Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 34
12. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FRAM 1-1 GRINDAVÍK 1-0 Tómas Leifsson (14.) 1-1 Robbie Winters (68.) Laugardalsvöllur, áhorf.: 831 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–6 (7–3) Varin skot Ögmundur 2 – Óskar 6 Horn 11–2 Aukaspyrnur fengnar 13–12 Rangstöður 3–2 Fram 4–3–3 Ögmundur Kristinsson 5 - Jón Orri Ólafsson 5 (40., Daði Guðmundsson 5), Hlynur Atli Magnússon 6, Kristján Hauksson 5, Sam Tillen 6 - Halldór Hermann Jónsson 5, Jón Gunnar Eysteinsson 4, Andri Júlíusson 6 (78., Almarr Ormarsson -) - Kristinn Ingi Halldórsson 6, Tómas Leifsson 5, Hjálmar Þórarinsson 4 (73., Guðmundur Magnússon -). Grindavík 4-3-3 *Óskar Pétursson 6 - Alexander Magnússon 5, Ólafur Örn Bjarnason 5, Orri Freyr Hjaltalín 5, Bogi Rafn Einarsson 3 (69., Óli Baldur Bjarnason 5) - Jóhann Helgason 6, Jamie McCunnie 5, Páll Guðmundsson 4 (60., Paul McShane 6) - Magnús Björgvinsson 4, Scott Ramsay 5 (87. Yacine Si Salem -), Robbie Winters 6. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHSEN er búinn að fá samningstilboð frá enska B-deildarliðinu West Ham en það staðfesti umboðsmaður hans og faðir, Arnór Guðjohnsen. Swansea er einnig á eftir Eiði og svo hefur heyrst af áhuga frá New York Red Bulls og eru háværar sögusagnir um að Eiður ætli sér að fara til Bandaríkjanna. Vodafonevöllur, áhorf.: ? Valur Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–9 (3–3) Varin skot Haraldur 2 – Ingvar 1 Horn 2–14 Aukaspyrnur fengnar 7–10 Rangstöður 3–2 STJARN. 4–3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 7 Nikolaj Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 7 (46., Bjarki Eysteins. 5) *Halldór Björns. 8 Jesper Jensen 7 Jóhann Laxdal 6 Ellert Hreinsson 6 Garðar Jóhannsson 5 (46., Tryggvi Bjarna. 5) *Maður leiksins VALUR 4–3-3 Haraldur Björnsson 8 Jónas Tór Næs 6 Halldór K. Halldórs. 6 Atli Sv. Þórarinsson 7 Pól Justinussen 5 Haukur Sigurðsson 6 (70., Hörður Sveins. 5) Guðjón Lýðsson 5 Rúnar Sigurjónsson 6 Arnar Sv. Geirsson 6 Jón Vilhelm Ákason 7 (79., Andri Stefáns. -) Christian Mouritzen 5 (80., Ingólfur Sig. -) 1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) 1-1 Gunnar Jarl Jónsson (6) Nettóvöllur, áhorf.: 793 Keflavík Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–6 (6–4) Varin skot Ómar 3 – Magnús 4 Horn 3–6 Aukaspyrnur fengnar 15–14 Rangstöður 2–1 VÍKING. 4–5–1 Magnús Þormar 7 Walter Hjaltested 4 Kristinn Magnússon 5 Mark Rutgers 6 Sigurður Lárusson 5 Denis Abdulahi 4 Halldór Sigurðsson 6 Baldur Aðalsteinsson 4 (43, Kjartan Dige 6) Þorvaldur Sveinsson 5 Hörður Bjarnason 4 (55., Gunnar Steind. 6) Viktor Jónsson 6 *Maður leiksins KEFLAV. 4–4–2 Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Antoníusson 8 Adam Larsson 5 Haraldur Guðmunds. 7 Viktor Hafsteinsson 6 Andri St. Birgisson 5 (26., Magnús Magn. 6) Arnór Traustason 7 Bojan Ljubicic 7 *Jóhann Guðm. 8 (74., Magnús Matt. -) Guðm. Steinarsson 5 (90., Magnús Þorst. -) Hilmar Geir Eiðsson 4 1-0 Guðjón Árni Antoníusson (21.) 2-0 Jóhann B. Guðmundsson (33.) 2-1 Viktor Jónsson (68.) 2-1 Erlendur Eiríksson (7) STAÐAN Í PEPSI-DEILDINNI: KR 9 7 2 0 20-6 23 Valur 10 7 1 2 15-5 22 ÍBV 9 6 1 2 14-7 19 FH 10 4 3 3 21-14 15 Stjarnan 10 4 3 3 19-18 15 Breiðablik 10 4 3 3 18-17 15 Keflavík 10 4 2 4 13-13 14 Fylkir 10 4 2 4 14-18 14 Grindavík 10 2 2 6 12-22 8 Þór 10 2 2 6 9-21 8 Víkingur 10 1 4 5 8-14 7 Fram 10 0 3 7 6-15 3 PANTAÐU TÍMA 517 3900 Pantaðu tíma í göngugreiningu Flexor í síma 517 3900 ÆTLAR ÞÚ AÐ HLAUPA MARAÞON? Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 / www.flexor.is FÓTBOLTI Framarar mættu beitt- ari til leiks á Laugardalsvelli í gær. Þeir stjórnuðu leiknum framan af og áttu nokkrar álit- legar sóknir en gekk illa að skapa sér færi. Grindvíkingar virtust hafa lítið sjálfstraust. Eftir rass- skellinguna í Hafnarfirði í síð- ustu umferð var annaðhvort von á grenjandi ljónum eða væng- brotnu liði. Hið síðara varð raun- in. „Eins og flestir vita hefur síð- asta vika verið súr. Menn voru staðráðnir í því að koma hingað og breyta okkar leik. Það tókst ekki í fyrri hálfleik. Við vorum hræddir og náðum ekki upp neinu sjálfstrausti eða spili,“ sagði Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga. Framarar skoruðu eina mark fyrri hálfleiksins eftir stundar- fjórðung. Hægri kantmaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson lék þá upp að endamörkum hægra megin og