Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. júlí 2011 13 Nú hefur það gerst að mann-réttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um sam- skipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð. Gott eitt er að reglur séu settar um samskipti skólasamfélagsins við samstarfsaðila sína. Skýrar leikreglur eru af hinu góða. Vand- inn er sá að tillögur mannréttindar- áðs bera með sér háskalegan skort á félagslegu innsæi um leið og þær stangast á við almenna félagsvís- indalega þekkingu. Hvort tveggja er ferlegt í stjórnmálum. Núna þegar félagslegt atlæti barna í hverfum borgarinnar gisn- ar og rýrnar af orsökum sem öllum eru ljósar þá er það mjög umhugs- unarvert að lagt skuli til í nafni mannréttinda að tómstundastarf þúsunda barna og unglinga sem engan skugga hefur borið á í vit- und almennings sé sett inn í sviga og þeim aðilum sem að því standa í góðri sátt við foreldra og skólasam- félag skuli meinað að kynna starfið við hlið skáta, íþróttafélaga og ann- arra sem bjóða börnum félagsstarf. Þar með er verið að jaðarsetja öll þau börn og allar þær fjölskyldur sem rækja kirkjustarf í borginni og sækja þangað félagsskap og önnur gæði. Slík smættun og tortryggni á félagslífi þúsunda einstaklinga er vond. Við eigum að byggja upp samfélag sem samþykkir og gerir ráð fyrir fjölbreytileika en ekki að leitast við að útrýma fjölbreytninni og búa til sérstöðu. Þá vil ég einnig vekja athygli á því að tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur fjalla í raun um heims- mynd almennings. Þar er beinlínis gengið út frá því að veraldleg heims- mynd sé hlutlaus, eðlileg og heil- brigð, en að trúarleg heimsmynd sé einkamál sem fólk skuli eiga við sjálft sig inni á eigin heimilum. Ég leyfi mér að fullyrða að hin viti borna íslenska alþýða muni aldrei treysta stjórnmálaafli sem taki afstöðu í trúarefnum. Þriðja atriðið sem ég nefni sem dæmi um skort á félagslegu innsæi er sú forgangsröðun sem birtist í tillögum mannréttindaráðs. Býsn mættum við vera fegin ef helsta ógnin sem steðjaði að börnum okkar væri sú að innan skólakerfis- ins væri verið að innræta ómótuðum sálum annarlegar trúarhugmyndir og grensulausir trúboðsprestar léku lausum hala um lóðir og ganga. Þá væri nú létt að skakka leikinn og tryggja mannréttindi barna. Í nýrri skýrslu sem UNICEF á Íslandi birti fyrir skemmstu er að vísu hvergi minnst á slíkan vanda en önnur og þungbærari málefni lögð fram. Og tökum eftir að þar er hvatt til samvinnu allra, bæði ríkis, sveit- arfélaga og félagasamtaka í þágu barna. Tillögur mannréttindaráðs eru aftur til þess fallnar að dreifa kröftum en sameina þá ekki. Loks vil ég benda á þá alvarlegu rökvillu sem fólgin er í hugmynd- inni um hlutlausan, ógildishlað- inn vettvang í skólum borgarinn- ar. Það er almenn félagsvísindaleg vitneskja að hvert félag og stofnun hefur sín gildi, meðvituð og ómeð- vituð. Hver persóna ber með sér sinn skilning á heiminum og ber vitni þeirri heimsmynd sem hún hefur eignast. Hlutverk skólans er að undirbúa börn undir þátttöku í samfélagi. Það er gert með því að gera þau læs. Við viljum að börnin okkar verði læs jafnt á bækur sem fólk, á tölur og andrúmsloft, á tækni og list. Þess vegna eiga skólar að sækjast eftir samvinnu við ábyrga og hæfa aðila sem kynna sjálfa sig fyrir börnum. Allt það helsta sem við lærum lærum við í gegnum persónur. Foreldra- og skólasam- félagið á að sækjast eftir því að fá inn á sviðið einstaklinga, stofnan- ir og félög sem skilgreina má sem samherja að uppeldi og menntun barna. Þessir aðilar eiga að koma á forsendum skólans á forsendum barnanna í umboði uppalendanna