Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 2
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Þórsteinn, er þetta eldfimt mál? „Já, það brennur á mörgum.“ Þórsteinn Ragnarsson er forstjóri Kirkugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Bálförum hefur fjölgað stórlega á undan- förnum árum og eru nú fjögur af hverjum tíu líkum brennd fyrir útför. SPURNING DAGSINS Ásta Hársnyrtistofa er í Bolholti 6. Síminn er 588 3200. Hárlitun er á kostakjörum hjá Ástu sem selur einnig hárvörur á lágu verði, t.d. vörur frá TIGI. 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið í krafti fjöldans 1.490 kr. GILDIR 24 TÍMA 3.800 kr. 60% 2.310 kr. • SÍ A LITHÁEN Efnahagurinn í Litháen er á góðri leið með að ná sér eftir hrunið 2008. Í bænum Druskin- inkai í suðurhluta landins, alveg við landamæri Hvíta-Rússlands, eru menn svo bjartsýnir að þeir hafa hafist handa við gerð innan- hússskíðasvæðis eins og reist var í Dubai. Tvær skíðabrekkur verða innanhúss en ein utanhúss. Lengsta brekkan verður nær hálfur kílómetri að lengd. Vonast er til að 200 til 400 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári. Í Litháen hefur aðeins verið hægt að skíða í tvo til þrjá mánuði á ári en nú verður hægt að æfa sig allt árið. - ibs Aukinn hagvöxtur í Litháen: Reisa innan- hússskíðasvæði LANDBÚNAÐUR Það getur verið vandasamt að heyja í brekkunni fyrir ofan bæinn Kvíaból í Köldukinn en í síðustu viku rúllaði 800 kílóa heyrúlla niður túnið og braut sér leið inn í fjós. „Það voru nokkrar kýr inni og ég er viss um að einhver þeirra hefur orðið fyrir henni þó ekki sjái á neinni,“ segir Marteinn Sigurðsson, bóndi á Kvíabóli. Hann segir að rúllan hafi oltið úr bindivélinni. Þá getur fátt stöðvað hana en í brekkunni er í um 18 til 23 gráðu halli. Hún lenti með slíku afli á fjósinu að hún fór í gegnum vegginn, sem gerður er úr einangr- unarklæðningu, og reif upp veggstoð sem skrúfuð var niður í gólfið. Hafi hún lent á kú hefur þó stoðin verið búin að taka mesta höggið. „Þetta var slíkur kraftur í þessu að konan mín sem var heima hélt að það hefði orðið sprenging,“ segir Marteinn en íbúðarhúsið er fyrir neðan fjósið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marteinn horfir á eftir hey- rúllu niður brekkuna. Eitt sinn endaði rúlla á steypt- um hlöðuvegg og sprakk þar. Marteinn getur þó andað léttar núna því búið er að heyja í hallanum mikla. Kýrnar fengu væna sárabót fyrir öll óþægindin sem þær urðu fyrir en þar sem rúllan var orðin götótt var ekkert annað að gera, segir Marteinn, en að opna hana og leyfa kúnum að gæða sér á innihaldinu. - jse Vandasamt að heyja í brekkunni ofan við Kvíaból í Köldukinn: Heyrúlla fór í gegnum fjósvegg FERÐALOK HEYRÚLLUNNAR Kýrnar á Kvíabóli fengu að gæða sér á innihaldinu þegar rúllan var búin að raska ró þeirra í fjósinu. MYND/HAUKUR MARTEINSSON MARTEINN SIGURÐSSON VIÐSKIPTI Hrein eign lífeyrissjóð- anna stóð í rúmum tvö þúsund milljörðum króna í lok maí og höfðu hún þá aldrei verið meiri. Heildareignir námu 2.007 milljörðum króna og var það 23 milljarða króna aukning á milli mánaða. Mest jókst eign lífeyrissjóð- anna í ríkisskuldabréfum, eða um 15,2 milljarða króna. Greining Íslandsbanka segir svo virðast sem sjóðirnir hafi notað handbært