Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 38
28. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég myndi halda að það væri Family Guy. Hann er viðbjóðs- lega fyndinn.“ Böðvar Reynisson, söngvari í hljóm- sveitinni Dalton. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is „Ég vinn þetta bara í hjáverkum, ég gríp í þetta þegar tækifæri gefst til,“ segir Trausti Salvar Kristjánsson, knattspyrnuáhuga- maður með meiru. Hann vinnur að heimildarmynd um Guðjón Þórð- arson, núverandi þjálfara BÍ/Bol- ungarvíkur. Trausti var á vellinum þegar BÍ/ Bolungarvík vann óvæntan sigur á liði Íslandsmeistaranna í Breiða- bliki í Valitor-bikarkeppninni í síð- ustu viku. Hann var með mynda- vél festa við varamannaskýlið og gat með því móti náð öllum svip- brigðum Guðjóns þegar leikar stóðu hæst. „Ég hef einnig fengið að fara með tökuvélina inn í klefa í hálfleik,“ segir Trausti, en hann byrjaði að fylgjast með Guðjóni þegar undirbúningstímabil BÍ/Bol- ungarvíkur stóð sem hæst. Trausti vonast til að heimildarmyndin gefi skýra mynd af öllum ferli Guðjóns og hann langar til að kafa ofan í persónu þjálfarans. „Hann er nátt- úrulega mjög umdeild persóna og þjálfari. Þetta er því ekki bara heimildarmynd um knattspyrnu- þjálfarann Guðjón Þórðarson held- ur einnig um pabbann, eiginmann- inn og manneskjuna sjálfa.“ Guðjón er eflaust einn þekktasti knattspyrnuþjálfari landsins; hann gerði lið KA og ÍA að Íslandsmeist- urum og KR að bikarmeisturum. Hann var einnig farsæll sem lands- liðsþjálfari og reyndi fyrir sér á enskri grund, meðal annars hjá Stoke og Barnsley, áður en hann sneri aftur heim. Guðjón sagðist sjálfur lítil deili vita á þessu verk- efni í samtali við Fréttablað- ið. „Þetta er blint stefnumót við framtíðina,“ segir Guð- jón og bætir því við að ekki sé búið að skrifa neitt handrit. - fgg Gerir heimildarmynd um Gauja Þórðar UMDEILDUR Trausti Sal- var Kristjánsson hyggst kafa ofan í persónuna Guðjón Þórðarson, sem hefur verið stöðugt á milli tannanna á Íslendingum. Julia Bradbury, sjónvarpskona hjá BBC, lagði það nýverið á sig að ganga Fimmvörðuhálsinn og gerði göngu sinni skilmerki- lega skil í nokkrum þáttum á BBC Four. Bradbury var síðan í viðtali við Telegraph um helgina þar sem hún var spurð nokkurra spurninga um Ísland og eru svör hennar nokkuð merki- leg. Bradbury mælir til að mynda ekki með því að fólk bjóði gestum og gangandi í glas, því það muni setja ferðalanginn á hausinn. Hún leggur jafnframt til að fólk taki með sér svefngrímur, því það sé bjart allan sólar- hringinn. Þá mælir hún með gistingu á Kex Hostel þar sem Pétur Mar- teinsson ræður ríkjum, Boston sé barinn og Hafið bláa á Eyrarbakka sé rétti staðurinn fyrir kvöldverð- inn. Áfram kvisast út sögurnar af svaðilför Jake Gyllenhaal og Bear Grylls hér á landi. Eins og Frétta- blaðið greindi frá komu tvímenn- ingarnir hingað til lands í apríl til að taka upp þátt fyrir Man vs. Wild. Grylls segir að hann hafi aldrei lent í öðrum eins veðurofsa á sínum tíu ára sjónvarpsferli eins og uppi á íslenska hálendinu. „Þota fauk á flugvell- inum á meðan ég var í fimm þúsund feta hæð,“ er haft eftir Grylls. Nú styttist óðfluga í tónlistarhátíð- ina Bræðsluna, sem verður haldin á Borgarfirði eystri 23. júlí. Þar spilar írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard ásamt Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðar- innar, Hjálmum, Vaxi og Svavari Knúti. Hansard er þessa dagana á tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hann hitar upp fyrir ekki ómerkari mann en Eddie Vedder, söngvara Pearl Jam. Vedder gaf nýverið út sólóplötuna Ukulele Songs þar sem hann syngur með Hansard í einu lagi. