Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 28
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. spil, 6. pot, 8. gaul, 9. festing, 11. tvö þúsund, 12. teygjudýr, 14. rist, 16. hvað, 17. sigti, 18. hylli, 20. tvíhljóði, 21. aðskilja. LÓÐRÉTT 1. andvari, 3. líka, 4. afríkuríki, 5. angan, 7. æxlast, 10. meiðsli, 13. strit, 15. óbundinn, 16. rámur, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. gosi, 6. ot, 8. gól, 9. lím, 11. mm, 12. amaba, 14. grill, 16. ha, 17. sía, 18. ást, 20. au, 21. stía. LÓÐRÉTT: 1. gola, 3. og, 4. sómalía, 5. ilm, 7. tímgast, 10. mar, 13. bis, 15. laus, 16. hás, 19. tí. Hefnd Fara- ósins Þetta verður að fara í ruslið. Svo verður þú að færa ruslatunnuna að götunni. En… Það eina sem ég bið um í afmælisgjöf er lögfræðingur. 12.30 - Brenndar vöfflur 13.00 - Krakkarnir komnir inn í bíl. Út í búð að kaupa hráefni í vöffludeig. 13.30 - Að vera komin heim með hráefnið og svöng börn. Pabbi, þú veist að við eigum ekki sultu. Ohh! Þegar sumarfríið byrjar hljómar gleðitjáning og frelsissöngur: „Ég fer í fríið – ég fer í fríið.“ En til hvers og hvers konar frí? Ætlar þú að byggja sumarbústað, mála alla íbúðina og skoða líka Austfirðina? Við erum vissulega komin af vertíðar- fólki, heyannafólki og tarnafólki. Saga er ekki bara fortíð, heldur lifum við af henni, ef ekki meðvitað þá ómeðvit- að. Foreldrar okkar, ömmur og afar unnu flest mikið og vinnusemi er góð. En að vinna í drep í sumarleyfi er hvorki sjálf- sagt hlutskipti né óumflýjanleg örlög. Að vinna er ekki tilgangur sumarleyf- is. Frí er fyrir fólk en fólk ekki fyrir frí. Að „gera“ eitthvað í fríi er stundum nauðsyn, en að „vera“ er alltaf mik- ilvægt. ER SUMARFRÍIÐ þitt frí frá einhverju – eða frí til ein- hvers? Tvö lítil orð, sem þarft er að hugsa um þegar lífs- hættir eru skoðaðir – frí frá eða frí til. Vinna getur verið svo erfið og ófullnægj- andi, að fólki líði eins og það sleppi eða losni þegar leyfi byrjar. Svo getur prívatlífið verið lýjandi og dapurlegt. Þau, sem eru í kreppu, gera oft þá skyssu að reyna í sumarleyfinu að bæta sér upp álag eða erfiðleika. Þá verða til „ég á það skilið“ frí. Þau, sem hafa farið af stað með slíka upphafsforsendu, koma fremur döpur úr leyfi en stútfull af hamingju. Markmið með leyfi ætti frekar að varða upplifun og reynslu – að vera fremur en að gera. Frí ætti að þjóna hvíld, hleðslu, ástvinum, andríki og uppbyggingu. Þá verður frí þjónn hamingju. FRÍ ERU oftast með öðru móti en væntingarnar lögðu upp með. Það, sem maður býst við að verði mesta reynsl- an í leyfi eða ferð, veldur kannski von- brigðum. En það, sem ekki var búist við, þetta sem bara gerist óvænt, verður gjarnan það áhrifaríkasta. Lífið verður ekki planað til fullnustu, væntingar verða aldrei uppfylltar með því móti, sem maður bjóst við. Götutrúður getur t.d. opnað nýja vídd tilverunnar, sem breytir skoðun manns, jafnvel vinnu og lífi. Óplanað samtal getur haft dýpri og meiri áhrif en fræg kirkja, tónleikar í Hofi eða sýning í MoMa. Frí þarf að losa helsi og leiða til frelsis. ÆTLAR ÞÚ að vera eða gera í þínu fríi? Hvort ætlar þú að leyfa því að vera frá eða til? Ég fer í fríið – en til hvers? Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Þú færð Fréttablaðið á 12 stöðum á Suðurnesjum. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík 10-11, Keflavík N1 verslun, Keflavík Olís, Básinn, Reykjanesbæ Samkaup Strax, Reykjanesbæ 10-11, Leifsstöð Eymundsson, Leifsstöð Tíu ellefu Hraðkaup, Reykjanesbæ Nettó, Grindavík Samkaup Strax, Sandgerði Samkaup Strax, Garði Bónus, Fitjum, Njarðvík Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.