Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 18
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Þetta var alveg dásamlegt í alla staði, ég á ekki annað orð yfir það,“ segir óperu- söngvarinn góðkunni, Bergþór Pálsson, nýkominn heim úr end- urnærandi dvöl á Heilsuhóteli Íslands á Ásbrú í Reykjanesbæ. Bergþór var upphaflega feng- inn til að koma fram og syngja á hótelinu og segir starfsemina hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég ætlaði alls ekki að dvelja þarna og viðurkenni fúslega að ég fór á staðinn með fyrirfram mótaðar hugmyndir og svolítið litaðar af neikvæðri umræðu í fjölmiðlum. Þegar á hólminn var komið reyndust þær hins vegar ekki eiga við rök að styðjast og upplifunin var svo ánægjuleg að ég ílengdist þarna.“ Hvað heillaði þig helst? „Bara öll sú hugmyndafræði sem ligg- ur til grundvallar starfsemi Heilsuhótelsins og gengur út á að veita gestum góða hreyfingu, næringu og nauðsynlega hvíld inn á milli. Ristilskoðun er sem sagt ekkert aðalatriði auk þess sem greiða verður sérstaklega fyrir hana,“ útskýrir Bergþór, sem hafði ánægju af því að fylgj- ast með þreytulegu fólki grenn- ast, hressast og fá lit í vanga á hálfum mánuði. „Ég kem heim með allt aðrar hugmyndir um hótelið.“ Einn helsti kosturinn er þó óupptalinn að hans mati. „Þegar maður er í fríi erlendis kemur maður oftar en ekki þreyttur til baka og er nokkra daga að jafna sig á eftir. Ég kem hins vegar alveg úthvíldur af hótelinu og finnst þetta því fyllilega þess virði.“ Hann bætir við að vistin kunni að virðast dýr við fyrstu sýn en nánari athugun leiði hið gagnstæða í ljós. „Þegar allt er tekið með í reikninginn, gisting, matur og fjölbreytt stundaskrá- in þá er þetta alls ekkert dýrt.“ Hugarðu almennt vel að heils- unni? „Já. Það skiptir auðvitað miklu máli, ekki síst fyrir söngv- ara þar sem röddin er dyntótt hljóðfæri og með því að hugsa um heilsuna dregur úr líkum á einhverju veseni með hana,“ svarar Bergþór og tekur nokk- ur dæmi. „Ég reyni að passa upp á mataræðið með því að forðast óhóflega neyslu sykurs, hveitis og koffíns og forðast eftir fremsta megni hvaðeina sem kemur mér í uppnám. Enda allt orkuþjófar. Á móti hreyfi ég mig reglulega, reyni að sofa og slaka vel á, því án þess virkar hollt mataræði og hreyfing bara upp að vissu marki. Á Heilsuhóteli Íslands er hugað vel að öllum þáttum.“ Heilsuhótelið er orkugjöf Bergþór Pálsson óperusöngvari var nýlega gestur á Heilsuhóteli Íslands á Ásbrú í Reykjanesbæ og lætur einstaklega vel af dvölinni. Þar bar hæst fjölbreytt dagskrá, hollur og ljúffengur matur og skemmtilegur félagsskapur að mati Bergþórs sem sneri endurnærður heim til sín. Bergþór segir tónlist geta haft góð áhrif á líkamlega jafnt sem andlega heilsu. „Það er þó ekki sama hvernig tónlistin er því sum tónlist getur verið beinlínis heilsuspillandi,“ tekur hann fram. MYND/VILHELM Kynning - auglýsing Næstu námskeið 15.-29. júlí 12.-26. ágúst Endurnýjuð orka. Sími 5128040 heilsa@heilsuhotel.is www.heilsuhotel.is Ásbrú, Reykjanesbæ. Opið í sumar hjá Heilsuhóteli Íslands Efnið Bioflavinoid skortir í nútíma- fæði mannsins en er nauðsynlegt mannslíkamanum, meðal annars til þess að vinna á og útrýma candida- sveppnum og sýkingum í líkamanum. Bioflavinoid er unnið úr hvítu himn- unni sem umlykur greipaldinávöxtinn. • Citrosept dregur úr sykurlöngun. • Gott fyrir alla sem sækja í sætindi. • Citrosept er ríkt af andoxunarefnum og forvörn gegn krabbameini. • Citrosept er frábært eftir sýklalyfjanotkun. Pöntunarsími: 512 8040 www.heilsuhotel.is CITROSEPT BIOFLAVINOID LOKSINS Á ÍSLANDI LÍKAMSMEÐFERÐIR Á HEILSUHÓTELINU Epsom-líkamsmeðferð er vinsæl meðal hótelgesta á Heilsuhóteli Íslands, enda ekki að ástæðulausu. Líkaminn er skrúbbaður frá toppi til táar með heil- næmu magnesíumríku salti sem bland- að er með lífrænni ólífuolíu. „Meðferðin leysir upp dauðar húð- frumur þannig að húðin andar betur, verður frískleg. Olían gefur húðinni raka og silkimjúka áferð. Meðferðin örvar blóðrás og sogæðakerfi, veitir vel- líðan og styrkir þar af leiðandi ónæmis- kerfið. Þetta er besta líkamsskrúbb sem ég hef kynnst. Það er gaman að vinna með það enda er það algjörlega náttúrulegt og laust við öll aukaefni. Manneskjan verður endurnýjuð rétt eins og af dvölinni á hótelinu.“ Steinunn Aðalsteinsdóttir heilsuráðgjafi Rauðrófur hafa lengi verið nýttar vegna blóðhreins- andi áhrifa. Efni í þeim eru ótrúlega hreinsandi. Me- þíónín dregur til dæmis úr kólester- óli og hreinsar úr- gangsefni úr lík- amanum. Betanín hjálpar lifrinni að hreinsa sig. Heilsuhótel Ís- lands útbýr rauð- rófusafa sem er borinn fram ferskur og heitur. Hægt er að læra að útbúa rauðrófusafa eða nálgast hann á hótelinu. Guðdóm- legt bragðið og vitneskja um lækningarmátt og hollustu er á flestra vitorði. www.heilsuhotel.is/uppskriftir RAUÐRÓFUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.