Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 14
14 28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast
okkur fréttir af fjöldamótmælum
almennings innan ESB, neyðarfundum
ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar,
auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl.
Því hefur jafnan verið haldið fram að
efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki
orðið ef við hefðum verið innan ESB en
staða margra ríkja innan sambandsins
sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki
á rökum reistar. Grikkir höfðu nær
ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé
og skuldir landsins eru í dag 340 millj-
arðar evra, þar af er rúmlega þriðjung-
ur við einkabanka í Frakklandi, Þýska-
landi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og
norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja
meira á almenning til að bjarga Grikkj-
um, Spánverjum, Portúgölum o.fl.
ESB fyrirskipar einkavæðingu
opinberra fyrirtækja!
ESB fyrirskipar Grikkjum að skera
niður almannaþjónustu og einkavæða
opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki
sem ESB hefur gert kröfu um að verði
einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn
í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki,
orku- og gasfyrirtæki, hafnarmann-
virki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólit-
ísk spenna hefur sjaldan verið meiri
innan ESB og ráðamenn í Brussel eru
að vonum áhyggjufullir, enda hefur
evran aldrei staðið veikar. Mótmæli
brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að
almenningur greiði ekki skuldir einka-
banka í fjarlægum löndum. Kröfurnar
frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið
verðið að borga!
Hvað segja jafnaðarmenn?
Það er æpandi tómarúm í málflutningi
þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd
að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikk-
land er ekki eina vandamálið. Ef vandi
Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og
fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er
það að einkavæða opinber fyrirtæki í
þeim tilgangi að greiða inn í erlenda
einkabanka? Er nema von að almenn-
ingur mótmæli? Þrátt fyrir að einn
æðsti maður efnahagsmála á Íslandi
vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar
sínu máli og fréttaflutningur í erlendum
fjölmiðlum segir allt sem segja þarf.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN HALLDÓR
Hver er í raun vandi Grikkja?
Efnahags-
mál
Ásmundur
Einar Daðason
þingmaður
Framsóknar-
flokksins
Las hún stefnuna?
Lilja Mósesdóttir sagði nýverið skilið
við Vinstri græn, ekki vegna stefnunn-
ar heldur þess foringjaræðis sem
þar var að finna. Ekki er langt
síðan Lilja bauð sig fram undir
stefnu flokksins og talaði fyrir
henni. Nú skrifar Lilja um
að fyrning skuldsetts kvóta
muni leiða til málaferla og
aldrei geta orðið. Í því
ljósi er athyglisvert
að kíkja á stefnuna
sem Lilja bauð sig
fram undir í síðustu
kosningum. Þar er
megintillagan inn-
köllun og endurráðstöfun aflaheim-
ilda; fyrning kvóta. Las hún stefnuna
sem hún barðist fyrir?
Einkamálaauglýsing?
Nú berast fregnir af því að einn
stjórnlagaráðsmanna vilji að
tekið sé fram í nýrri stjórnar-
skrá að þjóðin sé kristin. En hví
að hætta þar? Af hverju ekki
að koma með tæmandi
lýsingu á þjóðinni,
hvernig hún er og um
hvað hún hugsar?
Gera stjórnarskrána
að fallegri einka-
málaauglýsingu?
Grikklandsfárið
Áhugamenn um innihaldslausar
deilur ættu að kætast þessa dagana
þegar umræðan um ESB eða ekki er
að komast á flug.
Í gær mátti sjá fjölda greina þar sem
ólík sjónarmið komu fram; ýmist er
slæmt efnahagsástand í Grikklandi
evru og ESB að kenna, eða evran
og ESB munu bjarga því
sem bjargað verður eftir
óstjórn heimamanna.
Hvernig þetta nýtist
Íslendingum til upp-
lýstrar ákvörðunar er
svo aftur annað mál.
kolbeinn@frettabladid.is
Allt sem þú þarft
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
N
ýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusam-
bandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar
sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar
eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta
mánuði. Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins
vegar að Ísland er vel undir aðild
að Evrópusambandinu búið. Fram
hefur komið að 21 kafla af 33 í
regluverki Evrópusambandsins
hafi Ísland þegar leitt að mestu
eða öllu leyti í íslenzk lög. Það er
til vitnis um þá aðlögun Íslands
að regluverki Evrópusambands-
ins sem átt hefur sér stað á þeim
sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið
hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að
sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild. Hægt var að ljúka
samdægurs viðræðum um tvo kafla af fjórum, sem byrjað var að
ræða í gær.
Íslenzk stjórnvöld stefna að því að áfram verði hraður gangur í
viðræðunum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir
í gær að reynt yrði að hefja viðræður um helming kaflanna á þessu
ári og afganginn á fyrri hluta næsta árs.
Það er bjartsýn áætlun. Viðræður ríkja sem sækja um aðild að
Evrópusambandinu hafa yfirleitt gengið hægar en stefnt var að.
Langan tíma getur tekið að leysa einstök erfið mál, þótt viðræður
um allt annað gangi vel.
Búast má við að kaflarnir um landbúnað og sjávarútveg verði
erfiðastir viðfangs í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Til
að ná samkomulagi í þeim málum mun þurfa að gera málamiðlanir.
Þær þurfa meðal annars að byggjast á fordæmum í samningum ESB
við önnur ríki, til dæmis ákvæðum um heimskautalandbúnað sem
urðu til þegar Svíþjóð og Finnland gengu í ESB. Þær geta líka orðið
til með því að Ísland leitist við að fá fram breytingar á stefnu ESB,
eins og líklegt er að geti gerzt í sjávarútvegsmálum, enda tala æ
fleiri fyrir því innan sambandsins að sjávarútvegsstefnu þess verði
breytt í átt til þess sem tíðkast á Íslandi.
Algengt viðkvæði hjá hagsmunaaðilum bæði í landbúnaði og
sjávarútvegi er hins vegar að ómögulegt sé að byggja á fordæmum
innan ESB og til lítils að reyna að hagnýta breytt viðhorf til stjórn-
unar fiskveiða. Þessi öfl tala fyrir ýtrustu kröfum; í raun óbreyttu
ástandi. Það eru auðvitað óraunhæfar kröfur og eingöngu til þess
fallnar að veikja samningsstöðu Íslands, enda eiga þeir sem setja
þær fram það sameiginlegt að vilja alls engan samning.
Kannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill
ljúka aðildarviðræðunum við ESB og fá að greiða atkvæði um niður-
stöðuna. Skylda samningamannanna er að leitast við að ná sem
beztum samningi. Viðræðurnar geta siglt í strand en sagan sýnir að
þær klárast alltaf á endanum. Í fyrri viðræðum ESB við umsóknar-
ríki hefur oft ekki verið höggvið á hnútinn í erfiðustu málunum fyrr
en á lokametrum viðræðnanna, þegar lýðræðislega kjörnir ráðamenn
aðildarríkjanna taka við verkefninu af embættismönnum.
Eiginlegar aðildarviðræður við ESB hafnar:
Skylda að ná
góðum samningi