Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Hreingerning 12. júlí 2011 160. tölublað 11. árgangur HREINGERNINGÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Þrif, hreinsiefni, húsráð, þvottur. ISS Ísland er stærsta eignaumsýslufyrirtæki í heimi með um 530.000 starfsmenn í 52 löndum, þar af 800 á íslandi. Þ etta er nokkuð sem margir vita ekki af og halda að ISS sé bara ræstingafyrirtæki,“ segir Ívar Harðarson, sviðsstjóri fasteignaumsjónar, en ISS hjálp-ar fyrirtækjum að losna við áreiti og umstang sem fylgir því að reka fasteign og að halda henni í ásætt-anlegu ásigkomulagi. Hugmyndin á bak við þessa þjónustu er meðal annars sú að stjórnendur og eig-endur geti betur einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. „Segjum að þú eigir Kringl-una eða einhverja aðra húseign. Þá gætum við hjá ISS séð um alla fjármálastjórnun, fjárstýringu, greiðslur og innborgun fyrir húsið, allt bókhald fyrir húseignina, inn-heimtu á leigugjöldum og aðra fjármálastjórnun. Sjálfur getur þú svo bara verið í golfi á meðan við sjáum um fjárhagsáætlanir, rekstr-aráætlun og samskipti við endur-skoðendur,“ segir Ívar og telur upp lítið eitt af þeirri þjónustu sem ISS býður upp á. Hann útskýrir að ekk-ert sé ISS óviðkomandi í fasteigna-umsýslunni, allt frá því að laga hurð til þess að jafna ágreining við leigjendur og nágranna, og að sjá um að halda lóð umhverfis hús snyrtilegri sem og bílastæðum. ISS sér ekki aðeins um ver-aldlegar eignir fyrirtækja heldur býður fyrirtækið líka upp á stoð-þjónustu en í henni felst meðal annars símavarsla, móttaka, ljós-ritun, póstumsjón og umsjón fundarherbergja. Svo má ekki gleyma veitingasviðinu: „Hvort sem þú þarft að láta sjá um mötu-neyti starfsmanna, kaff istof-una eða umsjón með fundum og öðrum viðburðum þá búum við til lausn sem er sérsniðin. Við seljum núna yfir 2.000 matarskammta á dag sem er ekkert smotterí,“ segir Ívar en maturinn er keyrður út þó að einnig sé hægt að fá kokk til að elda á staðnum ef aðstæður eru fyrir hendi. ISS býður lík varðandi móttökur, fundi, boð og veislur þar sem fagfólk á snær-um ISS annast umsjón og fram-kvæmd. „Svo geta fyrirtæki valið þessa þjónustuþætti, hvað viltu að við tökum að okkur?“ segir Ívar og minnist svo á að ISS Ísland hafi náð þeim árangri að vera fyrir-myndarfyrirtæki VR árið 2011. „Það er í sjötta skipti sem fyrir-tæk inu hlot nast sá heiður. Fyrirmyndarfyrirtækið er valið eftir ánægju starfsmanna. En það sem starfsmenn okkar gera í stuttu máli er að sjá um eignir frá A til Ö, alveg sama hvort það er á fast-eignasviði, veitingasviði, ræstingsviði ð í Sjá um allt frá A til Ö Eitt af því sem ISS býður upp á er að keyra út ávaxtakörfur til fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Ávextirnir eru holl-ari orkugjafi þegar sykurþörf hellist yfir fólk í vinnunni. Með ávaxtakörfunum frá ISS gefst starfsmönnum kostur á heilbrigðari millimálamat sem er betur til þess fallinn að hjálpa þeim að viðhalda skerpu og athygli. Innihald ávaxtakarfanna er b ÁVEXTIR Í SAMKEPPNI VIÐ NAMMIÐ Ein af ástæðum þess að ISS Ís-land kemur vel út í mælingum VR á ánægju starfsmanna er sú að fyrirtækið gerir sér grein fyrir því að hrós er mikilvægt. Reglulega er gerð könnun á meðal viðskiptavina ISS og í leiðinni er athugað hvað þeir eru ánægðir með. Þegar við á er hrósinu komið til skila. En þetta segir á heimasíðu ISS: „Okkur Íslendingum er ekki gjarnt að hrósa og við eigum oft erfitt með að taka við hrósi. Í hrósi er hins vegar fólgin við-urkenning á að vel sé gert og í því felst lærdómsferli.