Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 4
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 27.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,4489 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,88 116,44 185,42 186,32 164,84 165,76 22,098 22,228 21,108 21,232 17,902 18,006 1,4354 1,4438 184,09 185,19 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is NAGLALAKK FRÁ NAILS INC. LONDON – 4 HIMNESKIR LITIR endingargott, hágæða Mjög akk í gullfallegum litumlagln a ara öllum konum.ems f beautybar.iswww. 20 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 2.890 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 6.990 kr. Verð 59% Afsláttur 4.100 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ BW A TB P • SÍ A • 1 11 553 1 BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Íslensk stjórnvöld eru tilbúin að hefja viðræður um alla kafla aðildarviðræðna við Evrópusambandið, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra. Stækkunarstjóri sambandsins segir það verða mikla ögrun bæði fyrir Íslendinga og sambandið að takast á um sjávarútvegs- málin. Formlegar aðildarviðræður Íslands hófust á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í Brussel í gær sem stóð í rúma klukkustund. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sat fundinn með utanríkisráðherra ásamt Stefáni Hauki Jóhannessyni, formanni samninganefndar Íslands. János Martonyi, utanríkisráðherra Ung- verjalands, sem nú er að ljúka forsæti sínu hjá sambandinu, lýsti yfir ánægju sinni með að formlegar viðræður væru nú hafnar við Íslendinga. Ungverjar lögðu sérstaka áherslu á það á tíma sínum sem forysturíki sambands- ins að sinna stækkunarferli þess. Martonyi sagði Íslendinga koma vel undir- búna að viðræðunum. Öll ríki sem gerst hefðu aðilar að Evrópusambandinu hefðu einhverja sérhagsmuni og í tilfelli Íslendinga væru það sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Hann væri sannfærður um að Íslendingum og Evrópu- sambandinu tækist að komast að viðráðan- legri niðurstöðu í þessum málum. Össur lagði til á ríkjaráðstefnunni að form- legar viðræður hæfust sem allra fyrst um alla þá málaflokka sem nauðsynlegt væri að ná samkomulagi um. Á ríkjaráðstefnunni í gær voru fjórir af 35 köflum samninganna teknir fyrir og umræðum um tvo þeirra lokið. Það var um mennta- og menningarmál, vísindi og rannsóknir, upplýsingasamfélagið og fjöl- miðla og loks kaflinn um opinber innkaup. Utanríkisráðherra sagði Íslendinga koma vel undirbúna til viðræðnanna en dró engan dul á að Íslendingar yrðu Evrópusambandinu erfiðir þegar kæmi að sjávarútvegsmálunum. Hann sagði við spænskan fréttamann sem spurði hann um þau mál að Spánverjar væru stórveldi í sjávarútvegsmálum innan ESB en sem betur fer væru samskipti Íslands og Spánar ákaflega vinsamleg. Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusam- bandsins, viðurkenndi einnig að sjávarútvegs- málin yrðu erfið viðureignar og ögrun bæði fyrir ESB og Íslendinga. Íslendingar rækju sjálfbæra sjávarútvegsstefnu sem væri mark- mið sem ESB hefði einnig sett sér en sjávar- útvegsstefna ESB væri í mótun um þessar mundir. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, var að sitja sinn fyrsta fund við samningaborðið í Brussel. Hann sagðist ánægður með að viðræðurnar hæfust af krafti og hann vildi að þjóðin fengi sem fyrst að taka afstöðu til niðurstöðu samninga. Árni Þór sagðist styðja þá ákvörðun Alþingis að ganga til viðræðnanna og að þjóðin fengi síðan að hafa lokaorðið um hvort Ísland gerð- ist aðili að ESB eða ekki. Árni Þór sagðist myndu gefa utanríkismála- nefnd skýrslu um ríkjaráðstefnuna og reikn- aði með að nefndin og jafnvel aðrir þingmenn kæmu að samningaviðræðunum, eins og ályktun Alþingis gerði ráð fyrir. Þótt íslensk stjórnsýsla væri fámenn hefði hún staðið sig vel í undirbúningi og aðdraganda viðræðn- anna. hmp@stod2.is Ögrun fólgin í sjávarútvegi Aðildarviðræður Íslands við ESB eru