Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGHreingerning ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 20112 Rykmaurar eru litlir áttfættir maurar sem þrífast best ef hitastig er stöðugt og yfir 20°C og rakastig er yfir 50 prósent. Þeir dafna illa ef rakastig er undir 45 prósentum og þola ekki frost. Maurarnir nærast einkum á húðflögum manna og dýra. Al- gengt er að í einu grammi af ryki séu hundrað til fimm hundruð ryk- maurar. Í einu rúmi geta þeir því skipt hundruðum þúsunda. Hver maur lifir í 3-4 vikur og á þeim tíma gefur kvenmaur af sér 25 til 30 afkvæmi. Hver maur hefur ham- skipti nokkrum sinnum á vaxtar- skeiði sínu og gefur frá sér 10 til 20 örsmáar skítakúlur á dag. Þær eru svo smáar að þær þyrlast auðveld- lega upp í loftið og berast þannig í öndunarfæri manna. Ofnæmi fyrir rykmaurum er algengt meðal sjúklinga með of- næmi en aðrir virðast þola þá ágætlega. Um 90 prósent sjúk- linga með ofnæmisastma hafa rykmauraofnæmi en einungis tíu prósent þeirra sem ekki þjást af slíkum astma. Rykmaurar þrífast vel í gólf- teppum en illa á dúkum og tré- gólfum. Best er að reyna að halda rakastigi í híbýlum undir 50 pró- sentum. Ryksugur ná sjaldnast til rykmaura í teppum enda sitja þeir djúpt og halda sér fast. Þær ná hins vegar mauraskítnum en hann er svo smár að oftast fer hann beina leið í gegnum ryksugupokann og út í andrúmsloftið á ný. Ryksug- ur sem sía rykið í vatni eru tald- ar bestar í þessu samhengi. Þá þykja gerviefnasængur og -kodd- ar betri en dún- og fiðursæng- ur og í öllum tilfellum er gott að viðra sængur, kodda, teppi, dýnur og tuskudýr með reglulegu milli- bili og skipta ört á rúmum. Einnig má forðast bólstruð húsgögn, upp- stoppuð dýr, þung gluggatjöld og annað sem safnar ryki og erfitt er að þrífa. Fatnað ætti í öllum tilfell- um að geyma í lokuðum skápum og skúffum. Séu gerðar ráðstafanir til að halda rykmaurum í skefjum má oftast bæta líðan ofnæmissjúklinga til muna. Heimild: Vísindavefurinn Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. BURT MEÐ BLETTINA Leiðbeiningastöð heimilanna heldur úti vefsíðu þar sem finna má ýmis gagnleg húsráð, þar á meðal ráð sem lúta að þvotti. Þar segir: Ef fitublettir eða annað eru í fatnaði er nauðsynlegt að meðhöndla þá strax með viðeig- andi efni, til dæmis uppþvottalegi, grænsápu eða sérstöku blettaefni og þvo flíkina síðan á venju- bundinn hátt. Freyðandi sápu þarf að skola vel af áður en flíkin fer í þvottavélina. Blettaúðaefni henta ágætlega á óhrein- indi innan í hálskrögum og á líningum. Þynntur uppþvottalögur gerir einnig sitt gagn. Ef ryk eða þurr óhreinindi eru í fatnaði er gott að hrista hann eða bursta áður en hann fer í vélina. Nánar á leidbeiningastod.is. Sámur sápugerð er rótgróið fyrirtæki í Lyngási í Garðabæ. Þar er Brynjólfur Grétarsson framkvæmdastjóri. Þetta er allt íslensk vara,“ segir Brynjólfur Grétars-son í sápugerðinni Sámi, umkringdur hreinsiefnum af ýmsum gerðum sem hann hefur á boðstólum. „Mest hef ég fókuserað á efni fyrir bíla og iðn- fyrirtæki gegnum tíðina en svo er ég líka með almenn hreinsi- efni sem henta öllum heimilum,“ segir hann. Tjöruhreinsirinn Turbo Sámur 2296 sem fólk kaupir á bensín- stöðvum er meðal framleiðsluvara Sáms. Turbo Sámur vinnur vel og hefur „kynnt sig sjálfur“ eins og Brynjólfur orðar það. Þeir sem aka um landið að sum- arlagi þekkja hversu erfitt er að losna við flugnaklessur framan á bílunum. Brynjólfur hefur séð við þeim vanda og búið til efni sem hann nefnir Sámur Turbo flugna- hreinsir sem er spreyjað á bílinn og látið standa í tvær til þrjár mín- útur. Annaðhvort er það svo strok- ið af með kústi eða skolað af með vatni. „Flugnahreinsirinn hefur slegið í gegn. Þeir sem byrja að nota hann eru allir mjög hrifnir,“ segir Brynjólfur og tekur fram að efnið fáist bara í Europris og á Olís. Extra-hreinsiúðinn fæst ein- ungis í Europris. Brynjólfur segir hann prýðilegan til heimilisnota. „Ef maður setur blett í fötin sín er gott að spreyja Extra á hann áður en fötin fara í þvottavél. Eins er úðinn mjög góður á keramikhell- urnar. Þá er efnið látið standa aðeins áður en það er strokið af. Sama á við um flísarnar á baðinu og baðkarið. Fínt er að nota Extra- hreinsiúðann á það um leið og maður er búinn í baði,“ segir hann. Brynjólfur er eigandi og fram- kvæmdastjóri Sáms og kveðst hafa verið í þessum bransa í rúm tutt- ugu ár. „Það er, sem betur fer, nóg að gera og ég er kátur með það.“ segir hann brosandi. Þetta er allt íslensk vara „Ef maður setur blett í fötin sín er gott að spreyja Extra á hann áður en fötin fara í þvottavélina,“ segir Brynjólfur. MYND/HAG Með viðeigandi ráðstöfunum má halda rykmaurum á heimilinu í skefjum. Rykmaurum haldið niðri AÞ-Þrif er framsækið hreingerningafyrirtæki sem hefur metnað, gæði og umfram allt framkvæmdagleði í farteskinu. VIÐ ERUM HREIN PLÁGA ÞEGAR KEMUR AÐ ÓÞRIFUM AÞ-Þrif hefur náð þeim merka áfanga að fá veitta vottun norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir daglegar ræstingar. Þú getur treyst okkur þegar kemur að því að gera skínandi hreint í verksmiðjunni, á byggingarsvæðinu eða skrifstofunni. Við bjóðum persónulega þjónustu í náinni samvinnu við viðskiptavini. • Daglegar ræstingar (Svansvottað) • Iðnaðarþrif (fyrirtæki) • Gluggaþvottur • Bílaþrif – Dalshrauni 11, Hfj. og Borgartúni 21b HAFÐU SAMBAND • WWW.ATH-THRIF.IS UM HVE RFISMERKI Ræstingaþjónusta 176 027

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.