Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. júní 2011 11 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Sæktu um skuldalækkun strax í dag Skuldalækkun Landsbankans verður aðeins í boði í fáeinar vikur. Sæktu strax um að lækka skuldir þínar áður en frestur rennur út. Ekki þarf að sækja um lækkun fasteignaskulda ef öll áhvílandi lán eru í Landsbankanum. Sækja þarf um ef önnur lánafyrirtæki þurfa að færa niður skuldir. Ekki þarf að sækja um endur - greiðslu vaxta heima síðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Lækkun fasteignaskulda - Þú sækir um í næsta útibúi Lækkun annarra skulda - Þú sækir um í netbankanum 1. júlí 15. júlí HESTAMENNSKA „Stuðningur Sam- skipa er afar mikilvægur og hefur þau áhrif að auðveldara er að halda niðri kostnaði við mótshald og útgerð landsliða, sem ella myndi lenda á hestamönnum og mótsgest- um að greiða í formi hærri aðgangs- eyris og þátttökugjalda.“ Þetta segir Haraldur Þórarins- son, stjórnarformaður Landssam- bands hestamannafélaga og Lands- móts hestamanna ehf. um nýjan samning við Samskip hf. Harald- ur og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, hafa undirritað víðtæk- an samstarfs- og styrktarsamning sem tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hesta- íþrótta til loka árs 2013. Þar má nefna landsmót, Íslandsmót og bæði heimsmeistaramót og Norðurlanda- mót íslenskra hesta. Stuðningur Samskipa verður með margvíslegum hætti, svo sem flutn- ingar og flutningatengd þjónusta, verðlaunagripir, tæki og búnaður. Ásbjörn segir að Samskip horfi meðal annars til þess að íslenski hesturinn beri hróður lands og þjóð- ar víða um veröld og höfði til fjölda fólks á öllum aldri, bæði hér heima og í nítján þjóðlöndum. - jss GADDSTAÐAFLATIR 2008 Samningurinn tekur til nokkurra af helstu viðburðum hesta- mennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013. Samningur Samskipa um margvíslegan fjárhagslegan stuðning við hestamannafélög til loka ársins 2013: Stuðningur heldur niðri kostnaði við landslið LÖGREGLUMÁL Maður sló annan nokkur hnefahögg við Rauða húsið á Eyrarbakka aðfaranótt sunnu- dags. Fórnarlambið hlaut minni háttar áverka á andliti. Árásar- maðurinn var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ölvuðum mönnum sem voru fyrirferðarmiklir og ógnandi á Eyrarbakka aðfaranótt sunnu- dags. Annar þeirra var hand tekinn og vistaður í fangaklefa. Báðir mennirnir verða kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt, áfengislögum og lögreglulögum. - jss Selfosslögregla í önnum: Tveir ógnandi menn og árás ÖRYGGISMÁL Grindvíkingar eru varaðir við grunsamlegum mannaferðum í bænum af bæjar- yfirvöldum á staðnum. Á heima- síðu sveitarfélagsins kemur fram að maður af erlendum uppruna banki upp á og bjóðist til að mála þakið fyrir húseigendur. Grindvíkinga grunar hins vegar að maðurinn hafi fyrst og fremst verið að kanna hvort við- komandi hús hafi verið mannlaus. Menn eru hvattir til þess að láta lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og læsa húsum sínum, hvort sem fólk er heima eða að heiman. - shá Illur grunur í Grindavík: Draga heilindi húsamálara í efa UMHVERFISMÁL Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á tíu ára afmæli í dag. Haldið verður upp á afmælið í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum milli tvö og sex. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun meðal annars ávarpa gesti á afmælis- hátíðinni. Þá verða hollvinasam- tök þjóðgarðsins kynnt. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001 til að standa vörð um náttúru svæðis- ins og sögulegar minjar. Hann er opinn árið um kring. - þeb Tíu ár frá stofnun þjóðgarðs: Snæfellsjökull heldur afmæli JÖKULLINN Þjóðgarður hefur verið til um Snæfellsjökul í tíu ár í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sóttu veikan mann í bát Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega veikan mann í línubátinn Rifsnes SH-44 aðfaranótt mánudags. Báturinn var að veiðum um hundrað sjómílur vestur af Reykjanesi. Þyrlan flutti manninn á Landspítalann í Foss- vogi í gærmorgun. LANDHELGISGÆSLAN DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur verið dæmdur í þrjá- tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun og vörslu kannabislaufa. Efnin fundust við húsleit lögreglu hjá honum. Um var að ræða 87,75 grömm af kannabislaufum og 17 kanna- bisplöntur, sem hann geymdi á heimili sínu í Reykjavík. Maður- inn játaði brot sitt. Honum hefur nokkrum sinnum verið gerð refsing fyrir umferðarlaga brot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. - jss Var með plöntur og lauf: Kannabisrækt- andi dæmdur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.