Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 14
14 12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR Til varnar rafmagnsvespum Það voru alvarleg mistök hjá löggjafanum að leyfa notk- un rafmagnsvespna fyrir þá sem eru undir 15 ára. Þetta eru engin barnaverkfæri og ætti að banna þetta sem fyrst. Þeir sem hafa almenn ökuréttindi ættu að mega vera á rafmagns- vespum á götum sem hafa 30 km hámarkshraða en annars á gangstéttum og göngustíg- um. Ekki veit ég hvað gera á við aldurshópinn frá 15 til 17 ára eða þá sem ekki hafa öku- réttindi. Það þarf sérreglur fyrir þá sem hafa ökuréttindi og svo fyrir hina. Það er ekki hægt að setja fullorðið fólk með ökuréttindi í sama flokk og unglinga. Að banna fólki með ökuréttindi að fara um á rafmagnsvespum á götum með 30 km hámarkshraða heldur engu vatni og verður aldrei farið eftir né hægt að fram- fylgja því. Fulltrúar Umferðarstofu hafa ákveðið að fara hamför- um í forræðishyggjunni og finnst 25 km hraði á vespum of mikill. Það brunar nú fólk um á reiðhjólum á 30-50 km hraða út um allt. Það er enginn bún- aður á bílum eða mótorhjólum sem takmarkar hraða þessara farartækja þó hámarkshraði sé lágur á þjóðvegum lands- ins. Mörg mótorhjól og bílar komast í 200-300 km hraða og enginn hefur áhyggjur af því. Tryggingafélögin sjá sér leik á borði við að tryggja raf- magnsvespurnar og blása upp hættuna af þeim sem væru þetta hættulegustu ökutæki landsins. Þau berja í tromm- ur með Umferðarstofu og ýkja hættuna. Til stendur hjá þeim að okra á vespueigend- um sem eiga samt að hokra eftir gangstéttum á væntan- lega 15-20 km hraða hið mesta sem er svipaður hraði og á rafmagnshjólastól. Ég á sjálfur rafmagnsvespu og löggjafinn ætlast til að ég sem er fullorðinn maður með öll ökuréttindi og réttindi á stór mótorhjól silist um á gang- stéttum þegar krakkar bruna um göturnar á reiðhjólum. Fulltrúi eins tryggingafélags talaði um það í sjónvarpinu að þar á bæ hefðu menn mikl- ar áhyggjur af mögulegum alvarlegum slysum því vesp- urnar komast í 25 km hraða. Þetta hljómar eins og brand- ari. Ég hvet löggjafann til að hlusta ekki á áróðurskórinn sem hefur samstillt strengi sína. Það væri þó í lagi að hafa einhverja tryggingu á raf- magnsvespum, en hætta er á að tryggingafélög ætli sér að okra þarna og má þegar heyra tóninn frá þeim. Það er talað um að 60 kg vespa með 60 kg ökumanni á 25 km hraða geti valdið gríðar- legu tjóni og hér sé svo mikil vá fyrir dyrum að liggur við að þurfi að kalla Alþingi saman. Þarna er um að ræða 120 kg á 25 km hraða, en margir hjól- reiðamenn eru í 100 kg klass- anum og hjólin um 20 kg og þeir fara um á 40-50 km hraða og valda því meira höggi. Eng- inn hefur áhyggjur af því og þó er vespan miklu öruggara far- artæki sem hefur spegla, ljós og góðar bremsur. Ef rafmagnsvespur verða gerðar skráningarskyldar og tryggðar þá liggur beinast við að breyta rafbúnaði þann- ig að þær komist í um 35-40 km hraða og hafi leyfi til að aka á götum sem hafa 30 km hámarkshraða svo framarlega sem ökumenn hafi almenn ökuréttindi. Ég hvet þá sem vilja auka framgang umhverfisvæns ferðamáta að standa vörð gegn forræðishyggjunni og væntanlegu einelti sem verið er að undirbúa á hendur raf- magnsvespueigendum. Umferð Einar Birgisson rithöfundur Bændasamtökin kynntu fyrir nokkrum dögum lágmarks- kröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðum við Evrópusambandið – svokallaðar varnarlínur sem eru sjö talsins. SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu, gera ekki athugasemd- ir við þessar varnarlínur Bænda- samtakanna, enda hverjum í sjálfs- vald sett að setja sér markmið. SVÞ gerir þó athugasemd við þá varnar- línu sem áfram heimilar íslensk- um stjórnvöldum að leggja tolla á búvörur frá ESB. Samtök verslunar og þjónustu telja rétt, í ljósi yfirlýs- inga Bændasamtakanna sem inni- halda markmið um frelsi og réttindi sér til handa, að samtökin séu minnt á að ganga ekki gróflega á frelsi og réttindi annarra þegna þessa lands. En áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga hverju núverandi landbúnaðarkerfi er að skila. Í núverandi kerfi búa íslensk- ir skattgreiðendur við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og íslensk- ir neytendur við eitt