Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 4
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrsta leiksýningin sem Jón Gunnar Þórðarson leikstýrði í menningarhús- inu Hofi á Akureyri hafi verið Hárið. Það er rangt, Rocky Horror reið þar á vaðið í leikstjórn Jóns Gunnars. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 11.07.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,1646 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,64 117,20 186,23 187,13 164,70 165,62 22,078 22,208 21,266 21,392 18,040 18,146 1,4442 1,4526 184,73 185,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is TRÚLOFUNARHRINGAR falleg minning á fingur www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN VÍSINDI Flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, er mikilvægt hjálp- artæki jarðvísindamanna þegar eldgos verða, að mati tveggja jarð- eðlisfræðinga. Nú, þegar töluverð- ar jarðhræringar hafa verið bæði í Kötlu og Heklu, er vélin hins vegar fjarri góðu gamni, við Miðjarðar- haf að sinna verkefnum fyrir landa- mærastofnun Evrópusambandsins. Þar verður hún til loka september. Hlaup hófst úr kötlum í Mýrdals- jökli aðfaranótt laugardags og niður í Múlakvísl, með þeim afleiðingum að þjóðvegur eitt fór í sundur. Ekki er enn fyllilega ljóst hvað olli hlaup- inu, en hugsanlegt er að lítið eldgos hafi orðið. Freysteinn Sigmundsson, jarð- eðlisfræðingur hjá Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands, segir að TF-SIF, sem er útbúin ratsjá og hita- myndavél, hefði ekki endilega hjálp- að mikið til við að greina orsakir hlaupsins um helgina. Skyggni hafi verið ágætt og því hafi verið hægt að fljúga yfir á þyrlu Gæslunnar, sem hafi dugað til í þetta skipti. Hefði hins vegar tekið að gjósa af krafti hefði annað verið uppi á ten- ingnum. „Ef eldgos hefði náð að bræða sig upp í gegnum jökulinn og mynda katla þá hefði verið auðveldara að greina katlana og nýjar sprungur miklu fyrr úr flugvélinni,“ segir Freysteinn. Með ratsjánni er hægt að greina þessi fyrirbæri í gegnum skýja- þykkni og hitamyndavélin hjálpar til þegar kvika er við það að brjótast upp á yfirborðið. Hvorugt tækjanna er að finna í þyrlum Gæslunnar. Eyjólfur Magnússon, samstarfs- Vísindamenn sakna vélar Gæslunnar sem er í útleigu Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er mikilvæg fyrir jarðvísindamenn í eldgosum. Hún verður að störfum fyrir ESB í Miðjarðarhafi fram til loka september. Með hennar hjálp má meta stærð katla og hugsanleg hlaup. Það er ekki bara flugvélin TF-SIF sem er sem stendur í útleigu hjá Evrópusam- bandinu og að störfum í Miðjarðarhafi. Hún er þar ásamt varðskipinu Ægi, sem er væntanlegt heim um miðjan október og auk þess verður varðskipið Týr þar að störfum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun ESB fram í miðjan nóvember. Það er því varðskipslaust við Íslandsstrendur um þessar mundir, og verður þangað til hinn nýsmíðaði Þór kemur til Íslands í byrjun október. Landhelgisgæslan hefur leigt út tækjakost sinn drjúgan hluta úr ári undanfarin misseri vegna fjárhagserfiðleika. „Okkur fannst skárri kostur að fara í þessi verk- efni en að þurfa að leggja tækjum og segja upp fólki,“ útskýrir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi. Þarna fái starfsmenn dýrmæta reynslu og þjálfun. Við þetta má bæta að annarri þyrlu Gæslunnar, TF-GNÁ, verður í ágúst lagt í þrjár til sex vikur vegna viðhalds og hin, TF-LÍF, fer síðan í viðhald til Noregs eftir áramót í tvo til þrjá mánuði. Tækjakosturinn mikið til í Miðjarðarhafi ÖRYGGISMÁL Útköll vegna flug- atvika, þar sem flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll var virkj- uð, voru samtals sautján á síðasta ári, að því er segir í ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir árið 2010. Á rýnifundum sem haldnir voru eftir virkjun flugslysaáætlunar komu fram ýmsir þættir sem við- bragðsaðilar töldu að betur mætti fara. Þannig var viðbragð í mörg- um tilvikum of mikið og skorti á sveigjanleika í áætluninni til að mæta aðstæðum hverju