fé í töluverðum mæli til fjárfestinga í maí. - jab Lífeyrissjóðirnir aldrei stærri: Eignir upp á 2.000 milljarða HEILBRIGÐISMÁL Af 53 fíkniefna- neytendum sem greinst hafa með HIV-sýkingu síðastliðinn aldarfjórðung hafa 32 greinst á síðustu fjórum árum. Meðalaldur þeirra er 34 ár og ákveðin innbyrðis tengsl eru milli margra þeirra sem hafa smitast. Þetta kemur fram í Farsótta- fréttum sóttvarnalæknis. Enn fremur segir að annað sem einkenni faraldurinn meðal fíkniefnaneytenda sé að margir þeirra hafi misnotað rítalín með því að sprauta efninu í æð. Auk fíkniefnaneytendanna hafa 216 aðrir greinst með HIV- sýkingu undanfarinn aldar- fjórðung. - jss HIV-faraldurinn: Hópsýking hjá sprautufíklum SKROKKAR SKORNIR Hlutabréf SS hafa verið skráð um árabil á Opna tilboðs- markaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VIÐSKIPTI Hlutabréf Sláturfélags Suðurlands (SS) verða skráð á First North-hlutabréfamarkaðinn á fimmtudag. Hlutabréfin hafa um árabil verið skráð á tilboðsmark- að Kauphallarinnar. Þau verða afskráð þar á morgun fyrir skrán- ingu á First North-markaðinn. Stjórnin telur breytinguna henta SS mjög vel. Um tvö hundr- uð milljón hlutir verða skráðir á markaðnum. Skráning SS er sú fyrsta á íslenskum hlutabréfa- markaði síðan Skipti, móðurfélag Símans, var skráð í Kauphöllina vorið 2008. - jab SS á First North-markaðinn: Fyrsta félag á markað í þrjú ár DÝRALÍF Hópur Vestfirðinga áform- ar að flytja hreindýr til Vestfjarða innan þriggja ára. Þó standa nokk- ur ljón í veginum en Búnaðarsam- band Strandamanna hefur lagst gegn áformunum sem og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir meðal annars vegna hættu á að þau smiti riðu eða garnaveiki. „Ef sýnt verður fram á það með vísindalegum hætti að þau smiti sauðfé á svæðinu þá verðum við fyrstir til að bakka með þessa hug- mynd,“ segir Magnús Ólafs Hans- son, einn af hvatamönnunum. „Við erum hins vegar ekki til í að láta tala okkur af hugmyndinni bara með einhverjum „af því bara“ rökum. Yfirdýralæknir segist mótfallinn þessu því að hreindýr geti hugsanlega smitað sauðfé. Þetta eru ekki vísindaleg rök.“ Hann segir að hópurinn hafi fengið álit hjá sænska yfir- dýralæknisemb- ættinu og þar segir að hrein- dýr geti ekki smitað sauðfé af riðu eða garna- veiki. Halldór segist ekki hafa séð þetta álit. „Ég þyrfti að fá að sjá hvaða forsendur þeir gefa sér áður en ég segi eitthvað um það,“ segir hann. „Aðalatriðið er þó það að við viljum láta Vestfirðinga, með sitt hreina svæði, njóta vafans,“ segir hann, „Vestfirðingar hafa algjöra sérstöðu hvað það varðar og því markmiði var náð með miklum fjárútlátum af hálfu ríkisins og eins með miklum fórnum af hálfu bænda. Því er það ekki ásættan- legt að taka hættuna á því að ein- hverjir sjúkdómar komi upp á svæðinu. Við lítum líka svo á að hagsmunir sauðfjárbænda vegi þyngra en hagmunir hóps manna sem vilja flytja hreindýr á svæðið einungis til að skjóta þau.“ Varðandi það að málið hafi aldrei verið rannsakað segir hann: „Það liggja reyndar fyrir ákveðn- ar rannsóknir sem Sigurður Sig- urðarson dýralæknir gerði og við byggðum okkar álit meðal annars á þeim.