Fréttablaðið - 28.06.2011, Page 6
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
FRÉTTASKÝRING
Hvað verður um kjöt sem verslanir
senda til baka til kjötvinnslna?
Förgun kjötvöru sem kjötvinnslu-
fyrirtækið Norðlenska ehf. fær
til baka vegna skilaréttar kost-
ar fyrirtækið tugi milljóna króna
á ári, að sögn Sigmundar Einars
Ófeigssonar framkvæmdastjóra.
Hann segir Norðlenska ekki bjóða
mötuneytum kjötvöru sem sé að
renna út á tíma.
„Við vitum auðvitað ekki hvern-
ig kælingin í verslununum hefur
verið. Sumt af skilavöru sem fryst
er fyrir síðasta söludag getum
við nýtt í okkar eigin mötuneyti,“
greinir Sigmundur frá.
Hann segir starfsmenn fyrir-
tækisins fjarlægja kjötvörurnar
úr verslunum fyrir síðasta söludag.
„Neytandinn hættir að kaupa
vörurnar þegar einn til tveir dagar
eru eftir í síðasta söludag. Varan
lifir samt í nokkra daga eftir það.
Verðmætin sem fara í súginn eru
mikil. Senda þarf vöruna aftur til
okkar og við tökum þann kostnað á
okkur. Vegna flokkunar sorps þarf
að taka vöruna úr plastinu og það
er heilmikil vinna.“
Inntur eftir því hvort þessi
kostnaður fari ekki út í verðlag-
ið segir Sigmundur að eflaust sé
það neytandinn sem borgi á end-
anum. Hins vegar sé erfitt að meta
hvort hugmyndir Bónuss um afnám
skilaréttarins lækki vöruverð.
Vegna skilaréttarins hafa kjötsalar
ákveðið magn kjöts sem fer í versl-
anir og raðað því í hillur. „Vonandi
kemur breytingin neytendum til
góða en eftir er að sjá hvernig úr
þessu spilast.“
Eiður Gunnlaugsson, forstjóri
Kjarnafæðis, segir reynt að fjar-
lægja kjötvöruna úr verslunum
áður en hún rennur út. „Við seljum
hana þá einhverjum öðrum í ein-
hvers konar mötuneyti og svoleið-
is.“
Hann segir enga reglu gilda um
hvaða vörur séu seldar mötuneyt-
um. „Það er bara unnið úr þess-
um málum. Tökum sem dæmi
lambalæri sem á stendur að síð-
asti söludagur sé þriðjudagur. Þá
er það tekið úr sölu á mánudegi.
Það er ekkert mál að selja það með
afslætti í mötuneyti sem eldar úr
því á þriðjudeginum.“
Yfirkokkurinn á Vogi, Hauk-
ur Hermannsson, segir hægt
að gera góða samninga við kjöt-
vinnslufyrirtæki um kaup á skila-
vöru. „Afslátturinn hefur verið
um fimmtíu prósent. Ég kaupi
hins vegar aldrei ferskvöru. Ég
hef keypt hamborgarhryggi eftir
stórhátíðir en þá safnast kannski
upp birgðir. Varan er fersk fram á
síðasta söludag og þá er hún fryst.
Ég tæki aldrei séns á að kaupa
ferska vöru komna á tíma.“
Ágúst Andrésson, forstöðumað-
ur kjötafurðastöðvar Kaupfélags
Skagfirðinga, segir samkomulag-
ið um skilarétt ekki eðlilega við-
skiptahætti.
„Ég fagna hugmynd Bónuss um
afnám skilaréttar. Mín skoðun er
sú að neytendur eigi að fá að njóta
þess þegar styttast fer í líftíma vör-
unnar, eins og tíðkast í nágranna-
löndum okkar. Við tókum okkar
eigin ákvörðun um afnám skila-
réttar og erum að vinna okkur út úr
þessu. Reyndar truflar þetta okkur
minnst, þar sem við vinnum mest
með frosið kjöt. Svo á eftir að koma
í ljós hvort þeir sem eru með þann-
ig stöðu að þeir vilja ekki hleypa
öðrum að í verslununum vilja halda
í þessa viðskiptahætti.“
ibs@frettabladid.is
Förgun skilakjöts
kostar tugi milljóna
Mötuneyti kaupa hluta af því kjöti sem verslanir skila til kjötframleiðanda.
Yfirkokkurinn á Vogi kveðst hafa keypt hamborgarhryggi af kjötvinnslum með
helmings afslætti. Neytandinn á endanum segir framkvæmdastjóri Norðlenska.
