkert við þessa samkeppni.“ Fokker 50-vélar Flugfélags Íslands taka fimmtíu manns í sæti og eru það algengustu vél- arnar sem fljúga á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Leiguflug á milli staða kostar um 350 þús- und krónur og séu öll sæti seld er kostnaðurinn á mann 7.000 krónur. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir það færast í aukana að stórir hópar nýti sér flugferðir á milli staða. Árni segir þó að eldsneytisverð bitni mikið á flug- félögunum og sá kostnaður vegi mjög þungt. „Um tuttugu prósent af okkar kostnaði eru eldsneyti og um leið og olíuverð hækkar lendir það alveg jafn mikið á okkur og hinum almenna neytanda,“ segir hann. „En við erum að reyna að halda aftur af verðhækkunum, sem virðist vera að bera þann árangur að farþegum fjölgar.“ - sv Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Ferðalög innanlands 28. júní 2011 148. tölublað 11. árgangur Ég held að við séum orðin svo háð einka- bílum og öðrum samgöngu- leiðum. Við ráðum ekkert við þessa samkeppni. ÓSKAR STEFÁNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI STERNA Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Guðni Páll Viktorsson heillaðist af kajakróðri fyrir rúmu ári og hefur róið nánast daglega síðan. E in besta aðstaða til kajakróðurs á landinu er hér á Ísafirði,“ segir Guðni Páll Viktorsson þar sem hann rennir sér yfir spegilsléttan Pollinn innst í Skutulsfirði. „Hér innst í firðinum er mikil veð-ursæld og mikið logn á sumrin, sem gerir það að verkum að við komumst alltaf á sjó þrátt fyrir snælduvitlaust veður úti á miðum,“ segir hann.Guðni Páll kynntist íþróttinni fyrir aðeins rúmu ári en hefur náð góðum tökum á henni þrátt fyrir það. „Kajakíþróttin er mjög vinsæl hér á Ísafirði og ræðararnir mjög áberandi á Pollinum. Ég heill-aðist af þessu, ákvað að kaupa mér kajak og fór á námskeið hjá Halldóri Sveinbjörnssyni og hef róið nánast daglega síðan,“ segir Guðni Páll glaðlega. En hvað er svona heillandi? „Það er frelsið, og svo kynnist maður náttúrunni á annan hátt. Ég er sjómaður á veturna og þekki því sjóinn en á kajak fær maður allt aðra sýn á hafið og ber meiri virðingu fyrir náttúruöflunum,“ útskýrir hann. Guðni Páll miðlar nú þekk-ingu sinni áfram. „Ég kenni sumarnámskeið fyrir börnin á Ísafirði og kenni þeim bæði á kajak og litla seglbáta. Hér þykir börnum sjálfsagt að leika við og í sjónum og því er nauðsynlegt að gera þau meðvituð um hvað getur gerst,“ segir Guðni Páll og telur að börnin beri meiri virðingu fyrir sjónum eftir námskeiðið og þyki sjálfsagt að klæðast björgunarvestum eftir það. solveig@frettabladid.is Hafið fær aðra vídd Náttúrulaugar eru víða um land og vinsælt að baða sig í þeim. Þessar laugar eru yfirleitt í umsjón land- eða skálavarða en sjaldnast vaktaðar sem slíkar. Börn ættu því aldrei að vera í þessum laugum nema undir stöðugri umsjón fullorðinna. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál AIR-O-SWISSUltrasonic rakatæki • Innbyggður rakamælir• Heitur og kaldur úði• Vörn gegn bakteríumyndun• Draga úr þurrki í augum og öndunarfærum Einstök hönnun Á ferð um landiðÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Flugið ódýrara en rútuferð Mun dýrara er að ferðast með rútu á milli Akureyrar og Reykjavíkur en með flugi. Rútuferðin kostar 11.000 en ódýrasta flugfargjaldið er 7.990. Talsmaður hópferðafyrirtækis segir markaðinn óviðráðanlegan. Akureyri - Reykjavík Ferð með áætlunarflugi Krónur Flugtími 40 til 45 mínútur Forgangur 15.620 Ferðasæti 13.060 Sparsæti 11.180 Bónussæti 9.980 Nettilboð 7.990 Ferð með rútu Krónur Ferðatími um sex klukkustundir Almennt verð 11.000 Námsmenn (vetur) 5.500 Fáránlega sætur María Mjöll Björnsdóttir er einn mesti Justin Bieber aðdáandi landsins. fólk 30 AÐILDARVIÐRÆÐUR HAFNAR Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra dró enga dul á að Íslendingar yrðu Evrópusambandinu erfiðir þegar kæmi að sjávarútvegsmálum við upphaf aðildarviðræðna í gær. Hann ræddi við fjölmiðlamenn ásamt Janos Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands, og Stefan Füle, stækk- unarstjóra ESB (til hægri), í Brussel í gær. Sjá síðu 4 NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Trausti Salvar Kristjánsson, knattspyrnuáhugamaður vinnur nú að heimildarmynd um Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfara. Trausti hefur fylgst með vinnu Guðjóns við þjálfun BÍ/ Bolungarvíkur síðan í vor. Ferill Guð- jóns er bæði langur og áhugaverður, svo Trausti ætti að hafa úr nægu að moða: „Hann er nátt- úrulega mjög umdeild persóna og þjálfari. Þetta er því ekki bara heimildarmynd um knattspyrnu- þjálfarann Guðjón Þórðarson heldur einnig um pabbann, eigin- manninn og manneskjuna sjálfa,“ segir Trausti Salvar. - fgg / sjá síðu 30 Ný heimildarmynd í vinnslu: Kortleggur feril Gauja Þórðar GUÐJÓN ÞÓRÐARSON HEILSA Ísland er meðal fjögurra þjóða Evrópu þar sem dánartíðni af völdum fíkniefna er hvað hæst, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni í heiminum sem gerð var opinber í lok síðustu viku. Þar kemur fram að í löndunum fjórum verði yfir hundrað fíkniefnatengd dauðsföll á hverja milljón íbúa á ári. Meðaldánartíðni vegna fíkniefna í Evr- ópu á hverja milljón íbúa er 46 til 48 á ári. Hinar þrjár Evrópuþjóðirnar þar sem dánartíðni er yfir hundrað á hverja milljón íbúa eru Úkraína, Írland og Lúxemborg. Tölurnar byggja á gögnum frá árinu 2009 sem Fíkniefna- og glæpaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur aflað hér á landi. Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri með- ferðarsviðs á Vogi, hafði ekki kynnt sér niðurstöður skýrslunnar þegar haft var samband við hann en sagði þó að þær kæmu sér á óvart. - mmf / sjá Allt Árleg skýrsla Fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kynnnt: Dánartíðni hér með því hæsta HVASSAST V-TIL Í dag verður úrkoma á A- og N-verðu landinu. Víðast hvar 5-10 m/s en hvassara allra vestast og austast. Hiti 5-16 stig, hlýjst S-til. VEÐUR 4 5 14 10 6 7 Íslenskir hagsmunir og ESB Aðild Íslands að Evrópu- sambandinu er stórt skref í sögu landsins að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar. í dag 15 Kajakróður vinsæll á Ísafirði Guðni Páll Viktorsson rær daglega kajak á Skutulsfirði. allt 1 Biðin lengist enn Fram er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Pepsi-deild karla í sumar. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.