“ HRÓSIÐ KÆTIR OG EYKUR GÆÐI Nokkrir starfsmenn ISS Ísland fyrir utan höfuðstöðvarnar í Austurhrauni 7 í Garðabæ. MYND/VILHELM Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Sarah Neufeld úr hljómsveitinni Arcade Fire kemur með jógakennaranum Ryan Leier til Íslands í ágúst. Kennir jóga við undi leik fiðluleik A d i Sölustaðir:10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál teg LUCY - mjög fallegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 8.350,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur N Ý K O M I N N – S U M A R L E G U R Guðný Aradóttir er ein af stofnfélögum styrktarfélags-ins Göngum saman, sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini, ætlar að ganga á Esjuna á háum hælum klukkan 17 í dag. Hún safnar áheitum og vekur athygli á árlegri fjáröflunargöngu félagsins hinn 4. september. Algjört súkkulæði! FÓLK Sara Naufeld úr kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire er væntanleg til Íslands í ágúst. Naufeld mun leika undir hjá Vestur-Íslendingnum Ryan Leier sem verður gestakennari jóga- stöðvarinnar Yoga Shala í ágúst, en Naufeld þykir auk þess góður jógakennari. Leier segir allt eins líklegt að fleiri hljómsveitarmeðlimir sláist í för með þeim til Íslands. „Ég verð með Arcade Fire í Stokk- hólmi og Danmörku 26. og 27. ágúst og veit að hljómsveitin á frí fyrir það. Það er því aldrei að vita nema þau skelli sér til Íslands.“ - sg / allt í miðju blaðsins Sara Naufeld til landsins: Fiðluleikari Arcade Fire í jóga á Íslandi LEIKUR UNDIR Í JÓGA Naufeld er fiðlu- leikari hljómsveitarinnar Arcade Fire. Hefur aldrei klikkað Hafnargönguhópurinnn fagnar tuttugu ára afmæli. tímamót 16 Innblástur frá Gunnari á Hlíðarenda Mjölnir býður upp á æfingar þar sem Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki koma við sögu. allt 3 Kevin Smith til Íslands Hollywood-leikstjórinn Kevin Smith í Hörpunni í nóvember. fólk 30 BJART N- OG A-TIL Í dag verður bjart á N- og A-landi en hálfskýjað og einhver væta V-til. Fremur hægur vindur en 8-13 m/s SV- lands. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 12 12 15 17 10 UTANRÍKISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra gerði Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, grein fyrir sérstöðu Íslend- inga í sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum á fundi í Þýskalandi í gær. Leiðtogarnir ræddu sérlausn- ir í þessum málum fyrir Íslend- inga gagnvart Evrópusamband- inu. Jóhanna segir takmarkanir á fjárfestingum í sjávarútvegi verða erfiðasta málið í aðildar- viðræðunum. „Við fórum yfir áherslur Íslands vegna aðildarumsókn- ar okkar og ég gerði grein fyrir þeim málum sem yrðu erfið, land- búnaði og sjávarútvegi, og kom sérstaklega inn á fjárfestingar í sjávarútvegi. Ég vildi tryggja að hún yrði inni í okkar málum og skildi að við þyrftum þar sér- lausnir.