INNKAUP Bónus vill afnema skilarétt á kjötvörum. Vonast er til að það lækki vöru-
verð. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
EVRÓPUMÁL Úkraínumenn vilja
sterkara orðalag um að þeim kunni
að standa aðild að ESB til boða í
framtíðinni en utanríkisráðherrar
ESB hafa viljað kvitta upp á. Þetta
segir sendiherra landsins gagn-
vart ESB, Kostíantín Jelisejev, í
viðtali við EUobserver.
Í nýleg r i endu rsko ðu n
Nágrannastefnu ESB segir að
utanríkisráðherraráð ESB „taki til
greina Evrópumetnað og Evrópu-
val sumra þjóða“ en þetta þykir
Úkraínumönnum ekki mikil skuld-
binding af hálfu ESB.
Jelisejev sendiherra segir að í
Kænugarði verði leitað hófanna
um að sterkari heit verði sett í inn-
gangsorð að væntanlegum sam-
starfssamningi við ESB, en þess
fyrir utan á landið í fríverslunar-
viðræðum við sambandið, ásamt
fleiri þjóðum. Samningur sá heit-
ir „Verulegur og víðfeðmur frí-
verslunarsamningur“ og er sagður
vera „létt-aðildarsamningur“, því
í honum felst ákveðin aðlögun við-
skiptalöggjafar Úkraínu að reglu-
verki ESB.
„ESB-aðild er hugsjónin sem
helst sameinar Úkraínumenn og
því er svo mikilvægt að hafa þetta
í inngangsorðunum,“ segir sendi-
herrann. Þetta sé heimspólitískt
val landsmanna um að stíga í átt
til vesturs, en Rússar hafa einnig
boðið þjóðinni upp á fríverslun og
ódýrt gas. - kóþ
Utanríkisráðherrar ESB tregir til að skuldbinda sig gagnvart fleiri ríkjum í bili:
Úkraína vill fá aðildarheit ESB
Á HRAÐFERÐ VESTUR Þessir úkraínsku
reiðhjólakappar vissu vel hvert ferðinni
var heitið þegar þeir kepptu í Rauð-
nauts-rallíinu í Kænugarði í vikunni.
Sendiherra þeirra segir áfangastað
þjóðarinnar vera vestrið. NORDICPHOTOS/AFP
Hefur þú samúð með kröfum
flugmanna í kjaradeilu þeirra?
JÁ 16%
NEI 84%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Veiðir þú á stöng?
Segðu skoðun þína á visir.is
HEILBRIGÐISMÁL Bólusetningar gegn legháls-
krabbameini á öllum tólf ára stúlkum hér á landi
hefjast í september næstkomandi.
Landlæknisembættið hefur gert samning um
kaup á bóluefni gegn HPV (Human Papilloma
Virus) sýkingum og leghálskrabbameini og í
kjölfarið var samið um kaup á bóluefninu Cerv-
arix, sem notað verður í almennum bólusetning-
um á stúlkum hér á landi.
Talið er að með almennri bólusetningu megi
koma í veg fyrir um sextíu til sjötíu prósent
leghálskrabbameins og um fjörutíu prósent
alvarlegra forstigsbreytinga þess. Hér á landi
greinast árlega um sautján konur með legháls-
krabbamein og um 300 konur með alvarlegar
forstigsbreytingar.
Veturinn 2011 til 2012 verða stúlkur fæddar
1998 og 1999 bólusettar. Í framhaldi af því verða
allar tólf ára stúlkur bólusettar árlega. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá landlæknisemb-
ættinu.
Full bólusetning felur í sér þrjár sprautur og
áætlað er að bólusett verði í skólum landsins,
en framkvæmd bólusetningarinnar er á ábyrgð
heilsugæslunnar. Fræðsluefni til stúlkna og
foreldra þeirra verður dreift í byrjun skólaárs
2011. Með bólusetningunni verður komið í veg
fyrir sýkingar af völdum HPV sem valdið geta
leghálskrabbameini. - sv
Bólusetningar gegn leghálskrabbameini hjá öllum tólf ára stúlkum hér á landi byrja í september:
Talið minnka líkur um 60 til 70 prósent
BÓLUSETNING Talið er að bólusetningarnar minnki líkur
á forstigsbreytingum leghálskrabbameins hjá stúlkum
um fjörutíu prósent.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT
Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira
útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar,
meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir,
meiri virkni, meira
úrval. Þú færð meira
af öllu á Vísi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
KJÖRKASSINN