Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 23
3 henni en þekki einnig vel hina hljómsveitarmeðlimina en nokkrir þeirra stunda jóga að staðaldri og hafa sótt hjá mér jógatíma í Montréal,“ segir Ryan og nefnir í því samhengi Richard Reed Parry og Tim Kingsbury. „Bræðurnir Win og Will Butler hafa hins vegar engan áhuga á jóga og neita að prófa,“ segir hann og hlær. Þeir bræður eru aftur á móti miklir körfuboltaáhugamenn. „Þegar þeir komust að því að ég spilaði körfubolta urðum við ágætis kunningjar.“ Ryan segir allt eins líklegt að fleiri úr hljómsveitinni muni koma með til Íslands. „Ég verð með Arcade Fire í Stokkhólmi og Danmörku 26. og 27. ágúst og veit að bandið á smá frí fyrir þá ferð. Það er því aldrei að vita nema þau skelli sér til Íslands.“ solveig@frettabaldid.is Sarah leikur á fiðlu með hljómsveitinni en hún er auk þess fínasti jógakennari. Framhald af forsíðu Hráfæði vinnur bug á alls kyns heilsuvandamálum, eykur orku, geð- heilbrigði, líkamlegan styrk og úthald. Um er að ræða hráan mat sem er byggður á grænmetisfæði og ekki eldaður. Hráfæði er grænmeti, ávextir, hnetur, korn og sjávargróður. Víkingaþrek heitir nýtt æfingakerfi bardagaíþróttafélagsins Mjölnis. Það hóf göngu sína í byrjun júní og strax á fyrsta mánuði skráðu sig hundrað manns. „Við erum með þrettán æfingar á viku og sjáum fram á að þurfa að fjölga þeim umtalsvert strax í haust,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Víkingaþrekið er þróað af þjálfur- um Mjölnis sem margir eru íslands- meistarar í hnefaleikum, brasilísku jui jitsu, karate og frjálsum íþrótt- um. „Hugmyndin er að stela öllu sem okkur finnst virka og tökum við sitt lítið af hverju úr ketilbjöll- um, þrekæfingum og bardagaíþrótt- um svo dæmi séu nefnd. Við högum okkur eins og víkingarnir forðum og stelum því sem okkur líkar best,“ útskýrir Jón Viðar. Hver æfing er fjörutíu mínút- ur með upphitun og slökun í lokin. „Þetta eru stuttar æfingar en mikil keyrsla,“ segir Jón Viðar. Þær eru margar skírðar eftir víkingum og fornfrægum íslendingum auk þess sem goðin koma við sögu. „Þetta er svona bæði í gríni og alvöru gert en við reynum að endurspegla þessar persónur með æfingunum,“ segir Jón Viðar og nefnir dæmi: „Þegar við tökum Gunnar á Hlíðarenda erum við til dæmis að æfa stökkraft en hann átti að geta hoppað hæð sína í fullum herklæðum. Hann var auk þess góður bardagamaður og þess vegna kílum við og spörkum í púða. Þegar við tökum Gretti sterka æfum við hámarks styrk. Hann var líka góður glímumaður og þess vegna kennum við fólki glímutök. Ef við tökum Njáls- brennu lokum við öllum gluggum í húsinu til að ná upp hita og hámarksbrennslu og í æfingunni Tý æfum við bara með veikari hend- inni, enda á Fenris- úlfur að hafa bitið hægri höndina af goðinu samkvæmt trúnni.“ Víkingaþrekið er að sögn Jón Viðars upplagt fyrir þá sem vilja koma sér í form. Hann segir það hugsað fyrir allan aldur og að fólk geri æfingarnar á sínum hraða. Hann leggur áherslu á að Mjöln- ir hvetur ekki til neyslu fæðubót- arefna. „Gunnar á Hlíðarenda tók ekki kreatín og Grettir sterki þurfti ekkert jarðaberjaprótein. Það sama á við um keppnislið Mjölnis sem hefur náð góðum árangri og má þar nefna Gunnar Nelson og fleiri. Við borðum bara venjulegan mat.“ Mjölnir flutti nýverið í gamla Loftkastalann sem nú nefnist Mjöln- iskastalinn og stækkar aðstaðan til muna. „Það eru rúmlega 400 skráð- ir í klúbbinn núna og þá ýmist í bardagaíþróttir eða víkinga- þrek en við reiknum með fimm til sex hundruð manns í haust. vera@frettabladid.is Endurspegla fornfræg heljarmenni og víkinga Bardagaíþróttafélagið Mjölnir, sem er nýlega flutt í gamla Loftkastalann við Seljaveg, býður upp á æfingakerfi þar sem menn á borð við Gunnar á Hlíðarenda og Gretti sterka koma við sögu. Jón Viðar Arnórsson segir þjálfara Mjölnis, sem hafa þróað Víkinga- þrekið í sameiningu, stela æfingum sem þeim líkar best úr ýmsum áttum og haga sér eins og víkingarnir forðum. Í æfingunni Gunnar á Hlíðarenda er unnið með stökkkraft enda gat Gunnar hoppað hæð sína í fullum herklæðum. Hér er einungis unnið með veikari höndina en æfingin vísar til einhenta goðsins Týs. FRÉTTABLADID/VILHELM ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA Íslensku dýrin rúmföt púðar rimlahlíf sloppar ÚTSALA HAFIN! Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.