hæsta land- búnaðarverð í heimi. Í kerfi sem er þannig uppbyggt mætti ætla að sama kerfi skilaði bændum ein- hverju í aðra hönd – fyrir því væri jú bændaforystan að berjast, en það er öðru nær. Bændur eru láglauna- stétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu atvinnugreinum eru born- ar saman. Það verður því að teljast nokkuð undarlegt að Bændasam- tökin vilji slá skjaldborg utan um kerfi sem allir tapa á – skattgreið- endur, neytendur en ekki síst bænd- ur sjálfir. Þetta getur vart verið sú framtíðarsýn sem bændur sjá sér og sínum til handa? En á það skal lögð áhersla að íslensk verslun styður íslenskan landbúnað – en getur ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi – til þess er það einfaldlega of dýrt og of gall- að. Vaxandi gagnrýni á núverandi landbúnaðarkerfi mun þó ekki síður koma frá íslenskum skattgreiðend- um og íslenskum neytendum sem munu gera vaxandi kröfu um lægri skattbyrði og lægra matarverð enda vega landbúnaðarvörur rúm 40% í matarkörfu íslenskra heimila. Íslenskir bændur og íslenskar landbúnaðarafurðir eru á mörgum sviðum í fremstu röð og munu um ókomna framtíð eiga samleið með íslenskum neytendum, enda vilja Íslendingar sjá öflugan íslenskan landbúnað. Hins vegar veltur björt framtíð bænda á að þeir. eins og allur annar atvinnurekstur, átti sig á hvar styrkleikar þeirra og veik- leikar liggja og hvar framtíðarvaxt- armöguleikarnir eru. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem væru til í að skipta út íslenska lambakjötinu, splunkunýjum kartöflum og fersku grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar væru mun fleiri til í að kaupa ódýrt innflutt kjúklinga- og svínakjöt enda skiptir færri máli hvar slíkar verksmiðjur eru stað- settar svo lengi sem þær uppfylla allar heilbrigðis- og gæðakröfur. Framleiðsla á svína- og kjúklinga- kjöti á enda miklu meira skylt við iðnaðarframleiðslu en hefðbund- inn landbúnað og því leikur eng- inn vafi á að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að vernda þennan iðnað fyrir inn- flutningi. Við þekkjum það í versluninni að neytendum stendur til boða „sama“ vara á mjög ólíku verði. Neytend- ur geta keypt ódýr og dýr raftæki, ódýran og dýran fatnað, ódýran og dýran húsbúnað og svo mætti áfram telja. Og neytendur vilja hafa þetta val og á meðan sumir velja ódýrt eru aðrir sem velja dýrt og eru oft að fá eitthvað aukalega fyrir svo sem aukin gæði. Það er því á mis- skilningi byggt þegar Bændasam- tök Íslands krefjast varnarlínu sem gengur gegn hagsmunum neytenda og gegn hagsmunum verslunar- innar. Hagsmunir landbúnaðarins og neytenda verða að fara saman til að dæmið gangi upp til lengd- ar – að því leyti er landbúnaðurinn ekkert ólíkur öðrum atvinnugrein- um í landinu. Þannig byggir fram- tíð bænda á að þeir uppfylli kröfur íslenskra neytenda með einstökum gæðum og á verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir. Sér- staða íslenskra afurða mun sanna sig á frjálsum markaði. Hvort sem Ísland verður innan eða utan ESB berum við í verslun- inni engan kvíðboga fyrir fram- tíð íslenskra bænda ólíkt forystu þeirra sjálfra innan Bændasamtak- anna – kvíðboga sem landbúnaðar- ráðherra hefur tekið kröftuglega undir. Enda hefur enginn landbún- aðarráðherra á seinni tímum lagt eins marga steina í götu innflytj- enda til að flytja inn landbúnaðar- vörur á samkeppnishæfu verði og Jón Bjarnason. Samtök verslunar og þjónustu hafa m.a. litið stjórn- sýslu hans það alvarlegum augum að kvörtun hefur verið send til umboðsmanns Alþingis og er beðið niðurstöðu þess erindis. Framtíð bænda byggir ekki á núverandi kerfi. en á meðan land- búnaðarráðherra og forysta bænda sjá óvini í hverju horni verða óum- flýjanlegar breytingar mun erfiðari og tímafrekari. Á meðan sitjum við öll uppi með meingallað kerfi, sem allir tapa á. Verslunin og bændur eiga samleið í því að breyta kerfinu til hagsbóta fyrir alla. Varnarlínur heimilanna Evrópumál Andrés Magnússon Framkvæmdastjóri SVÞ Margrét Kristmannsdóttir formaður SVÞ Hagsmunir landbúnaðarins og neytenda verða að fara saman til að dæmið gangi upp til lengdar – að því leyti er landbúnað- urinn ekkert ólíkur öðrum atvinnugreinum í landinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.