sendi fyrir á kollega sinn af vinstri kantinum, Tómas Leifsson, sem renndi knettinum í opið markið. „Við bregðumst mun betur við þessu marki en við höfum gert hingað til. Við héldum áfram að spila. Komumst inn í hálfleik- inn. Svo komum við beittari inn í seinni hálfleikinn og áttum að skora fleiri mörk,“ sagði Óskar. Síðari hálfleikurinn var mun jafnari en sá fyrri. Grindvík- ingar gerðu breytingu á liði sínu snemma í hálfleiknum þegar Skotinn Paul McShane kom inn á. Skömmu síðar var hann fljótur að hugsa meðan Framarar sváfu á verðinum. Hann sendi boltann snöggt úr aukaspyrnu á Robbie Winters sem sneri af sér varn- armann Framara og afgreiddi knöttinn frábærlega í netið. „Dómarinn flautaði og það var tilbúin skipting hjá þeim. Það stóðu allir kyrrir en auðvi- tað eiga menn að vera tilbúnir. Við getum ekki afsakað okkur,“ sagði Kristinn Ingi Halldórsson skásti maður Fram í leiknum. Kristinn átti marga fína spretti upp hægri kantinn og áttu varn- armenn Grindvíkinga í tómu basli með hann. Hann var afar ósáttur við dómaratríó leiksins og fannst leikmenn Grindvíkinga fá að ganga of hart fram til þess að hafa hemil á honum. Bæði lið fengu þokkaleg færi til þess að skora sigurmark en niðurstaðan varð jafntefli í leik sem einkenndist af töluverðri taugaveiklun og litlum gæðum. „Það hefur lítið gengið upp hjá okkur í sumar. Mér fannst við samt betri í þessum leik og höfð- um tök á honum þegar þeir skora markið. Það var ekkert í spilun- um hjá þeim. Þegar maður er á botninum þá gengur ekkert upp,“ sagði Kristinn Ingi ósáttur við aðeins eitt stig úr leiknum. Óskar var öllu sáttari. „Það er auðvitað leiðinlegt að vinna ekki. En það hefði verið skelfilegt að tapa og koma Fram á sporið. Við græðum meira á þessu stigi held- ur en Fram,“ sagði Óskar. kolbeinntd@frettabladid.is Lítil gæði í Laugardal Framarar og Grindvíkingar skildu jöfn í tilþrifalitlum leik á Laugardalsvelli í gærkvöld. Martraðarsumar Framara heldur áfram en liðið hefur ekki enn unnið sigur í deildinni. Grindvíkingar réttu úr kútnum eftir skell gegn FH. TILÞRIFALÍTIÐ Það var lítið um svona fín tilþrif á Laugardalsvellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Keflavík vann mikil- vægan 2-1 sigur á Víkingi í fall- baráttuslag í Keflavík í gær en Keflavík var 2-0 yfir í hálfleik. Keflvíkingar hafa með sigrinum hrist af sér fallbaráttuslaginn í bili og virðast vera að hressast nokkuð. Keflavík var mun sterkari í leiknum og hefði hæglega getað verið fleiri mörkum yfir í hálf- leik. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik þótt lítið hafi bent til þess að Víkingur myndi ógna forystu Keflavíkur þegar liðið skoraði. „Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn. Svo kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskot- ið,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok en honum var létt að hafa skilið við fallbaráttuna í bili að minnsta kosti. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavík- urhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum. Víkingur féll með ósigrinum niður í næstneðsta sæti deildar- innar en Keflavík er með sjö stig- um meira en Víkingur. - gmi Tveir sigrar í röð hjá Keflavík: Hafa fjarlægst fallsvæðið Á UPPLEIÐ Keflavík vann fínan sigur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Valsmenn áttu möguleika á að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra, Haraldur Björnsson, átti frábæran leik og bjargaði þeim oft og tíðum. „Ég er engin hetja, það eru 11 menn inni á vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld,“ sagði Haraldur Björnsson. „Við fengum okkar færi í þess- um leik og hefðum átt að nýta þau betur. Það sem fór vel í kvöld var að liðið var að spila boltanum vel út úr vörninni sem var mikilvægt þar sem við vissum að þeir myndu pressa okkur hátt. Það er góð til- finning að vera í toppbaráttunni og við ætlum okkur að vera þar.“ „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í gær. „Við fáum á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem verður að skrif- ast á einbeitingarleysi, en liðið tvíefldist við það og við vorum miklu betri aðilinn í þeim síðari. Það var sorglegt að nýta ekki þau færi sem við fengum. Haraldur var hetja Valsmanna í kvöld.“. - sáp Valsmönnum mistókst að komast aftur á topp Pepsi-deildar karla í gær: Valsmenn heppnir að næla í stig SPRÆKIR Halldór Orri Stjörnumaður og Guðjón Pétur elta boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.