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Við erum alls ekki ánægðir með þetta en svona gerist stundum,“ segir Alexander Kárason, einn aðstandenda tónlistar-og jaðar- sportshátíðar sem fram fór í Galta- læk um helgina, en gestafjöldi hátíðarinnar var langt undir vænt- ingum. Lögreglan staðfestir að um 500 manns hafi verið þegar mest lét en aðstandendur hátíðarinnar höfðu reiknað með 5.000 gestum. Alex- ander kennir helst tímasetningunni um slæma mætingu, en helgin var síðasta helgi fyrir mánaðamót og önnur útihátíð er á svipuðum stað eftir tvær vikur. „Já, við kennum helst röngum dagsetningum um það að fólkið lét ekki sjá sig. Við erum samt að skoða allar hliðar og viljum ekki bara kenna því um.“ Alexand- er vill meina að slæm mæting hafi bitnað hvað mest á listamönnunum, enda ekki gaman að spila fyrir fáa áhorfendur. Á hátíðinni komu meðal annars fram Dikta, Blaz Roca, Valdimar og Friðrik Dór. „Það var fámennt en góðmennt. Ég fór beint eftir tónleikana mína, svo ég gisti ekki á svæðinu,“ segir Erpur „Blaz Roca“ Eyvindarson og bætir við að hann hafi þó náð góðri stemningu á sínum tónleik- um. „Það var allavega nóg pláss fyrir þá sem komu og gestir skemmtu sér vel. Allir sem lögðu hönd á plóg stóðu sig með sóma,“ segir Alexander og vill ekkert gefa upp um hvort lagt verði í að halda sams konar hátíð að ári. - áp Fámennt en góðmennt í Galtalæk EKKI ÁNÆGÐIR Alexander Kárason og aðstandendur útihátíðarinnar sem fór fram í Galtalæk um liðna helgi voru ekki ánægðir með mætinguna, sem var langt undir væntingum. Erpur Eyvindarson kom fram á hátíð- inni og segir að fámennt hafi verið en góðmennt. „Það eru fyrst og fremst sagan hans og lögin sem heilla stelpur, en svo er hann auðvitað alveg fáránlega sætur,“ segir María Mjöll Björns- dóttir, 16 ára Kópavogsmær og einn helsti Justin Bieber-aðdáandi Íslands. María Mjöll hefur verið aðdáandi söngvarans síðan í byrjun árs 2010 og stofnaði hún Twitter-aðgang í þeim tilgangi að fylgjast betur með honum. „Ég fékk mér Twitt- er í ágúst í fyrra og það var svo hinn 18. febrúar sem Justin „elti“ mig til baka,“ segir María Mjöll, en á Twitter getur maður fylgst með hverjum sem er og fengið fylgjend- ur til baka. Það þykir þó sjaldgæft að fræga fólkið elti aðdáendur sína. „Ég held að ég hafi verið komin með 8-9 þúsund „tvít“ áður en hann elti mig loksins,“ segir María en bætir við að „tvítin“ hafi þó ekki öll verið tileinkuð söngvaranum. María segir að hún hafi kynnst fjölmörgum aðdáendum Biebers á Twitter. „Um leið og hann elti mig birtist ég efst á Twitter-síðunni hans. Í kjölfarið fékk ég um 500 fylgjendur, sem allir voru aðdá- endur Justins og höfðu séð mig á Twitter-síðunni hans.“ María hefur þó ekki ennþá fengið svar frá Bieb- er sjálfum, en hann þykir koma vel fram við aðdáendur sína og á það til að svara hörðum aðdáendum á sam- skiptasíðunni. Söngvarinn ungi olli miklum vonbrigðum hjá stúlkum víðs vegar um heiminn þegar hann við- urkenndi samband sitt við söng- og leikkonuna Selenu Gomez. Hvað finnst fólki almennt um Selenu? „Sumir hata Selenu en aðrir fíla hana. Ég hef ekki mikla skoðun á henni. Ég er ekki þessi Justin Bieber-aðdáandi sem heldur að ég muni giftast honum,“ segir María og hlær. Hún viðurkennir að hún viti um stelpur hér á landi sem séu harðari aðdáendur en hún. María Mjöll stefnir á að komast á tónleika með Bieber. „Ég ætla að reyna að fara á næsta ári. Það voru tónleikar í London núna í mars en mig vantaði ferðafélaga,“ segir María og útskýrir að vinkonur hennar séu ekki jafn miklir Bieb- er-aðdáendur. María segir þó að á Facebook sé að finna hóp íslenskra stúlkna sem tileinkaður sé söngv- aranum. „Það er alveg hellingur af stelpum í þessum hóp og við setj- um inn fréttir og myndir af Justin og svona. Þessar stelpur hafa líka hist og rætt Justin Bieber en ég hef ekki náð að hitta þær,“ segir María. En hvernig finnst henni íslensku strákarnir í samanburði við Justin Bieber? „Íslensku strák- arnir eru náttúrulega sætastir,“ segir María Mjöll að lokum. kristjana@frettabladid.is MARÍA MJÖLL: FÉKK MÉR TWITTER TIL AÐ FYLGJAST MEÐ JUSTIN BIEBER Hann er fáránlega sætur ENGINN EINS OG BIEBER María Mjöll heldur mikið upp á Justin Bieber. Hún fylgist reglulega með söngvaranum á Twitter og vonar að einn daginn muni hann „tvíta“ hana til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.