Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 10
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 HLAUP Í MÚLAKVÍSL SAMGÖNGUR Rúta og sérútbúnir vörubílar ferja nú fólk og bíla yfir Múlakvísl, þar sem þjóðvegurinn fór í sundur í hlaupinu á laugar- dag. Nokkur fjöldi fólks beið þess að komast yfir kvíslina þegar farið var í fyrstu ferð um miðjan dag- inn í gær. Reynsla á eftir að komast á það hvernig flutningarnir ganga og hvernig aðstæður eru, en stefnt er að því að halda þessum flutn- ingum áfram daglega þar til bráðabirgðabrú verður tilbúin, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðar- innar. Vegagerðin hefur umsjón með flutningunum og mun standa straum af kostnaðinum við þá. Flutningur yfir Múlakvísl verður því almenningi að kostnaðarlausu. Björgunarsveitir og lögregla munu fylgjast með ferðunum og vakta svæðið. Björgunarsveitarbílar eru beggja vegna Múlakvíslar vegna flutninganna. Vegagerðin gerir ráð fyrir því að hægt sé að anna um 25 til 35 pró- sentum af venjubundinni umferð með þessum hætti. Júlíumferð á svæðinu er um 1.000 til 1.200 bílar á sólarhring, en tíu mínútur tekur að koma bíl yfir vaðið. Því gæti fólk þurft að bíða ansi lengi eftir því að komast yfir ef mikil umferð verður á svæðinu. Vinna er hafin við gerð bráða- birgðabrúar vestan megin við gamla brúarstæðið. Allt efni sem þarf er komið á staðinn og báðir brúarvinnuflokkar Vegagerðar- innar komu þangað í gær. Unnið verður á sólarhringsvöktum við gerð brúarinnar og aukamann- skapur verður kallaður út eftir þörfum. Gert er ráð fyrir að um tvær til þrjár vikur taki að klára brúna, sem verður 150 til 160 metra löng. Unnið er einnig að lagfæringum á vegunum á Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið. Mikil umferð var um Fjallabak í gær, en vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum. Lögregla og björgunarsveitir hafa einnig eflt gæslu sína þar. Vegagerðin hefur útbúið sex skilti sem komið verður upp í dag við Seyðisfjörð, Egilsstaði, Klaust- ur, Landvegamót og Rauðavatn. Skiltin eru á ensku og benda þann- ig ferðamönnum á að hringvegur- inn er rofinn við Múlakvísl. thorunn@frettabladid.is Samgöngur komnar á yfir Múlakvísl Vegagerðin hóf í gær að flytja fólk og bíla yfir Múlakvísl á rútu og trukkum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að anna 25 til 35 prósentum hefðbundinnar um- ferðar með þessum hætti. Vinna við bráðabirgðabrú er einnig hafin. Engir nýir sigkatlar Flogið var með vísindamenn yfir Mýrdalsjökul í gærmorgun. Engir nýir katlar hafa myndast og er staðan óbreytt frá því á laugardag. Ekki er frekari flóða að vænta nema nýjar hræringar verði á jöklinum, samkvæmt upplýsingum vísindamanna. Hluti Mýrdalsjökuls er þó enn lokaður og lýstur hættusvæði, samkvæmt Vegagerðinni. „Menn eru kvíðnir og slegnir yfir því að tapa tveimur verðmætustu vikum ársins í ferðaþjónustu,“ segir Einar Hafliðason, forstöðu- maður brúardeildar Vegagerðar- innar. Hann var staddur í Víkur- skála í gær á leið suður eftir vinnu við Múlakvísl. Einar sat fund með fulltrúum Almannavarna og Ferðamálastofu ásamt ferðaþjónustuaðilum í Vík síðdegis í gær um stöðu mála. Þar kom fram gagnrýni á alla þá sem vinna að því að koma samgöngum í samt lag eftir að hlaupið í Múla- kvísl rauf þjóðveginn um liðna helgi. Á fundinum skýrði Einar verklag Vegagerðarinnar en vinna hófst við gerð bráðabirgðabrúar yfir Múla- kvísl í gær. Einar reiknar með að fyrsti brúarstöpullinn verði tilbú- inn í dag, tengingu komið á yfir kvíslina um næstu helgi og mögu- legt að aka yfir hana eftir um viku. „Við erum komin á fullt og gerum okkar besta,“ segir Einar. - jab Vegagerðin vinnur að smíði bráðabirgðabrúar: „Gerum okkar besta“ SÉRFRÆÐINGUR Í BRÚARSMÍÐI Einar tók á móti verðlaunum Norræna vegasam- bandsins, NVF, fyrir hönd Vegagerðar- innar fyrir hönnun Þjórsárbrúar árið 2008. NVF/HENRIK KETTUNEN LAGAÐ TIL EFTIR HLAUP Efla þarf öryggi á vinsælum ferðamannastöðum, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu. MYND/FRIÐRIK NÝ BRÚ Í SMÍÐUM Vegagerðin hóf í gær vinnu við gerð bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vafasamt þykir að hægt verði að gera miklar bætur á veginum um Fjallabak nyrðra vegna umhverf- issjónarmiða þó hægt sé að bæta hann frá því sem er í dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð um samgöngukosti og kostnað við landsamgöngur í kjölfar umbrota í Kötlu sem unnin var fyrir Vegagerðina í janúar árið 2008. Kannað var hvaða umferðar- leiðir eru færar í nágrenni við Kötlu meðan á umbrotum stendur og hver yrði hugsanlegur viðbót- arkostnaður samfélagsins vegna lokunar á hringvegi um Mýrdals- sand. Þeir samgöngukostir sem voru skoðaðir voru annars vegar um Norðurland og hins vegar um Fjallabak nyrðra. Í skýrslunni kemur fram að leið- in um Norðurland liggi um upp- byggða vegi með slitlagi en leiðin um Fjallabak nyrðra sé víða um erfitt landslag, þrönga og hlykkj- ótta vegi sem ekki eru með bundnu slitlagi og ekki færir nema hluta árasins. Vafasamt sé að hægt verði að gera miklar bætur á veginum vegna umhverfissjónarmiða og að samgöngur um veginn að vetrar- lagi muni einnig verða töluverð- um erfiðleikum háð vegna snjóa og veðurs. Ekki var gert arðsemismat þar sem um tímabundnar lokanir eða tilfærslur er að ræða. Skýrsla um samgöngur í kjölfar umbrota Kötlu: Erfitt verði að bæta Fjallabak nyrðra VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Takmarkað sætaframboðTaktu þátt í Lukkulífi VITA Tyrkland 16. og 26. júlí. Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja áfangastað, brottfarardag og lengd ferðar en upplýsingar um gististað berast þér síðar. 116.500kr.* 99.400kr.* og 15.000 Vildarpunktar Flug og gisting m/hálfu fæði miðað við 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. *Verð án Vildarpunkta 126.500 kr. og 15.000 Vildarpunktar Flug fram og til baka. *Verð án Vildarpunkta 109.400 kr. TYRKLAND Vinsælasti sólarstaðurinn í Tyrklandi Takmarkað sætaframboð ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 5 56 92 0 7/ 11

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.