Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 12
12 12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjór- inn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkafram- kvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangels- is sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnk- aði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breyt- ingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreym- ið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum lík- indum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu til- viki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónar- mið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli? Í umboði hvers? Fangelsis- mál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Asía frekar en ESB Guðmundur Andri Thorsson rithöf- undur skrifar grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann rekur skiptingu ESB-andstæðinga í þrjá flokka. Í þriðja flokknum eru, samkvæmt honum, þeir sem ekki hafa hrist af sér stórveldis- drauma útrásaráranna og vilja að Íslendingar séu heldur í sam- skiptum við Asíu og Bandaríkin en ESB. Í þessum flokki séu meðal annars Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson. Sá fyrrnefndi hafi lengi barist fyrir öflugum tengslum við Asíu en hinn trúi enn á gjöfult samband við Bandaríkin. Skemmtileg tilviljun Vð hlið greinar Guðmundar birtir Árni Sigfússon grein þar sem hann veltir því upp hvort við séum tilbúin að ganga í ESB. Þar spyr hann meðal annars: „Óttast menn virkilega að standa í viðskiptaviðræðum við aðrar þjóðir og stærstu viðskiptasamsteypur heims, Kína eða Bandaríkin?“ Skemmtileg tilviljun að greinarnar hafa raðast hlið við hlið; greiningin á stöðunni og dæmið henni til sönnunar. Heimilisfriðurinn úti? Oft hefur verið grunnt á því góða með ráðherrum og stundum hefur friðurinn verið úti á ríkisstjórnarheimilinu. Nægir í því sambandi að rifja það upp þegar Ögmundur Jónasson yfirgaf stjórnina í september 2009. Þá var sambandið á milli hans og oddvita stjórnarinnar, Steingríms og Jóhönnu, orðið ansi stirt. Eftir því var tekið að Jóhanna skaut föstum skotum á Ögmund í Frétta- blaðinu á laugardag í umræðu um byggingu nýs fangelsis. Þar sagði hún það ekki þýða að skilja eftir tillögu um tveggja milljarða ríkisútgjöld á borði ríkisstjórnarinnar, sem er byggingarkostnaður fangelsisins. Velta menn nú fyrir sér hvort friðurinn sé úti á stjórnar- heimilinu. kolbeinn@frettabladid.isU msókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerf- inu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Þannig eru „varnarlínurnar“, sem Bændasamtökin kynntu á nýjan leik í síðustu viku, í raun varnarlínur um óbreytt ástand í landbúnaði. Í ályktun Búnaðar- þings, þar sem varnarlínurnar voru settar fram sem ófrávíkjan- leg skilyrði í aðildarviðræðunum við ESB, var sömuleiðis sú krafa að „allar umræður sem leiða af sér grundvallarbreytingar á ríkis- stuðningi, tolla- og stofnanaumhverfi íslensks landbúnaðar verði að bíða þar til yfirstandandi samningaferli lýkur“. Er það nú endilega nauðsynlegt? Margir af þeim sem hafa áhuga á umbótum í landbúnaðinum hafa engan áhuga á Evrópusambands- aðild og enga trú á að hún verði að veruleika. Af hverju þá að bíða með þessar umræður? Alveg óháð ESB-aðild er til dæmis ástæða til að ræða hvort ekki þurfi að koma á bæði innlendri og erlendri samkeppni á búvöru- markaði hér á landi, með því að samkeppnislög nái til alls land- búnaðargeirans eins og annarra atvinnugreina og tollvernd verði afnumin, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning rétt eins og flestir aðrir innlendir framleiðendur neyzluvöru. Um leið er ástæða til að ræða hvort færa eigi stuðning við hinar dreifðu byggðir úr markaðstruflandi, framleiðslutengdum styrkjum til framleiðenda mjólkur og kindakjöts og yfir í styrki sem fremur eru bundnir við búsetu, umhverfisvernd (til dæmis skógrækt eða endurheimt votlendis) og ferðaþjónustu svo dæmi séu nefnd. Það hefur verið þróunin í Evrópusambandinu. Ekkert segir að það geti ekki verið hagstæðari leið til að styrkja hinar dreifðu byggðir á Íslandi en núverandi kerfi, jafnvel þótt ekkert verði af aðild að ESB. Forysta Bændasamtakanna og hin pólitíska forysta landbún- aðarmála, með ráðherra málaflokksins í broddi fylkingar, láta eins og íslenzka landbúnaðarkerfið sé svo frábærlega heppnað að verja þurfi það með kjafti og klóm, jafnt gegn ESB-aðild og öllum nýjum hugmyndum. En er kerfið svona dásamlegt? Sú stað- reynd að íslenzkir skattgreiðendur og neytendur greiða einhverja hæstu landbúnaðarstyrki í heimi og borga engu að síður eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð, segir okkur að eitthvað erum við að gera vitlaust. Þar við bætist að fjöldamargir bændur hafa ekki mannsæmandi afkomu af búskapnum og verða að grípa í aðra vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Heilbrigð skynsemi ætti því að segja okkur að full ástæða sé til að ræða nýjar leiðir í landbúnaðarmálunum. Hvaða tilgangi þjónar að verjast slíkri umræðu? Engin ástæða er til að bíða með umræður um umbætur í landbúnaðarkerfinu. Varnarlínur gegn skynsemi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.