“ Jóhanna segir Merkel hafa gert sér grein fyrir að þetta yrðu erfiðustu málin og að niðurstað- an í þeim gæti ráðið úrslitum varðandi afstöðu þjóðarinnar til aðildarumsóknar þegar að þjóð- aratkvæðagreiðslu kæmi. Merkel hélt fram sjónarmiðum Evrópu- sambandsins í þessum efnum en sýndi sérstöðu Íslendinga þó skilning, að sögn forsætisráð- herrans. „Ég geri mér grein fyrir því eftir þetta samtal að fjárfesting- ar í sjávarútvegi verða erfiðasti þátturinn. Ég hef minni áhyggjur af öðrum málum. Þó að vissulega verði erfiðleikar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum almennt verð- ur þetta okkur erfiðast. Merkel sýndi sjónarmiðum Íslendinga skilning og þeirri stöðu sem við erum í varðandi staðbundna fiski- stofna og efnahagslögsögu.“ Hömlur eru á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi og mega þeir aðeins eiga 49 prósent fyrir- tækja í greininni með óbeinni aðild. Kanslarinn lauk lofsorði á skjót- an efnahagsbata Íslendinga og var Merkel áhugasöm um íslenskar efnahagsstærðir. - kóp Erlend fjárfesting í sjávarútvegi erfiðust Jóhanna Sigurðardóttir ræddi sérlausnir í landbúnaði og sjávarútvegi í viðræð- unum við Evrópusambandið við Þýskalandskanslara. Segist ekki óttast niður- stöðuna í málaflokkunum en fjárfestingar í sjávarútvegi verði erfiðastar. VÍSINDI Ekki hefur verið hægt að nýta TF-SIF, flugvél Landhelgis- gæslunnar, við rannsóknir í Kötlu eða Heklu þar sem vélin hefur verið að sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusam- bandsins í Miðjarðarhafi. Vélin verður þar til loka september. TF-SIF er útbúin ratsjá og hita- myndavél sem getur nýst vel til að meta stærð sigkatla og þar með stærð mögulegra hlaupa. Þá gerir ratsjá vélarinnar jarðvís- indamönnum kleift að glöggva sig á aðstæðum jafnvel þótt skyggni sé afleitt, eins og sannaðist í eldgosunum í fyrra. „Ef eldgos hefði náð að bræða sig upp í gegnum jökulinn og mynda katla þá hefði verið auðveldara að greina katlana og nýjar sprungur miklu fyrr úr flugvélinni,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. TF-SIF er ekki eina farartæki Landhelgisgæslunnar sem er við störf við Miðjarðarhafið því varð- skipin Týr og Ægir eru þar líka. Þá fer þyrlan TF-LÍF til Noregs til við- halds eftir áramót og verður þar í tvo til þrjá mánuði. - sh / sjá síðu 4 TF-SIF nýtist ekki til rannsókna á jarðhræringum og jökulhlaupum undanfarið: Tæki Gæslunnar upptekin ytra KJARAMÁL Félag íslenskra atvinnu- flugmanna felldi í gær kjarasamn- inginn sem gerður var 30. júní síðastliðinn. Mjótt var á munum, þar sem 51 prósent félagsmanna hafnaði samningnum en 49 pró- sent samþykktu. Einungis þrjú atkvæði báru á milli. Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhaldið. Meðan á samninga- viðræðum stóð í síðasta mánuði neituðu flugmenn að vinna yfir- vinnu og hlaust af því töluverð röskun á flugi Icelandair. - jse Atvinnuflugmenn ósáttir: Felldu kjara- samninginn farartæki Landhelgis- gæslunnar, tvö skip og ein flugvél, eru að störfum við Miðjarðarhaf. 3 STAÐIÐ UPP Í STAFNI Norska seglskútan Staatsrad Lehmkuhl lét úr Reykjavíkurhöfn í gær en eins og sjá má er það ekki heiglum hent að hífa upp seglin á þessu risafleyi. Hjarta þessa sæfara, sem þarna prílar, er greinilega ekki sem fóarn úr fugli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Valur missteig sig Valsmenn máttu þakka fyrir stig og Fram er enn án sigurs í Pepsi-deildinni. sport 26 Ég vildi tryggja að hún yrði inni í okkar málum og skildi að við þyrftum þar sérlausnir. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.