hafnar. Viðræður um fyrstu fjóra kaflana hófust í gær og hefur tveim- ur köflum þegar verið lokað. Íslendingar verða ESB erfiðir í sjávarútvegsmálum segir utanríkisráðherra. HANDSALAÐ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra handsalaði í gær samkomulag um upphaf aðildarviðræðna Íslands við Janos Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands, og Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ranglega var sagt í undirfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í gær að kærugleði ríkissaksóknara vekti upp spurningar. Eins og fram kom í meginmáli greinarinnar var þar um ríkislögmann að ræða. LEIÐRÉTTING kaflar verða til umræðu í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, en við- ræðum um tvo kafla er þegar lokið. 35 BERLÍN, AP Þrír hafa bæst í hóp lát- inna vegna kólígerlafaraldursins í Evrópu. Samtals hafa því í það minnsta 47 látist, að sögn þýskra yfirvalda. Einn Svíi hefur látist vegna faraldursins og 46 Þjóðverjar. Nýjum smitum vegna faraldurs- ins hefur fækkað mikið á síðustu vikum en alls hafa 3.801 einstak- lingur veikst í Þýskalandi. Þar af eru 834 alvarlega veikir. Þá hafa 119 tilvik komið upp í 15 öðrum lönd- um en uppruni sýkingarinnar hefur verið rakinn til býlis í norðurhluta Þýskalands. „Enn er ekki vitað hvernig sýk- ingin varð til,“ segir Nina Bansbach, talskona Neytendavarna- og matar- öryggisstofnunar Þýskalands. Svo virðist sem annar, ótengdur, kólígerlafaraldur sé farinn af stað í Frakklandi. Af átta tilvikum sem komið hafa upp þar í landi undanfar- ið er í einungis þremur tilfellum um sömu bakteríu að ræða. „Rannsókn er hafin en fyrstu niðurstöður benda til þess að sýk- inguna megi rekja til franskra spíra,“ sagði í tilkynningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá því í gær. „Verið er að kanna alla möguleika á því að rót sýkinganna sé sameiginleg en aðrar orsakir eru einnig til skoðunar,“ sagði í tilkynningunni. - mþl Kólígerlafaraldurinn sem geisað hefur í Evrópu hefur kostað fjölda fólks lífið: Í það minnsta 47 látist í Evrópu RANNSÓKNIR Víða í Evrópu er sýkt grænmeti til rannsóknar en vísinda- mönnum hefur ekki tekist að greina orsakir faraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 30° 27° 25° 31° 32° 23° 23° 26° 20° 31° 29° 26° 22° 30° 16° 25°Á MORGUN víða 5-10 m/s, hvassara NV-til. FIMMTUDAGUR Hæg breytileg átt. 6 6 6 7 11 14 11 10 8 5 6 6 5 7 4 10 8 9 8 6 8 8 6 7 12 11 9 8 8 1012 BLAUTT N-TIL Úrkoma í dag á N- og A-landi. Einhver væta N-til á morg- un en ekki eins blautt. Á fi mmtu- dag ætti að vera bjart með köfl um S- og V-til og að mestu þurrt. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður ÞÝSKALAND, AP Maður sem kall- aður hefur verið „mannætumorð- inginn“ var í Þýskalandi í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tvö morð. Maðurinn, sem er 26 ára, játaði að hafa drukkið blóð og borðað hold fórnarlamba sinna, fjórtán ára stúlku og þrettán ára drengs. Börnin voru myrt með fimm daga millibili í nóvember síðast- liðnum. Dómari sagði við dómsupp- kvaðningu að morðin væru nán- ast óhugsanlegir glæpir. - þeb Játaði að hafa drukkið blóð: Mannæta í lífs- tíðarfangelsi SAMGÖNGUR Allur akstur er enn bannaður um flesta hálendis- vegi landsins. Opnun veganna er því um þremur vikum á eftir því sem verið hefur undanfarin ár. Ekki hefur verið opnað fyrir akstur vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þessa lokun ekki óeðlilega, en ástæðan sé einfaldlega sú að það hafi verið minni snjór undan- farin ár. „Vegirnir eru nú að opn- ast smám saman. Við reiknum með að Kaldidalur og suðurhluti Sprengisands opnist í þessari viku,“ segir Pétur. „Það er tví- sýnna með Norðurleiðina, þar er enn mikill snjór.“ - sv Hálendisvegir enn lokaðir: Meiri snjór á fjallvegum en undanfarin ár Á SPRENGISANDI Búist er við því að suðurhluti Sprengisands muni opnast í þessari viku. MYND/KRISTBJÖRN GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.