Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.07.2011, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Hreingerning12. JÚLÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR 3 Ryðfrítt stál hefur notið nokkurra vinsælda en oft er kvartað undan fingraförum á yfir- borði þess. Ryðfrítt stál hefur notið nokkurra vinsælda í eldhúsinnréttingum- og tækjum undanfarin ár. Erfitt getur hins vegar verið að halda ryðfríu stáli skínandi hreinu og lausu við fitug fingraför. Halda þarf krómfilmu ryðfría stálsins hreinni til að auka endingu tækj- anna. Auðvelt er að þrífa tæki úr ryðfríu stáli sé ákveðnum reglum fylgt. Í reglulegum hreingerning- um er best að þrífa ryðfrítt stál með heitu vatni. Best er að þurrka tækin svo með þurrum klút til að koma í veg fyrir vatnsrend- ur. Sniðugt getur verið að nota örtrefjaklúta til verksins. Þegar tækin þarfnast meiri þrifa er gott að nota milt hreinsiefni ásamt heitu vatni. Yfirborðið verður að vera hreinsað vandlega til að koma í veg fyrir bletti en einnig verður að þurrka tækið eftir á. Fingraför á ryðfríu stáli eru það sem oftast er kvartað undan. Auð- velt er hins vegar að hreinsa þau með glerhreinsi. Nýrri tæki úr ryð- fríu stáli eru hins vegar stundum hönnuð þannig að fingraför fest- ist síður á þeim. Ef yfirborð ryðfría stálsins hefur hins vegar rispast eða vantar meiri gljáa getur verið sniðugt að nota sérstakt hreinsi- efni fyrir ryðfrítt stál. Sum þess- ara hreinsiefna eyða rispum og gera flötinn skínandi. - mmf Ryðfrítt stál gert skínandi hreint Nauðsynlegt er að heimilisfólk geri svokölluð flutningsþrif áður en það skilar húsnæði sínu, hvort heldur sem er til nýrra eigenda eða til næstu leigjenda. Að ýmsu er að hyggja í slíkum þrifum. Þegar fólk skiptir um húsnæði þarf það að vanda til verks og afhenda nýjum íbúum heimilið skínandi hreint. Bæði á þetta við um leigutaka og þá sem selt hafa íbúð sína nýjum eigend- um. Eftirfarandi atriði er gott að hafa til hliðsjónar við þrifin: Veggi skal þrífa vel og loft þar sem við á. Gott er að nota milt sápuvatn og tuskur til að fara yfir fletina og hafa svamp með grófri áferð við höndina fyrir bletti sem erfiðari eru. Þar sem flísar eru á veggjum, svo sem á baðherbergi er gott að hafa sköfu við höndina og hreinsiefni sérstaklega ætlað flísum. Alla gólffleti þarf að þrífa vel, r yksuga, moppa og skúra, eftir því hvað við á. Munið einnig að þrífa park- etlista og aðra gólflista. Þá þarf að strjúka vel af inn- s t u n g u m , l jó s r of- um, gluggakistum og gluggakörmum. Ekki gleyma að taka fram eldavél og stærri tæki til að þrífa fletina undir þeim. Gler og glugga þarf að þvo með viðeigandi glerhreinsiefnum. Gott er að þrífa allar innihurð- ir og innréttingar saman og passa að nota hreinsiefni sem skemmir ekki við og viðkvæmari efni. Ekki gleyma að þrífa skápa að innan og utan. Strjúkið af ofnum og ekki gley ma handk læðaofninum. Gamlir ofnar eru sérstaklega tímafrekir í yfirferð þar sem ryk safnast gjarnan fyrir á þeim og má ætla góðan tíma við þrif á hverjum slíkum. Einhverjir sem hafa þurft að glíma við gamla rimlaofna hafa prófað að leggja blauta tusku undir ofninn og nota hárblásara til að blása á rykið sem fellur þá á tuskuna. Takið sér hring á eldavél og önnur heimilistæki sem munu fylgja íbúðinni og skoðið vel hvaða hreinsiefni henta hverju tæki til að valda ekki skemmdum. Tímafrekt getur verið að þrífa bakaraofninn, helluborðið sem og eldavélina alla að utan. Ætlið ykkur góðan tíma í það verk. Einnig þarf að huga að viftunni ef hún er til staðar, þrífa hana að innan og skipta um síu. Auk hefðbundinna þrifa á bað- herbergi þarf að þrífa öll hreinlæt- istæki með þar til gerðum efnum sem og muna að hreinsa kísil af vöskum, baði, sturtuklefa og af f lísum. Grófur svampur hentar vel á kísilinn. Ef gluggatjöld fylgja heimilinu áfram, svo sem strimlaglugga- tjöld, þarf að þrífa þau vel. Heimilið kvatt með þrifum Gott er að áætla sér meiri tíma en minni þegar heimilið er þrifið í hinsta sinn. Fyrirtækin Servida og Besta sameinuðust um síðustu áramót. Fyrirtækið þjónustar stóran viðskiptahóp. „Servida ehf. var starfrækt frá árinu 2002 og óx ört frá 2005. Það lagði aðaláherslu á sölu umbúða ásamt því að vera umboðsmenn Katrin-pappírs frá Svíþjóð,“ segir Ottó Sverrisson, framkvæmda- stjóri Servida – Besta. Um síð- ustu áramót sameinaðist Servida ehf. fyrirtækinu Besta. „Besta ehf. var sterkt á hreinsiefna- og þrifáhaldamarkaðnum í mörg ár. Sameiningin hefur í för með sér að til verður eitt öflugasta fyrir- tækið í rekstrarvöruiðnaðnum.“ Ottó segir að Servida – Besta þjónusti stóran viðskiptahóp. „Við bjóðum upp á öfluga þjón- ustu á uppþvottavélum ásamt því að útbúa þrifplön fyrir öll fyrir- tæki,“ upplýsir Ottó og bætir við að nýlega hafi fyrirtækið gert samning við Ríkiskaup sem snýr að öllum hreinsiefnum og pappír. „Einnig hefur fyrirtækið samn- ing við Reykjavíkurborg um kaup á pappír.“ Servida – Besta býður upp á stóra línu í umhverfisvæn- um hreinsiefnum en auk þess er allur Katrin-pappír umhverfis- merktur. Servida – Besta flutti nýlega í 1.300 fermetra húsnæði á Tjarn- arvöllum 11 í Hafnarfirði þar sem það rekur meðal annars verslun. Einnig rekur fyrirtækið öfluga verslun í Fellsmúla 24-26, á jarðhæð Hreyfilshússins, ásamt því að vera með rekstur í Reykja- nesbæ. Umboðsmenn fyrirtækis- ins eru Þrif- og ræstivörur á Ak- ureyri og verslunin Vík á Egils- stöðum. Nánari upplýsingar um Ser- vida – Besta má finna á www.ser- vida.is eða í síma 510-0000. Servida og Besta hafa sameinast Að sögn Ottós býður Servida – Besta upp á stóra línu af umhverfisvænum hreinsiefnum. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.