Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 8
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 STJÓRNMÁL Nefnd sem skila á til ráðherra tillögum um reglur um eignarhald fjölmiðla hefur hafið störf. Von er á tillögum frá nefndinni í haust. „Við erum í raun bara í miðri á. Við höfum sumarið til að fara yfir þetta og ég von- ast til þess að niðurstöðurn- ar liggi fyrir í september,“ segir Karl Axelsson hæstaréttarlög- maður, sem er formaður nefndar- innar. Upphaflega stóð til að nefndin skilaði af sér í sumar en erfiðlega gekk að skipa í hana. Kveðið var á um skipun nefnd- arinnar í bráðabirgðaákvæði í fjölmiðlalögunum sem samþykkt voru á síðasta þingi. - mþl Heimsæktu ráðgjafa Eignastýringar í Austurstræti 11, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á fjarmalaradgjof@landsbankinn.is. Velkomin í Eignastýringu Landsbankans Eignastýring Landsbankans er sérhæfð fjármálaþjónusta og njóta sérfræðiráðgjafar á öllum sviðum bankaþjónustu. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Sigurður B. Stefánsson Eyrún Anna Einarsdóttir 1. Hvaða leikmaður KR skoraði öll þrjú mörk liðsins í sigri á Fylki á sunnudag? 2. Hvaða íslenski söngvari sigraði í Bach-keppni fyrir einsöngvara á dögunum? 3. Hvert var aflaverðmæti Málm- eyjar SK 1 eftir 34 daga langan túr? SVÖR 1. Guðjón Baldvinsson 2. Benedikt Kristjánsson 3. 360 milljónir. ÍTALÍA Domenico Lucano var á síð- asta ári kosinn þriðji besti bæjar- stjóri heims. Hann hefur unnið sér það til frægðar að bjarga litla þorpinu Riace syðst á Ítalíu frá landauðn með nokkuð óvenjulegri aðferð. Fólksflótti hafði verið nokk- uð stöðugur frá þorpinu áratug- um saman, eins og frá mörgum smærri bæjum og byggðarlögum á Suður-Ítalíu. Unga fólkið hafði kynslóð eftir kynslóð flúið fátækt og atvinnuleysi og horfið á vit tækifæra í stórborgunum á norð- anverðri Ítalíu eða til annarra landa. Lucano brá á það ráð að bjóða flóttafólk velkomið í bæinn. Nú er svo komið að nokkur hundruð flóttamenn frá ýmsum löndum búa í sátt og samlyndi við aðra íbúa þessa tæplega tvö þúsund manna þorps. „Þetta fólk er að flýja styrjald- ir. Það hefur mátt þola pyntingar, það hefur upplifað erfiða hluti,“ er haft eftir Lucano í nýlegri frásögn fréttastofunnar AFP. Þegar gengið er um þorpið má heyra popplög frá Eþíópíu hljóma úr hljómflutningstækjum. Konur frá Afríku sitja við sauma og börn frá Afganistan og Afríku leika sér saman. Litlu bæjarfyrirtækin hafa gengið í endurnýjun lífdaga og húsnæði, sem áður var í niður- níðslu, hefur verið gert upp. Breska útvarpið BBC ræddi við Lucano fyrir nokkru. Hann sagði upphaf þessa alls mega rekja til þess þegar hann, fyrir tólf árum, sá flóttamenn frá Kúrdistan lenda í fjörunni fyrir neðan bæinn. Hann var kennari þá en tók þátt í að útvega þeim húsaskjól. Sex árum síðar var hann orðinn bæjarstjóri og greip þá til sinna ráða. „Þetta var draugabær áður en þessi bátur kom,“ sagði hann. Allir bæjarbúar voru í raun að búa sig undir brottflutning. Hann sá sér fært að slá tvær flugur í einu höggi: hjálpa flótta- fólkinu og bjarga bænum um leið. Flóttamennirnir hafa sest að í yfirgefnum húsum og fá fram- færslupeninga frá ítalska ríkinu meðan þeir hafa stöðu hælisleit- enda. Margir þeirra hafa komið sér upp litlum verkstæðum þar sem þeir framleiða handverk til sölu, og drýgja þannig tekjurnar töluvert. Heimamenn virðast flestir taka aðkomufólkinu fagnandi, enda hefur nýtt líf færst í bæinn. „Fólkið í þessu þorpi er með hjartað á réttum stað,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Asadullah Ahmadzai, sem kom frá Afganist- an fyrir fjórum árum. „Þetta er eins og fjölskylda.