og þeir eiga að bera með sér sín gildi og skilaboð, gefa innsýn í list sína, heimsmynd, þekkingu og ástríðu sína á öllum mögulegum sviðum. Og þau eiga að gera það í trúnaði við foreldra- og skólasamfélagið. Það er löng og farsæl hefð fyrir því á meðal okkar að samfélag hinna full- orðnu eigi samstöðu um það atlæti sem börnum er búið þvert á allar pólitískar skoðanir, trúarhugmynd- ir og hrepparíg. Það ber hvorki vott um félagslegt innsæi né fulla rök- hugsun þegar menn halda að með- vitaðar og mótaðar lífsskoðanir eða trú úthýsi fagmennsku. Sú afstaða er bara menningarlegur tepruskap- ur og er í eðli sínu í andstöðu við ábyrga menntastefnu. Borgarráð verður að bíða. Vönduð umræða þarf að fara fram. Upplýst- ir jafnaðarmenn í landinu munu ekki sætta sig við að stjórnmála- flokkur taki trúarafstöðu og mis- muni borgurum landsins með þeim hætti sem nú stefnir í og borgarbúar munu ekki una því að kirkjustarfi í hverfum Reykjavíkur sé sópað út í horn með þótta og tortryggni í nafni mannréttinda. Stóra lífsskoðanamálið Trúmál Bjarni Karlsson sóknarprestur og fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarráði Reykjavíkur Sumarið er tími trampólína og þau spretta upp í húsagörðum sem aldrei fyrr. Á nýafstöðnu þingi Landsbjargar þótti tilefni til að ræða öryggisatriði, innan slysavarnahópsins, er tengjast uppsetningu og notkun tækjanna. Til að vernda þá sem leika sér á trampólínum hefur Slysavarna- félagið Landsbjörg og Lýðheilsu- stöð (nú Landlæknisembættið) gefið út leiðbeinandi reglur, sem ábyrgðarmenn eru hvattir til að fara eftir þegar tækið er sett upp og við notkun á því. Víða í görðum um allt land má sjá þessi tæki. Fleiri en færri fara EKKI eftir þessum reglum sem í höfuðdráttum eru þessar: „Meðfram trampólíninu þarf alltaf að vera að minnsta kosti 2,5 m autt svæði. Velja þarf stað sem er fjarri girðingum, gróðri og öðrum leiktækjum. Undir- lagið þarf að vera stöðugt og ætti ekki að vera hart eins og malbik, heldur ætti frekar að setja það á gras. Gras dregur úr hættunni á að barnið meiði sig ef það dettur af leiktækinu. Gætið að því að ekkert sé undir trampólíninu sem gæti skaðað barnið ef það myndi hoppa niður í jörðu. Vírar sem notaðir eru til að festa leiktækið mega ekki vera fyrir ofan dúk- inn svo ekki sé hætta á að barnið hoppi upp í þá.“ Það sem vekur athygli þegar uppsetning trampólína er skoðuð er að plássið í kringum þau er oft ónógt. Auk þess er vert að skoða hvernig þau eru fest niður. Börn eru oftar en ekki eftirlitslaus við leik og mörg í einu á þeim. Gróður liggur þétt upp að sumum þeirra, veggur stendur mjög nálægt hluta þeirra, ýmist húsveggur eða tré- pallur. Slysatíðni barna við leik á trampólínum eykst frá ári til árs og því ekki að ástæðulausu að reglur séu settar, til verndar börnum. Öðrum en forráðamönn- um virðist meira í mun að vernda börnin sem kemur berlega í ljós við uppsetningu tækjanna. Það sinnuleysi sem ríkir í vali á stöðum og uppsetningu trampól- ína er athyglisvert þegar til þess er hugsað að í langflestum til- fellum eru börn að leik á þess- um tækjum. Hvað þarf til, til að foreldrar og forráðamenn sjái ástæðu til að fara eftur leiðbein- andi reglum við uppsetningu trampólíns og búa börnum öruggt leiksvæði spyr sá sem ekki veit. Hvað hugsa foreldrar – uppsetning trampólína Samfélagsmál Helga Dögg Sverrisdóttir í stjórn Slysavarnadeildarinnar á Dalvík Gras dregur úr hættunni á að barnið meiði sig ef það dettur af leiktækinu. Gætið að því að ekkert sé undir trampólíninu sem gæti skaðað barnið ef það myndi hoppa niður í jörðu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.