Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 19
HREINGERNING ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Þrif, hreinsiefni, húsráð, þvottur. ISS Ísland er stærsta eignaumsýslufyrirtæki í heimi með um 530.000 starfsmenn í 52 löndum, þar af 800 á íslandi. Þetta er nokkuð sem margir vita ekki af og halda að ISS sé bara ræstingafyrirtæki,“ segir Ívar Harðarson, sviðsstjóri fasteignaumsjónar, en ISS hjálp- ar fyrirtækjum að losna við áreiti og umstang sem fylgir því að reka fasteign og að halda henni í ásætt- anlegu ásigkomulagi. Hugmyndin á bak við þessa þjónustu er meðal annars sú að stjórnendur og eig- endur geti betur einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. „Segjum að þú eigir Kringl- una eða einhverja aðra húseign. Þá gætum við hjá ISS séð um alla fjármálastjórnun, fjárstýringu, greiðslur og innborgun fyrir húsið, allt bókhald fyrir húseignina, inn- heimtu á leigugjöldum og aðra fjármálastjórnun. Sjálfur getur þú svo bara verið í golfi á meðan við sjáum um fjárhagsáætlanir, rekstr- aráætlun og samskipti við endur- skoðendur,“ segir Ívar og telur upp lítið eitt af þeirri þjónustu sem ISS býður upp á. Hann útskýrir að ekk- ert sé ISS óviðkomandi í fasteigna- umsýslunni, allt frá því að laga hurð til þess að jafna ágreining við leigjendur og nágranna, og að sjá um að halda lóð umhverfis hús snyrtilegri sem og bílastæðum. ISS sér ekki aðeins um ver- aldlegar eignir fyrirtækja heldur býður fyrirtækið líka upp á stoð- þjónustu en í henni felst meðal annars símavarsla, móttaka, ljós- ritun, póstumsjón og umsjón fundarherbergja. Svo má ekki gleyma veitingasviðinu: „Hvort sem þú þarft að láta sjá um mötu- neyti starfsmanna, kaff istof- una eða umsjón með fundum og öðrum viðburðum þá búum við til lausn sem er sérsniðin. Við seljum núna yfir 2.000 matarskammta á dag sem er ekkert smotterí,“ segir Ívar en maturinn er keyrður út þó að einnig sé hægt að fá kokk til að elda á staðnum ef aðstæður eru fyrir hendi. ISS býður líka upp á lausnir varðandi móttökur, fundi, boð og veislur þar sem fagfólk á snær- um ISS annast umsjón og fram- kvæmd. „Svo geta fyrirtæki valið þessa þjónustuþætti, hvað viltu að við tökum að okkur?“ segir Ívar og minnist svo á að ISS Ísland hafi náð þeim árangri að vera fyrir- myndarfyrirtæki VR árið 2011. „Það er í sjötta skipti sem fyrir- tæk inu hlot nast sá heiður. Fyrirmyndarfyrirtækið er valið eftir ánægju starfsmanna. En það sem starfsmenn okkar gera í stuttu máli er að sjá um eignir frá A til Ö, alveg sama hvort það er á fast- eignasviði, veitingasviði, ræstinga- sviði eða í stoðþjónustunni eða skrifstofuaðstoðinni,“ segir Ívar. Sjá um allt frá A til Ö ISS hefur langa og víðtæka reynslu á öllum sviðum ræstinga og hreingerninga hjá fyrirtækjum. Þegar húsnæði eru hreingerð eða gólf eru bónleyst og bónuð er mikilvægt að velja réttu efnin, áhöldin og aðferðirnar en fagþekking er grunnurinn að góðum árangri. Nánari upplýsingar í síma 5 800 600 sala@iss.is • www.iss.is Hreingerning • Viðhald gólfa • Gluggaþvottur • Iðnaðarþrif- 30 ára reynsla Eitt af því sem ISS býður upp á er að keyra út ávaxtakörfur til fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Ávextirnir eru holl- ari orkugjafi þegar sykurþörf hellist yfir fólk í vinnunni. Með ávaxtakörfunum frá ISS gefst starfsmönnum kostur á heilbrigðari millimálamat sem er betur til þess fallinn að hjálpa þeim að viðhalda skerpu og athygli. Innihald ávaxtakarfanna er breytilegt eftir árstíðum, allt eftir því hvaða ávextir eru ferskastir á hverjum tíma. ÁVEXTIR Í SAMKEPPNI VIÐ NAMMIÐ Ein af ástæðum þess að ISS Ís- land kemur vel út í mælingum VR á ánægju starfsmanna er sú að fyrirtækið gerir sér grein fyrir því að hrós er mikilvægt. Reglulega er gerð könnun á meðal viðskiptavina ISS og í leiðinni er athugað hvað þeir eru ánægðir með. Þegar við á er hrósinu komið til skila. En þetta segir á heimasíðu ISS: „Okkur Íslendingum er ekki gjarnt að hrósa og við eigum oft erfitt með að taka við hrósi. Í hrósi er hins vegar fólgin við- urkenning á að vel sé gert og í því felst lærdómsferli.“ HRÓSIÐ KÆTIR OG EYKUR GÆÐI Nokkrir starfsmenn ISS Ísland fyrir utan höfuðstöðvarnar í Austurhrauni 7 í Garðabæ. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.