sinni. - jss Skortur á sveigjanleika: Flugslysaáætlun endurskoðuð maður Freysteins, tekur í sama streng. Flugvélin geti nýst vel við að meta stærð katla og þar með stærð mögulegra hlaupa úr þeim. „Hún sannaði sig alveg í gosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjalla- jökli. Í svoleiðis atburðum er hún mjög mikilvæg fyrir okkur jarðvís- indamenn,“ segir hann. „Auðvitað vildum við á Jarðvís- indastofnun helst hafa aðgang að henni sem oftast, en við skiljum það svo sem að við ráðum því ekki,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is Hún [TF-SIF] sannaði sig alveg í gosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyja- fjallajökli. EYJÓLFUR MAGNÚSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 30° 26° 21° 29° 33° 21° 20° 26° 21° 31° 32° 32° 20° 30° 19° 21°Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast SV-til FIMMTUDAGUR víða 3-8 m/s, en 5-10 m/s N-til 12 13 12 11 10 11 17 12 1514 5 8 7 8 2 6 3 4 45 8 5 15 18 10 13 13 15 14 10 14 HRESSANDI Bongóblíða á N- og A-landi í dag og á morgun en ein- hver væta SV- og V-til. Yfi rleitt fremur hægur vindur en hvassara SV-til og allra austast. Á fi mmtudag dregur heldur fyrir með úrkomu S-lands. Ágætis hiti áfram, 10-18 stig. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður FÉLAGSMÁL Stefnt er að því að reisa 28 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara á Kópavogstúni 2 til 4 á næstu tveimur árum. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis fyrir helgi. Samtök aldraðra munu auglýsa íbúðirnar meðal félagsmanna sinna og sjá um sölu þeirra en framkvæmdir eiga að hefjast þegar allar íbúðirnar hafa verið seldar. Íbúðirnar verða tveggja, þriggja og fimm herbergja. Þær stærstu verða 200 fermetra þak- íbúðir en hinar verða um 80 til 130 fermetrar að stærð. - mþl Nýjar íbúðir í Kópavogi: Íbúðir fyrir aldraða reistar SAMKOMULAGI NÁÐ Skrifað var undir viljayfirlýsingu um framkvæmdirnar fyrir helgi. Fjölskylda í bílveltu Tveir fullorðnir og tvö börn sluppu ómeidd úr bílveltu við Vogastapa á sunnudag. Lögregla varð vitni að því þegar bíl fólksins var ekið utan í vegrið og valt. Fólkið var flutt á heilsugæslu en fékk að fara heim að lokinni skoðun. LÖGREGLUMÁL Tæki Gæslunnar um allan heim Bandaríkin Brasilía Perú Kólumbía Grænland Líbía SúdanMáritanía Egypta- land Alsír Frakkland Pólland Úkraína Finnland Bretland NoregurÍsland MIÐJARÐARHAF Síle ATLANTSHAF Varðskipið Þór er í smiðum í Síle. Verður líklega afhent í september. TF-Gná verður lagt í ágúst í þrjár til sex vikur vegna viðhalds. TF-Líf fer til Noregs í viðhald eftir áramótin í 2-3 mánuði. Týr, Ægir og TF-Sif eru að störfum á Miðjarðarhafinu. Sif og Ægir eru væntanleg heim um miðjan október en Týr í nóvember. TÝR ÆGIR TF-SIF RÚSSLAND, AP Staðfest er að 41 er lát- inn og óttast er um líf áttatíu til við- bótar eftir að bátur sem sigldi með ferðamenn um fljótið Volgu í Rúss- landi sökk á sunnudag. Áttatíu ferða- mönnum var bjargað. Talið er að 208 manns hafi verið um borð í bátnum Búlgaríu, sem hafði aðeins leyfi til að flytja 120 farþega. Ekki er vitað hverjar orsak- ir slyssins eru, en sjónarvottar segja ofhlaðinn bátinn skyndilega hafa tekið að halla. Skömmu síðar gekk alda yfir þilfarið, og sökk báturinn innan við tíu mínútum síðar. Allir þeir sem björguðust voru Rúss- ar, en ekki er vitað hvort erlendir ríkisborgarar voru um borð. Siglingar með fljótabátum eru vinsæl dægradvöl í Rússlandi og eyðir fjölskyldufólk gjarnan nokkr- um dögum um borð. Mörg börn voru um borð og sögðu þeir sem björg- uðust að um 50 börn höfðu safnast saman aftast á bátnum skömmu áður en hann sökk. Báturinn var um þrjá kílómetra frá landi þegar hann sökk. Fljótið Volga er lengsta fljót í Evrópu, og allt að 30 kílómetra breitt. - bj Áttatíu farþegum bjargað eftir að ferðamannabátur sökk á fljóti í Rússlandi: Óttast að yfir 100 hafi drukknað SORG Ættingjar fólks sem talið er af biðu milli vonar og ótta eftir fréttum af björgunarstörfum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.