“ gudsteinn@frettabladid.is Bjargaði þorpinu sínu með því að taka við flóttafólki Meira en 200 flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum hafa fengið hæli í litlu ítölsku þorpi, sem var að lognast út af vegna fólksflótta. Bæjarstjórinn Domenico Lucano nýtur mikilla vinsælda meðal þorpsbúa. Ekki hafa allir flóttamenn enst lengi í góða þorpinu Riace. Fyrir tveimur árum komu þangað 186 palestínskir flóttamenn og var komu þeirra hampað mjög í fjölmiðlum. Flestir þeirra hurfu á brott eftir stutta viðdvöl, hreint ekki ánægðir með viðkynnin. Það var líbanska dagblaðið The Daily Star, sem skýrði frá reynslu Palest- ínumannanna fyrir stuttu og dró þar upp aðra mynd en til dæmis þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Wim Wenders gerði fyrir nokkrum misserum í hálftíma langri heimildarmynd. Meðal annars er rætt við Sameh Hekmat, 33 ára palestínskan flóttamann frá Írak, sem segir að þorpið hafi ekki haft upp á mikið að bjóða og mót- tökurnar verið vægast sagt viðvaningslegar. „Við fengum engar bækur, enginn skóli var í boði fyrir unglinga, það tók mánuði að fá afhenta pappírana okkar, engin starfsþjálfun kom til greina og við sáum að það var enga vinnu að hafa þarna,“ sagði hann og undraðist ekki langvarandi fólksflótta frá þessu litla þorpi syðst á Ítalíu: „Atvinnulaust fólk hafði verið að forða sér kynslóðum saman.“ Misjöfn reynsla af flóttamannaparadís DOMENICO LUCANO Bæjarstjórinn vinsæli ásamt ungri eþíópískri stúlku á skrifstofu sinni. NORDICPHOTOS/AFP SITJA Í MAKINDUM Afganskur flótta- maður ásamt nokkrum ítölskum vinum sínum í flóttamannaparadísinni Riace, sem er vinalegt þorp í fögru umhverfi syðst á Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélag í Panama, sem Fons Pálma Har- aldssonar lánaði þrjá milljarða árið 2007, er í kanadíska dag- blaðinu Gazelle bendlað við pen- ingaþvætti fyrir fyrrverandi for- seta Níkaragva. Félagið heitir Pace Associates. Skiptastjóri þrotabús Fons hefur í tvö ár reynt að grafast fyrir um það hvað varð um milljarðana þrjá sem lánaðir voru 2007. Lána- samningurinn var ekki útbúinn fyrr en viku eftir að féð var milli- fært og afskrifað samdægurs. Skiptastjórinn íhugar nú að stefna stjórn Fons til greiðslu skaða- bóta vegna lán- veitingarinnar. Lit lar sem engar upplýsing- ar hefur verið að hafa um félagið Pace Associates en það dúkkaði upp í umfjöll- un Gazelle í maí, þar sem er fullyrt að forráða- menn félagsins, Francis Perez og Leticia Montoya, hafi notað það til að þvætta peninga fyrir Arnoldo Aleman, sem var forseti Níkaragva frá 1997 til 2002. Hann var árið 2003 dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir margvísleg fjársvik, en hæsti- réttur landsins ógilti síðar dóminn. Þeir Perez og Montoya eru sagðir vera í forsvari fyrir um tvö þúsund fyrirtæki í Panama. Fram kom í skriflegu svari Pálma til fréttastofu RÚV í gær að lánið hafi ekki verið afskrifað heldur fært niður af varúðarástæðu. „Eins og þetta var kynnt fyrir mér var um að ræða áhættufjárfestinga- sjóð, sem meðal annars fjárfesti í fasteignaverkefnum víða um heim, þar með talið á Indlandi. Um var að ræða ákvörðun sem ég tók og fól það í sér að félagið væri lánveitandi, en ekki hluthafi í viðkomandi verk- efnum. Með því taldi ég stöðu þess betri. Í raun ekki ósambærilegt við ótryggðar lánveitingar, t.a.m. lífeyr- issjóða hér á landi fyrir hrun.“ Þá segir í svari Pálma að end- urskoðandi Fons hafi fengið það svar frá Landsbankanum í Lúxem- borg að vafi væri á því að krafan myndi innheimtast. Á þeim grund- velli hafi verið ákveðið að afskrifa lánið í bókum Fons en ekki gagnvart lántaka. - sh Pace Associates í Panama sagt hafa þvættað peninga fyrir forseta Níkaragva: Lánþegi Fons bendlaður við glæpi PÁLMI HARALDSSON KARL AXELSSON Nefnd um eigendur fjölmiðla: Skila ráðherra tillögum í haust HEILBRIGÐISMÁL Heilsa hefur innkallað Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þaratöfl- ur að beiðni Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur. Ástæðan er sú að ráðlagður dagskammtur á umbúðunum er ein til tvær töfl- ur, en hver tafla inniheldur 520 míkrógrömm. Efri öryggismörk fyrir neyslu joðs eru hins vegar 600 míkrógrömm þannig að með því að taka 2 töflur er dag- skammtur af joði fyrir ofan leyfi- leg mörk sem matvælastofnun Evrópu hefur sett og metið sem öryggismörk fyrir neyslu joðs. Framleiðandi þarataflnanna er Nutraceutical Corp í Bandaríkj- unum og er þeim neytendum sem vilja skila vörunni bent á að hafa samband við Heilsu. - sv Heilsa kallar inn þaratöflur: Dagskammtur fyrir ofan mörk VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.