“ Hann segir einnig önnur rök renna stoðum undir afstöðu hans. „Í fyrsta lagi vita menn ekki hvort fæðuframboðið sé nægilegt á svæðinu svo að þau þrífist þar,“ segir hann. „Síðan halda engar venjulegar girðingar þessum dýrum, þau gætu þess vegna farið suður í Dali eða eitthvert annað þar sem þeirra er ekki óskað.“ Magnús Ólafs ítrekar að rann- saka verði öll þessi atriði. „Ef það kemur upp úr dúrnum, eftir þá skoðun, að þetta sé ekki gæfulegt þá tökum við því.“ Hann segir enn fremur að kanna þyrfti hversu mörg dýr væri hyggilegt að hafa á svæðinu, en þau gætu hugsanlega verið á bilinu tuttugu til fimmtíu. jse@frettabladid.is Vilja fá hreindýr á vestfirskar heiðar Hópur Vestfirðinga áformar að flytja hreindýr í heimasveitina. Í áliti frá sænska yfirdýralæknaembættinu segir að hreindýr smiti ekki sauðfé. Yfirdýra- læknir sem og Búnaðarsamband Strandamanna eru á móti hugmyndinni. HREINDÝR Á AUSTFIRSKRI HEIÐI Ef hvatamönnum að vestan verður kápan úr klæð- inu verður þess ekki langt að bíða uns hreindýr sjáist einnig á vestfirskum heiðum. FRÉTTANLAÐIÐ/VILHELM MAGNÚS ÓLAFS HANSSON HEILBRIGÐISMÁL Mælingar á roð- valdandi geislum hér á landi gefa það til kynna að háa tíðni sortu- æxla beri ekki eingöngu að skýra með ljósabekkjanotkun og utan- landsferðum heldur einnig að hluta til með íslenskri sól. Þetta kemur fram í rannsókn- arskýrslu læknanna Bárðar Sig- urgeirssonar og Hans Christians Wulf. Sortuæxlum, sem er alvarleg- asta tegund húðkrabbameina, hefur fjölgað hér á landi undan- farna áratugi þó eitthvað hafi dregið úr þeim síðustu ár. Hefur sú þróun venju- lega verið tengd við aukna notk- un ljósabekkja og utanlands- ferðir en í ljósi þessara mæl- i n g a s e g j a læknarnir að vert sé að taka þátt íslenskr- ar sólar með í reikninginn. Samkvæmt krabbameins- skrá Krabbameinsfélags Íslands greindust að meðaltali 49 manns með sortuæxli í húð á árunum 2004 til 2008 og tíu létust árlega. Mælingarnar á roðvaldandi geislum sólar fóru fram í Skorra- dal síðastliðið sumar og er þetta í fyrsta sinn sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Notast er við svokallaðan ÚF- stuðul en þegar hann er í fimm stig- um þýðir það að Íslendingur með venjulega húðgerð getur eingöngu verið um eina klukkustund í sólinni án þess að húðin roðni. Í júnímán- uði í fyrra mældist ÚF-stuðullinn í sextán daga yfir fimm stigum. Mest náði hann 7,5 stigum. - jse Ljósabekkjanotkun og utanlandsferðir eflaust ekki einu orsakavaldar sortuæxla: Böndin beinast að íslenskri sól MANNÚÐARMÁL UNICEF, Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, á Íslandi stendur nú fyrir fjár- söfnun til hjálpar vannærðum börnum í Austur-Afríku. Yfir tvær milljónir ungra barna þjást af vannæringu og um 500 þúsund þeirra eru nú þegar talin lífshættulega van- nærð vegna mestu þurrka í hálfa öld og hækkaðs matvæla- verðs, segir í fréttatilkynningu frá Barnahjálpinni. Hægt er að styrkja neyð- arstarf UNICEF með því að hringja í söfnunarsímanúmerin 908-1000 (1.000 krónur), 908- 3000 (3.000 krónur), 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að styrkja neyðarstarfið í gegnum heima- síðu UNICEF á Íslandi eða með því að leggja inn á neyðarreikn- ing samtakanna: 515-26-102040, kennitalan er 481203-2950. - jse UNICEF á Íslandi: Söfnun fyrir Austur-Afríku BÁRÐUR SIGURGEIRSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.